Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Jón Þór Stefánsson skrifar 28. ágúst 2025 10:54 Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina Hverfisgötu eftir handtökuna. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er grunaður um stórfellda líkamsárás og rán í júní síðastliðnum hefur verið látinn afplána 120 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í fyrra. Maðurinn er sagður hafa bankað upp á hjá manni, ráðist á hann, og síðan elt hann þegar honum tókst að komast undan og beitt frekara ofbeldi. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í júnílok, en var birtur opinberlega nýlega. Árásin sem maðurinn er nú grunaður um er sögð hafa átt sér stað 23. júní síðastliðinn. Hann er grunaður um að hafa knúið dyra á heimili manns og veist að honum með ofbeldi. Hann hafi hrint manninum, kýlt hann ítrekað með krepptum hnefa, og slegið tvisvar í höfuðið með kertastjaka. Þá er hann sagður hafa tekið farsíma og strigaskó mannsins. Réðst aftur á manninn sem hljóp undan Þeim sem varð fyrir árásinni mun hafa tekist að standa á fætur og hlaupa úr íbúðinni. Árásarmaðurinn grunaði er þá sagður hafa hlaupið á eftir honum og tekist að fella hann með því að sparka í fæturna á honum. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa kýlt manninn ítrekað. Í úrskurðinum er haft eftir vitni að hann hafi séð brotaþola, sem hafi verið blóðugur, koma hlaupandi út úr íbúð sinni og svo séð árásarmanninn ráðast á hann á grasbala fyrir framan húsið. Þar hafi árásarmaðurinn kýlt manninn ítrekað og stappað einu sinni á höfði hans meðan hann lá í jörðinni. Fram kemur að lögreglu hafi verið gert viðvart um málið. Skömmu síðar hafi hún komið auga á mann sem passaði við lýsinguna sem hún fékk á árásarmanninum og handtekið manninn sem nú er grunaður um að hafa framið hana. Hann var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Grunaður um fleiri brot Umræddur maður er einnig grunaður um að hafa stolið borvél úr geymslu. Hann mun hafa viðurkennt að hafa farið inn í umrædda geymslu en vildi meina að hann hafi ekki stolið neinu þaðan. Þar að auki er hann grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni með því að hrækja á lögreglumann sem handtók hann eftir meintan borvélastuld. Hann hlaut tvo fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðið sumar. Með brotunum sem hann er nú grunaður um er maðurinn sagður hafa brotið gróflega almennt skilorð reynslulausnarinnar sem hann var á. Því hefur honum verið gert að afplána 120 daga eftirstöðvar refsingarinnar. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem Landsréttur staðfesti í júnílok, en var birtur opinberlega nýlega. Árásin sem maðurinn er nú grunaður um er sögð hafa átt sér stað 23. júní síðastliðinn. Hann er grunaður um að hafa knúið dyra á heimili manns og veist að honum með ofbeldi. Hann hafi hrint manninum, kýlt hann ítrekað með krepptum hnefa, og slegið tvisvar í höfuðið með kertastjaka. Þá er hann sagður hafa tekið farsíma og strigaskó mannsins. Réðst aftur á manninn sem hljóp undan Þeim sem varð fyrir árásinni mun hafa tekist að standa á fætur og hlaupa úr íbúðinni. Árásarmaðurinn grunaði er þá sagður hafa hlaupið á eftir honum og tekist að fella hann með því að sparka í fæturna á honum. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa kýlt manninn ítrekað. Í úrskurðinum er haft eftir vitni að hann hafi séð brotaþola, sem hafi verið blóðugur, koma hlaupandi út úr íbúð sinni og svo séð árásarmanninn ráðast á hann á grasbala fyrir framan húsið. Þar hafi árásarmaðurinn kýlt manninn ítrekað og stappað einu sinni á höfði hans meðan hann lá í jörðinni. Fram kemur að lögreglu hafi verið gert viðvart um málið. Skömmu síðar hafi hún komið auga á mann sem passaði við lýsinguna sem hún fékk á árásarmanninum og handtekið manninn sem nú er grunaður um að hafa framið hana. Hann var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Grunaður um fleiri brot Umræddur maður er einnig grunaður um að hafa stolið borvél úr geymslu. Hann mun hafa viðurkennt að hafa farið inn í umrædda geymslu en vildi meina að hann hafi ekki stolið neinu þaðan. Þar að auki er hann grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni með því að hrækja á lögreglumann sem handtók hann eftir meintan borvélastuld. Hann hlaut tvo fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðið sumar. Með brotunum sem hann er nú grunaður um er maðurinn sagður hafa brotið gróflega almennt skilorð reynslulausnarinnar sem hann var á. Því hefur honum verið gert að afplána 120 daga eftirstöðvar refsingarinnar.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira