Innlent

Til vand­ræða á bar og vopnaður hnífi

Atli Ísleifsson skrifar
Níu manns gista fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina.
Níu manns gista fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Vísir/Einar

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem var til vandræða á bar í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var í annarlegu ástandi og með hníf meðferðis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar, en níu manns gista fangageymslu eftir nóttina.

Í tilkynningunni segir einnig að ökumaður hafi verið stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í framhaldinu hafi hann reynt að hlaupa undan lögreglu, en lögreglumenn höfðu hendur í hári hans eftir „stuttan sprett“. Maðurinn er einnig grunaður um akstur sviptur ökuréttindum ásamt vörslu fíkniefna.

Í miðborg Reykjavíkur var tilkynnt um annan mann sem var til ama á bar og í annarlegu ástandi, en hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. 

Í miðborginni voru sömuleiðis tveir menn handteknir vegna gruns um húsbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×