29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 21:20 Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. vísir/vilhelm Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. Töluvert hefur verið fjallað um aukna einveru og aukinn einmanaleika upp á síðkastið. Skortur á félagslegum tengslum er af ýmsum talið eitt helsta vandamál samtímans. Um 29 prósent heimila skipuð einum aðila Samkvæmt tölfræði frá Evrópusambandinu hefur fjöldi þeirra sem búa einir og án barna aukist töluvert þar síðustu ár. Árið 2016 voru það tæplega 64 milljón manns en á síðasta ári stóð það í 75 milljónum sem gerir um 24,1 prósent heimila. Á Íslandi voru það um 29 prósent heimila árið 2021 sem gerir um 38 þúsund manns. Ingrid Kuhlman, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, segir að þó að einmanaleiki sé vandamál sem beri að taka alvarlega þurfi einvera alls ekki að vera af hinu slæma. „Það er aukning, við sjáum það. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst samfélagsbreytingar og svo líka breytt lífsgildi. Fólk velur einveru, þetta er meðvituð ákvörðun, til að njóta frelsis, til að rækta sjálft sig og til að finna eigin takt.“ Einstæðingar mæti fordómum Mikilvægt sé að gera greinarmun á milli einveru og einmanaleika. Að hennar mati getur fólk sem kýs að vera eitt mætt fordómum. „Það er svolítill þrýstingur á að vera í nánum tengslum og vera í rómantísku sambandi. En við sjáum að það er að breytast.“ Hún segir yngri kynslóðir leggja enn minna upp úr nánum tengslum. „Til dæmis í könnun í Bandaríkjunum 2023 sjáum við að stór hluti, tveir af hverjum fimm, líta á hjónabandið sem úrelta hugmynd. Það kom líka fram hjá bresku hagstofunni að aðeins rétt rúmur helmingur ætlar sér að giftast.“ Hún telur að húsnæðismarkaðurinn þurfi jafnvel að taka mið af því hve margir kjósa að vera einir. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé ekki að reikna með svona mörgum einstaklingsheimilum. Þessar íbúðir sem er verið að byggja. Eru ekki endilega að henta eldri borgurum eða einstaklingum. Það er ekki verið að byggja mikið af litlum íbúðum.“ Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um aukna einveru og aukinn einmanaleika upp á síðkastið. Skortur á félagslegum tengslum er af ýmsum talið eitt helsta vandamál samtímans. Um 29 prósent heimila skipuð einum aðila Samkvæmt tölfræði frá Evrópusambandinu hefur fjöldi þeirra sem búa einir og án barna aukist töluvert þar síðustu ár. Árið 2016 voru það tæplega 64 milljón manns en á síðasta ári stóð það í 75 milljónum sem gerir um 24,1 prósent heimila. Á Íslandi voru það um 29 prósent heimila árið 2021 sem gerir um 38 þúsund manns. Ingrid Kuhlman, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, segir að þó að einmanaleiki sé vandamál sem beri að taka alvarlega þurfi einvera alls ekki að vera af hinu slæma. „Það er aukning, við sjáum það. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst samfélagsbreytingar og svo líka breytt lífsgildi. Fólk velur einveru, þetta er meðvituð ákvörðun, til að njóta frelsis, til að rækta sjálft sig og til að finna eigin takt.“ Einstæðingar mæti fordómum Mikilvægt sé að gera greinarmun á milli einveru og einmanaleika. Að hennar mati getur fólk sem kýs að vera eitt mætt fordómum. „Það er svolítill þrýstingur á að vera í nánum tengslum og vera í rómantísku sambandi. En við sjáum að það er að breytast.“ Hún segir yngri kynslóðir leggja enn minna upp úr nánum tengslum. „Til dæmis í könnun í Bandaríkjunum 2023 sjáum við að stór hluti, tveir af hverjum fimm, líta á hjónabandið sem úrelta hugmynd. Það kom líka fram hjá bresku hagstofunni að aðeins rétt rúmur helmingur ætlar sér að giftast.“ Hún telur að húsnæðismarkaðurinn þurfi jafnvel að taka mið af því hve margir kjósa að vera einir. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé ekki að reikna með svona mörgum einstaklingsheimilum. Þessar íbúðir sem er verið að byggja. Eru ekki endilega að henta eldri borgurum eða einstaklingum. Það er ekki verið að byggja mikið af litlum íbúðum.“
Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira