Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2025 23:02 Vegurinn yfir Kjöl hefur á köflum verið erfiður í sumar og djúpar holur hafa myndast. Vísir/Lillý Ástand Kjalvegar hefur verið mjög slæmt á köflum í sumar. Ferðaþjónustufólk vill sjá úrbætur á veginum og að sem flestum verði gert kleift að njóta hálendisins. Kjalvegur er annar tveggja þekktustu fjallvega landsins. Hann liggur yfir miðhálendið um Kjöl frá Gullfossvegi í suðri að Svínvetningabraut í Blöndudal í norðri eða alls um 168 kílómetra leið. Vegurinn er að stærstum hluta malarvegur en rúmlega fimmtíu og þrír kílómetrar hans eru niðurgrafnir og nokkuð krókóttir. Þegar fréttastofa var á ferðinni um Kjöl á dögunum var ástandið mjög slæmt og mátti víða sjá djúpar holur. Magnús Orri Schram forstöðumaður nýrra áfangastaða hjá Bláa lóninu segir gestum í Kerlingarfjöllum hafa fjölgað.Vísir/Sigurjón Umferð um veginn hefur aukist töluvert á síðustu árum. Fyrir um tveimur árum var nýtt hótel tekið í notkun í Kerlingarfjöllum og baðstaður, í eigu Bláa lónsins, sem dregur að sér marga gesti. „Það eru bara sífellt fleiri að koma inn í Kerlingarfjöll sem veldur því að álagið á Kili er sífellt að aukast. Holurnar verða fleiri. Við erum í raun og veru í samtali við Vegagerðina um að sinna honum betur en skóinn kreppir hjá Vegagerðinni eins og öðrum og þess vegna er þetta svolítil barátta ég neita því ekki.“ Magnús Orri bendir á að mikil breyting gæti orðið ef vegurinn yrði hækkaður „Við erum ekki að tala um malbikaðan veg upp á hálendi heldur hins vegar að honum sé vel sinnt. Það væri ákjósanlegt ef Kjölur myndi standa aðeins upp úr sínu umhverfi. Hann er í raun og veru að stofni til niðurgrafinn ýtuslóð og það veldur því að fyrsti snjór á Kili sest í veginn og síðasti snjór á Kili fer úr veginum og það veldur miklu álagi. Við myndum svo gjarnan vilja sjá einhverjar vegabætur þar sem malarvegurinn yrði betur úr garði gerður fyrir þá fjölmörgu sem eru að koma upp eftir. Því við lítum svo á að þú átt ekki að þurfa að eiga stóran jeppa til að koma upp á hálendi Íslands.“ Vegagerð Ferðalög Ferðaþjónusta Hrunamannahreppur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Kjalvegur er annar tveggja þekktustu fjallvega landsins. Hann liggur yfir miðhálendið um Kjöl frá Gullfossvegi í suðri að Svínvetningabraut í Blöndudal í norðri eða alls um 168 kílómetra leið. Vegurinn er að stærstum hluta malarvegur en rúmlega fimmtíu og þrír kílómetrar hans eru niðurgrafnir og nokkuð krókóttir. Þegar fréttastofa var á ferðinni um Kjöl á dögunum var ástandið mjög slæmt og mátti víða sjá djúpar holur. Magnús Orri Schram forstöðumaður nýrra áfangastaða hjá Bláa lóninu segir gestum í Kerlingarfjöllum hafa fjölgað.Vísir/Sigurjón Umferð um veginn hefur aukist töluvert á síðustu árum. Fyrir um tveimur árum var nýtt hótel tekið í notkun í Kerlingarfjöllum og baðstaður, í eigu Bláa lónsins, sem dregur að sér marga gesti. „Það eru bara sífellt fleiri að koma inn í Kerlingarfjöll sem veldur því að álagið á Kili er sífellt að aukast. Holurnar verða fleiri. Við erum í raun og veru í samtali við Vegagerðina um að sinna honum betur en skóinn kreppir hjá Vegagerðinni eins og öðrum og þess vegna er þetta svolítil barátta ég neita því ekki.“ Magnús Orri bendir á að mikil breyting gæti orðið ef vegurinn yrði hækkaður „Við erum ekki að tala um malbikaðan veg upp á hálendi heldur hins vegar að honum sé vel sinnt. Það væri ákjósanlegt ef Kjölur myndi standa aðeins upp úr sínu umhverfi. Hann er í raun og veru að stofni til niðurgrafinn ýtuslóð og það veldur því að fyrsti snjór á Kili sest í veginn og síðasti snjór á Kili fer úr veginum og það veldur miklu álagi. Við myndum svo gjarnan vilja sjá einhverjar vegabætur þar sem malarvegurinn yrði betur úr garði gerður fyrir þá fjölmörgu sem eru að koma upp eftir. Því við lítum svo á að þú átt ekki að þurfa að eiga stóran jeppa til að koma upp á hálendi Íslands.“
Vegagerð Ferðalög Ferðaþjónusta Hrunamannahreppur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira