Fótbolti

Sverrir fagnaði á móti Loga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos spila í Evrópudeildinni í vetur.
Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos spila í Evrópudeildinni í vetur. Getty/Alan Harvey

Sverrir Ingi Ingason fagnaði sigri í einvígi tveggja íslenskra landsliðsmanna í Evrópudeildinni.

Sverrir Ingi og félagar í gríska félaginu Panathinaikos slógu í kvöld út Loga Tómasson og félaga í tyrkneska félaginu Samsunspor.

Samsunspor var á heimavelli í kvöld en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Logi kom Samsunspor í 1-0 í fyrri leiknum en Grikkirnir svöruðu með tveimur mörkum. Þeir fara einmitt áfram á þessum tveimur mörkum eftir leikinn í kvöld.

Logi lék allan leikinn í kvöld og fékk gula spjaldið langt inn í uppbótatíma. Logi reyndi eitt langskot og skapaði eitt færi fyrir liðfélaga sína. Hann kom 65 sinnum við boltann.

Sverrir Ingi sat allan tímann á bekknum.

Panathinaikos verður í Evrópudeildinni í vetur en Samsunspor spilar í Sambandsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×