„Hjartað rifið úr okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. ágúst 2025 21:37 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, niðurlútur. Vísir/Hulda Margrét Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. Ísland var hársbreidd frá því að leggja Pólverja í kvöld eða í það minnsta bjóða upp á æsispennandi lokamínútur en þess í stað voru íslensku strákarnir flautaðir út úr leiknum og því fannst Craig erfitt að kyngja og sparaði ekki stóru orðin. „Ég er í raun ekki óánægður með tapið heldur hvernig leikurinn endaði. Mér fannst þetta vera algjört helvítis kjaftæði, þeir fengu öll þessi víti upp úr andskotans engu og samræmið ekkert. Þeir kalla flopp á okkur en svo floppa þeir og það er dæmd villa á okkur. Mér finnst vera nóg komið, þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Það er ekki verið að dæma jafnt á báða bóga.“ „Þeir spiluðu fínan leik og unnu. Gott og blessað, ég svekki mig ekki á því. Ég er svekktur með hvernig þetta endaði. Við lögðum allt í sölurnar til að komast aftur inn í leikinn en svo er hjartað rifið úr okkur aftur.“ Klippa: Craig Pedersen eftir leikinn gegn Póllandi Craig var sérstaklega ósáttur við ósamræmið í dómgæslunni. „Líka eins og villan á Tryggvi fyrir ólöglega hindrun. Kannski var það villa en þeir eru að gera sömu hluti en villurnar eru kallaðar á okkur. Þetta er einum of og ótrúlega svekkjandi en ég er mjög stoltur af strákunum.“ „Ég er líka mjög stoltur af því að við séum að spila þetta mót án þess að afhenda góðum Bandaríkjamanni vegabréf. Heldurðu að 28 stigin sem hann skoraði eða hvað það var skipti ekki máli í svona leik? Auðvitað skiptir það máli. Við erum að gera hlutina á réttan hátt og ég var afar stoltur af því hvernig við spiluðum þennan leik. Við sýndum þriðja leikinn í röð að við eigum heima hérna á þessu sviði.“ Valur Páll spurði Craig hvort honum væri eitthvað annað efst í huga en dómgæslan. „Kannski þegar ég hef róað mig niður og horfi á leikinn aftur mun ég sjá hlutina í öðru ljósi en það er eins og allt falli okkur í mót í lokin, allt. Í hvert skipti sem þeir keyra á körfuna er það villa. Þegar Martin keyrir á körfuna, ekkert. Þetta gerðist í gær líka. Það er erfitt að kyngja því að við séum ekki að fá sömu dóma og hin liðin.“ Ísland á leik næst gegn Slóveníu á þriðjudag og þar bíður annað risa verkefni. „Við þurfum að draga djúpt andann og búa okkur undir leikinn gegn Slóveníu. Við þurfum að spila annan góðan leik og vonandi getum við spilað nógu vel til að vinna leik. En ef ekki þá finnst mér það samt skipta miklu máli að spila vel á þessu stóra sviði og leikmennirnir eru að sýna að þeir eiga heima hér.“ EM 2025 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Ísland var hársbreidd frá því að leggja Pólverja í kvöld eða í það minnsta bjóða upp á æsispennandi lokamínútur en þess í stað voru íslensku strákarnir flautaðir út úr leiknum og því fannst Craig erfitt að kyngja og sparaði ekki stóru orðin. „Ég er í raun ekki óánægður með tapið heldur hvernig leikurinn endaði. Mér fannst þetta vera algjört helvítis kjaftæði, þeir fengu öll þessi víti upp úr andskotans engu og samræmið ekkert. Þeir kalla flopp á okkur en svo floppa þeir og það er dæmd villa á okkur. Mér finnst vera nóg komið, þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Það er ekki verið að dæma jafnt á báða bóga.“ „Þeir spiluðu fínan leik og unnu. Gott og blessað, ég svekki mig ekki á því. Ég er svekktur með hvernig þetta endaði. Við lögðum allt í sölurnar til að komast aftur inn í leikinn en svo er hjartað rifið úr okkur aftur.“ Klippa: Craig Pedersen eftir leikinn gegn Póllandi Craig var sérstaklega ósáttur við ósamræmið í dómgæslunni. „Líka eins og villan á Tryggvi fyrir ólöglega hindrun. Kannski var það villa en þeir eru að gera sömu hluti en villurnar eru kallaðar á okkur. Þetta er einum of og ótrúlega svekkjandi en ég er mjög stoltur af strákunum.“ „Ég er líka mjög stoltur af því að við séum að spila þetta mót án þess að afhenda góðum Bandaríkjamanni vegabréf. Heldurðu að 28 stigin sem hann skoraði eða hvað það var skipti ekki máli í svona leik? Auðvitað skiptir það máli. Við erum að gera hlutina á réttan hátt og ég var afar stoltur af því hvernig við spiluðum þennan leik. Við sýndum þriðja leikinn í röð að við eigum heima hérna á þessu sviði.“ Valur Páll spurði Craig hvort honum væri eitthvað annað efst í huga en dómgæslan. „Kannski þegar ég hef róað mig niður og horfi á leikinn aftur mun ég sjá hlutina í öðru ljósi en það er eins og allt falli okkur í mót í lokin, allt. Í hvert skipti sem þeir keyra á körfuna er það villa. Þegar Martin keyrir á körfuna, ekkert. Þetta gerðist í gær líka. Það er erfitt að kyngja því að við séum ekki að fá sömu dóma og hin liðin.“ Ísland á leik næst gegn Slóveníu á þriðjudag og þar bíður annað risa verkefni. „Við þurfum að draga djúpt andann og búa okkur undir leikinn gegn Slóveníu. Við þurfum að spila annan góðan leik og vonandi getum við spilað nógu vel til að vinna leik. En ef ekki þá finnst mér það samt skipta miklu máli að spila vel á þessu stóra sviði og leikmennirnir eru að sýna að þeir eiga heima hér.“
EM 2025 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. 31. ágúst 2025 16:31