Fótbolti

Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Snær Þorvaldsson gat lítið gert í því þegar Lyngby missti niður unnin leik.
Ísak Snær Þorvaldsson gat lítið gert í því þegar Lyngby missti niður unnin leik. Vísir/Viktor Freyr

Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fimmta deildarmark fyrir Lyngby í dönsku b-deildinni í dag en liðið missti frá sér sigurinn.

Middelfart og Lyngby gerðu þá 2-2 jafntefli en eftir þennan leik er Lyngby í fjórða sæti deildarinnar. Stigið dugði Middelfart ekki til að sleppa upp úr botnsæti deildarinnar.

Ísak Snær kom Lyngby í 1-0 á 26. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Frederik Gytkjær.

Lyngby 2-0 yfir og í frábærum málum. Þannig var staðan í meira en fimmtíu mínútur.

Ísak var farinn af velli á 64. mínútu þegar allt var í góðum gír.

Middelfart skoraði hins vegar tvö mörk á síðustu ellefu mínútum leiksins og tryggði sér stig.

Mads Hansen minnkaði muninn á 79. mínútu og Johansen skoraði síðan jöfnunarmarkið á 86. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×