Hvar er Donald Trump? Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2025 10:59 Donald Trump hefur lítið sést undanfarna daga en færslur hafa verið birtar á síðu hans á Truth Social. AP/Jose Luis Magana Hávær umræða á sér nú stað á samfélagsmiðlum vestanhafs um það hvar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé staddur. Hann hefur lítið sést á undanförnum dögum og er opinbert dagatal hans tómt yfir helgina. Margir velta vöngum yfir heilsu forsetans og því hvort hann gæti jafnvel verið dáinn. Trump hefur ekki sést opinberlega frá því á þriðjudaginn, þegar hann sat fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund. Sjá einnig: Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Vert er að taka fram að ekkert bendir í raun til þess að Trump sé látinn eða ekki við góða heilsu. Umræða þessi á sér að mestu stað á samfélagsmiðlum og stórum hluta hennar er varpað fram í gríni. Ummæli um heilsu Trumps eru svo sem ekki ný af nálinni og er sérstaklega hægt að vísa til ummæla um marbletti á hendi hans og ummæla um ökkla forsetans. Umræðan þykir þó mun umfangsmeiri en hún hefur verið áður. Þá hafa ummæli JD Vance, varaforseta, um það hvað hann sé tilbúinn til að taka við embætti af Trump, sem birt voru í gær, ekki hjálpað til við að hægja á umræðunni. Það er þrátt fyrir að Vance hafi ítrekað að Trump, sem er 79 ára gamall, sé við hestaheilsu. Vance: I feel very confident the President is in good shape… If God forbid, there's a terrible tragedy, I can't think of a better on-the-job training than what I've gotten pic.twitter.com/Oc1Ss3HdjW— Acyn (@Acyn) August 30, 2025 Hvíta húsið hefur ekkert sagt um þessa umræðu hingað til. Það hefur vakið athygli að dagatal Trumps er tómt yfir helgina en vissulega er um fríhelgi að ræða, þar sem verkalýðsdagur Bandaríkjanna er haldinn hátíðlegur á mánudaginn. Margir hafa einnig bent á eða gantast með það að umræðan sjálf um það hvort Trump sé lífs eða liðinn sé til marks um ákveðna einræðisstemningu í Bandaríkjunum. Spádómar og vangaveltur um veikindi eða andlát einræðisherra um allan heim er mjög algeng. Einn hluti umræðunnar snýst um að mikið hafi verið að gera hjá pítsastöðum í Washington DC og nærri Pentagon í gærkvöldi og nótt. Það er vaktað á netinu og þykir til marks um að margir hafi verið að vinna langt fram á kvöld. Einhverjum netverjum þótti þetta sönnun þess að Trump væri látinn. Donald Trump hasn’t been seen in public since Tuesday and has no events scheduled all weekend.Where is he? Who’s running the country? pic.twitter.com/ChcUJUv6cb— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) August 30, 2025 Uppfært: Donald Trump var myndaður fyrir utan Hvíta húsið í dag. Þá var hann sagður á leið í golf með barnabarni sínu. Þetta ku vera fyrsta myndin sem tekin er af honum frá því á þriðjudaginn. Trump is alive.📸 Donald Trump and his granddaughter Kai board the motorcade on the South Lawn of the White House, August 30, 2025, en route to Trump National Golf Club in Sterling, Virginia. (Photo by Andrew Caballero-Reynolds / AFP) pic.twitter.com/ONyiwxx7HA— Clash Report (@clashreport) August 30, 2025 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ása og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira
Margir velta vöngum yfir heilsu forsetans og því hvort hann gæti jafnvel verið dáinn. Trump hefur ekki sést opinberlega frá því á þriðjudaginn, þegar hann sat fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund. Sjá einnig: Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Vert er að taka fram að ekkert bendir í raun til þess að Trump sé látinn eða ekki við góða heilsu. Umræða þessi á sér að mestu stað á samfélagsmiðlum og stórum hluta hennar er varpað fram í gríni. Ummæli um heilsu Trumps eru svo sem ekki ný af nálinni og er sérstaklega hægt að vísa til ummæla um marbletti á hendi hans og ummæla um ökkla forsetans. Umræðan þykir þó mun umfangsmeiri en hún hefur verið áður. Þá hafa ummæli JD Vance, varaforseta, um það hvað hann sé tilbúinn til að taka við embætti af Trump, sem birt voru í gær, ekki hjálpað til við að hægja á umræðunni. Það er þrátt fyrir að Vance hafi ítrekað að Trump, sem er 79 ára gamall, sé við hestaheilsu. Vance: I feel very confident the President is in good shape… If God forbid, there's a terrible tragedy, I can't think of a better on-the-job training than what I've gotten pic.twitter.com/Oc1Ss3HdjW— Acyn (@Acyn) August 30, 2025 Hvíta húsið hefur ekkert sagt um þessa umræðu hingað til. Það hefur vakið athygli að dagatal Trumps er tómt yfir helgina en vissulega er um fríhelgi að ræða, þar sem verkalýðsdagur Bandaríkjanna er haldinn hátíðlegur á mánudaginn. Margir hafa einnig bent á eða gantast með það að umræðan sjálf um það hvort Trump sé lífs eða liðinn sé til marks um ákveðna einræðisstemningu í Bandaríkjunum. Spádómar og vangaveltur um veikindi eða andlát einræðisherra um allan heim er mjög algeng. Einn hluti umræðunnar snýst um að mikið hafi verið að gera hjá pítsastöðum í Washington DC og nærri Pentagon í gærkvöldi og nótt. Það er vaktað á netinu og þykir til marks um að margir hafi verið að vinna langt fram á kvöld. Einhverjum netverjum þótti þetta sönnun þess að Trump væri látinn. Donald Trump hasn’t been seen in public since Tuesday and has no events scheduled all weekend.Where is he? Who’s running the country? pic.twitter.com/ChcUJUv6cb— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) August 30, 2025 Uppfært: Donald Trump var myndaður fyrir utan Hvíta húsið í dag. Þá var hann sagður á leið í golf með barnabarni sínu. Þetta ku vera fyrsta myndin sem tekin er af honum frá því á þriðjudaginn. Trump is alive.📸 Donald Trump and his granddaughter Kai board the motorcade on the South Lawn of the White House, August 30, 2025, en route to Trump National Golf Club in Sterling, Virginia. (Photo by Andrew Caballero-Reynolds / AFP) pic.twitter.com/ONyiwxx7HA— Clash Report (@clashreport) August 30, 2025
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ása og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira