Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar 31. ágúst 2025 22:30 Nokkur umræða hefur farið fram í kjölfar þess að ákæra koma fram vegna netverslunar með áfengi. Sölulaðilar og fulltrúar þeirra beirra bera sig illa og segja aðför gerða að sér og að hún sé til komin vegna óeðlilegs þrýstingas. Þannig er haft eftir Heiðari Ásberg Atlasyni lögmanni Smáríkisins, eins þeirra fyrirtækja sem stundað hafa ólöglega verslun með áfengi um nokkurra ára skeið og nú fengið á sig ákæru, að lögregla og ákæruvald hafi verið undir gríðarlegum þrýstingi að leggja fram ákæruna. Réttarríkið liðið undir lok? Ár og dagar hafa hins vegar liðið frá því kærur fóru að berast lögreglu um ólöglegar auglýsingar og ólöglega smásölu áfengis eftir að hún kom til sögunnar. Fram hefur komið að í rúm fimm ár hafi þessi mál verið í rannsókn og hefur aðgerðarleysi ákæruvaldsins orðið þess valdandi að margir hafa verið farnir að velta því fyrir sér hvort réttarríkið væri fyrir bí. Bréf Sigurðar Inga Hvað varðar þrýsting á lögreglu rifjar lögmaður Smáríkisins það upp í samtali við Ríkisútvarpið hinn 22. ágúst að Sigurður Ingi Jóhannsson hafi sem fjármála- og efnahagsráðherra skrifað lögreglu og hvatt til þess að málarekstri yrði hraðað. Þetta túlkaði lögmaðurinn sem óeðlilegan pólitískan þrýsting! Ráðherra gerði rétt Varla getur þetta verið almennt viðhorf í lögmannastéttinni; að það geti talist vera eðlilegt að beiðni frá hinum almenna borgara, fyrirtæki eða stofnun um rannsókn á meintu lögbroti sé óafgreidd í hálfan áratug, en að það þyki aftur á móti í hæsta máta óeðlilegt að ráðherrar málaflokksins stígi fram og mælist til þess að þar til bær yfirvöld fái fyrir sitt leyti botn í slíkt mál. Auðvitað er eðlilegt að ráðherrar hafi skoðun á málum sem undir þá heyra og að þeir geri grein fyrir þeirri skoðun opinberlega og komi á framfæri öllum þeim gögnum sem málið varða. Það stangast engan veginn á við að virða sjálfstæði dómsvaldsins. Í mínum huga var ráðherrann að gera nákvæmlega það sem honum bar að gera; stuðla að því að kærur fengju eðlilega málsmeðferð og niðurstöðu, ekki tiltekna niðurstöðu heldur niðurstöðu yfirleitt. Hitt er svo rétt að værukært dómsvald, værukært Alþingi og værukærar ríkisstjórnir hefðu fyrr mátt átta sig á því að þær eru raunverulega undir gríðarlegum þrýstingi í þessum málaflokki almennt! Sá þrýstingur er að vísu annars eðlis en sá sem lögmaður Smáríkisins skilgreinir sem slíkan. Hagnaðardrifinn þrýstingur Eins og málið blasir við er þrýstingurinn tvenns konar. Annars vegar frá þeim sem vilja óáreittir fá að hagnast á því þvert á lög að selja áfengi framhjá þeirri verslun sem hefur lögbundinn einkarétt til þessa og er í almannaeign. Í Viðskiptablaðinu og á vef RÚV er haft eftir Arnari Sigurðssyni, eiganda Santé, hinn 20. ágúst, að hann telji « löngu tímabært að löggjafinn „gyrði sig í brók“ og viðurkenni orðinn hlut með því að lögleiða smásölu áfengis.» Lögleiða smásöluna? Þetta er sami maður og hefur árum saman haldið því fram að hann hafi hvergi brotið lög. Úr þessari átt hefur ekki aðeins komið þrýstingur heldur hafa þessir aðilar beinlínis tekið lögin í sínar hendur. Lýðheilsudrifinn þrýstingur Á hinn bóginn er svo um að ræða mikinn og vaxandi þrýsting frá heilbrigðisstéttum og forvarnar- og foreldrasamtökum sem hafa ályktað og efnt til ráðstefnuhalds og funda um mikilvægi þess að halda aftur af markaðsöflunum í dreifingu á áfengi til almennrar neyslu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur tekið undir þennan málflutning og lofsamað lýðheilsustefnu íslenskra stjórnvalda. Lítill skilningur á «miklum skoðunum» Úr þessum tveimur áttum kemur þrýstingur á stjórnvöld og sá þrýstingur er mjög raunverulegur, annars vegar þrýstingur þeirra sem vilja hagnast á breyttu fyrirkomulagi í eigin þágu og hins vegar þeirra sem horfa til lýðheilsu og almannahagsmuna. Svo langt sem það nær virðist lögmaður Smáríkisins vera meðvitaður um áherslur forvarnarsamtaka og heilbrigðisstétta en gefur slíkum sjónarmiðum ekki háa einkunn eins og fram kemur í áður ívitnaðri frétt á vef Ríkisútvarpsins: «Pólitíkusar hafa haft miklar skoðanir á þessu og alls konar lýðheilsufræðingar hafa miklar skoðanir á þessu.» Fordæmi Íslands þótti til eftirbreytni Ég hef fylgst vel með þessari umræðu í áranna rás svo og tilraunum heilbrigðisyfirvalda, löggæslu og foreldra- og forvarnarsamtaka til að takmarka markaðságengni með það fyrir augum að takmarka áfengisneyslu, ekki síst hjá unglingum og börnum. Svo vel þótti takast til hjá Íslendingum í átaki sem gert var undir og upp úr síðustu aldamótum að eftir var tekið í þessum geira víða um lönd. Hjá Evrópuráðinu voru Íslendingar fengnir til þess að útskýra frábæran árangur. Vaxandi unglingadrykkja Nú má heyra í fréttum að unglingadrykkja sé á hraðri uppleið. Þeim sem tengdir eru inn á samfélagsmiðlana kemur það ekki á óvart eins mikill og áróðurinn fyrir áfengisdrykkju hefur verið þar. Á undanförnum mánuðum hefur verið boðið upp á afhendingu áfengis á smásölustað eða á heimsendingu til að auðvelda mönnum aðgengið. Á Íslandi eru áfengisauglýsingar bannaðar. Áfengissölunum kemur það ekkert við. Bara úrelt lög, segja þeir og hundsa þau. En hvers vegna auglýsa þeir þennan varning sinn svo ákaft, leggja augljóslega í talsverðan kostnað? Það er vegna þess að þeir vita að með stöðugri hvatningu í auglýsingum má örva söluna og þar með auka drykkjuna. Þetta liggur í augum uppi. Þess vegna var sett bann við auglýsingum. Samhengið Í framhaldinu væri þá eðlilegt að spyrja hvort ekki sé líklegt að samhengi sé á milli ólöglegu áfengissölunnar annars vegar og aukinnar unglingadrykkju hins vegar? Ef svo er hlýtur það að vera einboðið að vínbraskarar og lögmenn þeirra verði ekki látnir taka völdin í landinu og stýra okkur lengra út í þær ógöngur sem þeir hafa átt þátt í að skapa. Gæti þetta verið nokkuð sem fjölmiðlarnir og allir áhrifavaldarnir mættu hugleiða? Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram í kjölfar þess að ákæra koma fram vegna netverslunar með áfengi. Sölulaðilar og fulltrúar þeirra beirra bera sig illa og segja aðför gerða að sér og að hún sé til komin vegna óeðlilegs þrýstingas. Þannig er haft eftir Heiðari Ásberg Atlasyni lögmanni Smáríkisins, eins þeirra fyrirtækja sem stundað hafa ólöglega verslun með áfengi um nokkurra ára skeið og nú fengið á sig ákæru, að lögregla og ákæruvald hafi verið undir gríðarlegum þrýstingi að leggja fram ákæruna. Réttarríkið liðið undir lok? Ár og dagar hafa hins vegar liðið frá því kærur fóru að berast lögreglu um ólöglegar auglýsingar og ólöglega smásölu áfengis eftir að hún kom til sögunnar. Fram hefur komið að í rúm fimm ár hafi þessi mál verið í rannsókn og hefur aðgerðarleysi ákæruvaldsins orðið þess valdandi að margir hafa verið farnir að velta því fyrir sér hvort réttarríkið væri fyrir bí. Bréf Sigurðar Inga Hvað varðar þrýsting á lögreglu rifjar lögmaður Smáríkisins það upp í samtali við Ríkisútvarpið hinn 22. ágúst að Sigurður Ingi Jóhannsson hafi sem fjármála- og efnahagsráðherra skrifað lögreglu og hvatt til þess að málarekstri yrði hraðað. Þetta túlkaði lögmaðurinn sem óeðlilegan pólitískan þrýsting! Ráðherra gerði rétt Varla getur þetta verið almennt viðhorf í lögmannastéttinni; að það geti talist vera eðlilegt að beiðni frá hinum almenna borgara, fyrirtæki eða stofnun um rannsókn á meintu lögbroti sé óafgreidd í hálfan áratug, en að það þyki aftur á móti í hæsta máta óeðlilegt að ráðherrar málaflokksins stígi fram og mælist til þess að þar til bær yfirvöld fái fyrir sitt leyti botn í slíkt mál. Auðvitað er eðlilegt að ráðherrar hafi skoðun á málum sem undir þá heyra og að þeir geri grein fyrir þeirri skoðun opinberlega og komi á framfæri öllum þeim gögnum sem málið varða. Það stangast engan veginn á við að virða sjálfstæði dómsvaldsins. Í mínum huga var ráðherrann að gera nákvæmlega það sem honum bar að gera; stuðla að því að kærur fengju eðlilega málsmeðferð og niðurstöðu, ekki tiltekna niðurstöðu heldur niðurstöðu yfirleitt. Hitt er svo rétt að værukært dómsvald, værukært Alþingi og værukærar ríkisstjórnir hefðu fyrr mátt átta sig á því að þær eru raunverulega undir gríðarlegum þrýstingi í þessum málaflokki almennt! Sá þrýstingur er að vísu annars eðlis en sá sem lögmaður Smáríkisins skilgreinir sem slíkan. Hagnaðardrifinn þrýstingur Eins og málið blasir við er þrýstingurinn tvenns konar. Annars vegar frá þeim sem vilja óáreittir fá að hagnast á því þvert á lög að selja áfengi framhjá þeirri verslun sem hefur lögbundinn einkarétt til þessa og er í almannaeign. Í Viðskiptablaðinu og á vef RÚV er haft eftir Arnari Sigurðssyni, eiganda Santé, hinn 20. ágúst, að hann telji « löngu tímabært að löggjafinn „gyrði sig í brók“ og viðurkenni orðinn hlut með því að lögleiða smásölu áfengis.» Lögleiða smásöluna? Þetta er sami maður og hefur árum saman haldið því fram að hann hafi hvergi brotið lög. Úr þessari átt hefur ekki aðeins komið þrýstingur heldur hafa þessir aðilar beinlínis tekið lögin í sínar hendur. Lýðheilsudrifinn þrýstingur Á hinn bóginn er svo um að ræða mikinn og vaxandi þrýsting frá heilbrigðisstéttum og forvarnar- og foreldrasamtökum sem hafa ályktað og efnt til ráðstefnuhalds og funda um mikilvægi þess að halda aftur af markaðsöflunum í dreifingu á áfengi til almennrar neyslu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur tekið undir þennan málflutning og lofsamað lýðheilsustefnu íslenskra stjórnvalda. Lítill skilningur á «miklum skoðunum» Úr þessum tveimur áttum kemur þrýstingur á stjórnvöld og sá þrýstingur er mjög raunverulegur, annars vegar þrýstingur þeirra sem vilja hagnast á breyttu fyrirkomulagi í eigin þágu og hins vegar þeirra sem horfa til lýðheilsu og almannahagsmuna. Svo langt sem það nær virðist lögmaður Smáríkisins vera meðvitaður um áherslur forvarnarsamtaka og heilbrigðisstétta en gefur slíkum sjónarmiðum ekki háa einkunn eins og fram kemur í áður ívitnaðri frétt á vef Ríkisútvarpsins: «Pólitíkusar hafa haft miklar skoðanir á þessu og alls konar lýðheilsufræðingar hafa miklar skoðanir á þessu.» Fordæmi Íslands þótti til eftirbreytni Ég hef fylgst vel með þessari umræðu í áranna rás svo og tilraunum heilbrigðisyfirvalda, löggæslu og foreldra- og forvarnarsamtaka til að takmarka markaðságengni með það fyrir augum að takmarka áfengisneyslu, ekki síst hjá unglingum og börnum. Svo vel þótti takast til hjá Íslendingum í átaki sem gert var undir og upp úr síðustu aldamótum að eftir var tekið í þessum geira víða um lönd. Hjá Evrópuráðinu voru Íslendingar fengnir til þess að útskýra frábæran árangur. Vaxandi unglingadrykkja Nú má heyra í fréttum að unglingadrykkja sé á hraðri uppleið. Þeim sem tengdir eru inn á samfélagsmiðlana kemur það ekki á óvart eins mikill og áróðurinn fyrir áfengisdrykkju hefur verið þar. Á undanförnum mánuðum hefur verið boðið upp á afhendingu áfengis á smásölustað eða á heimsendingu til að auðvelda mönnum aðgengið. Á Íslandi eru áfengisauglýsingar bannaðar. Áfengissölunum kemur það ekkert við. Bara úrelt lög, segja þeir og hundsa þau. En hvers vegna auglýsa þeir þennan varning sinn svo ákaft, leggja augljóslega í talsverðan kostnað? Það er vegna þess að þeir vita að með stöðugri hvatningu í auglýsingum má örva söluna og þar með auka drykkjuna. Þetta liggur í augum uppi. Þess vegna var sett bann við auglýsingum. Samhengið Í framhaldinu væri þá eðlilegt að spyrja hvort ekki sé líklegt að samhengi sé á milli ólöglegu áfengissölunnar annars vegar og aukinnar unglingadrykkju hins vegar? Ef svo er hlýtur það að vera einboðið að vínbraskarar og lögmenn þeirra verði ekki látnir taka völdin í landinu og stýra okkur lengra út í þær ógöngur sem þeir hafa átt þátt í að skapa. Gæti þetta verið nokkuð sem fjölmiðlarnir og allir áhrifavaldarnir mættu hugleiða? Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar