Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. september 2025 23:02 Vegurinn yfir Kjöl hefur á köflum verið erfiður í sumar og djúpar holur hafa myndast. Vísir/Lillý Ástand Kjalvegar hefur verið mjög slæmt á köflum í sumar. Ferðaþjónustufólk vill sjá úrbætur á veginum og að sem flestum verði gert kleift að njóta hálendisins. Kjalvegur er annar tveggja þekktustu fjallvega landsins. Hann liggur yfir miðhálendið um Kjöl frá Gullfossvegi í suðri að Svínvetningabraut í Blöndudal í norðri eða alls um 168 kílómetra leið. Vegurinn er að stærstum hluta malarvegur en rúmlega fimmtíu og þrír kílómetrar hans eru niðurgrafnir og nokkuð krókóttir. Þegar fréttastofa var á ferðinni um Kjöl á dögunum var ástandið mjög slæmt og mátti víða sjá djúpar holur. Magnús Orri Schram forstöðumaður nýrra áfangastaða hjá Bláa lóninu segir gestum í Kerlingarfjöllum hafa fjölgað.Vísir/Sigurjón Umferð um veginn hefur aukist töluvert á síðustu árum. Fyrir um tveimur árum var nýtt hótel tekið í notkun í Kerlingarfjöllum og baðstaður, í eigu Bláa lónsins, sem dregur að sér marga gesti. „Það eru bara sífellt fleiri að koma inn í Kerlingarfjöll sem veldur því að álagið á Kili er sífellt að aukast. Holurnar verða fleiri. Við erum í raun og veru í samtali við Vegagerðina um að sinna honum betur en skóinn kreppir hjá Vegagerðinni eins og öðrum og þess vegna er þetta svolítil barátta ég neita því ekki.“ Magnús Orri bendir á að mikil breyting gæti orðið ef vegurinn yrði hækkaður „Við erum ekki að tala um malbikaðan veg upp á hálendi heldur hins vegar að honum sé vel sinnt. Það væri ákjósanlegt ef Kjölur myndi standa aðeins upp úr sínu umhverfi. Hann er í raun og veru að stofni til niðurgrafinn ýtuslóð og það veldur því að fyrsti snjór á Kili sest í veginn og síðasti snjór á Kili fer úr veginum og það veldur miklu álagi. Við myndum svo gjarnan vilja sjá einhverjar vegabætur þar sem malarvegurinn yrði betur úr garði gerður fyrir þá fjölmörgu sem eru að koma upp eftir. Því við lítum svo á að þú átt ekki að þurfa að eiga stóran jeppa til að koma upp á hálendi Íslands.“ Vegagerð Ferðalög Ferðaþjónusta Hrunamannahreppur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Kjalvegur er annar tveggja þekktustu fjallvega landsins. Hann liggur yfir miðhálendið um Kjöl frá Gullfossvegi í suðri að Svínvetningabraut í Blöndudal í norðri eða alls um 168 kílómetra leið. Vegurinn er að stærstum hluta malarvegur en rúmlega fimmtíu og þrír kílómetrar hans eru niðurgrafnir og nokkuð krókóttir. Þegar fréttastofa var á ferðinni um Kjöl á dögunum var ástandið mjög slæmt og mátti víða sjá djúpar holur. Magnús Orri Schram forstöðumaður nýrra áfangastaða hjá Bláa lóninu segir gestum í Kerlingarfjöllum hafa fjölgað.Vísir/Sigurjón Umferð um veginn hefur aukist töluvert á síðustu árum. Fyrir um tveimur árum var nýtt hótel tekið í notkun í Kerlingarfjöllum og baðstaður, í eigu Bláa lónsins, sem dregur að sér marga gesti. „Það eru bara sífellt fleiri að koma inn í Kerlingarfjöll sem veldur því að álagið á Kili er sífellt að aukast. Holurnar verða fleiri. Við erum í raun og veru í samtali við Vegagerðina um að sinna honum betur en skóinn kreppir hjá Vegagerðinni eins og öðrum og þess vegna er þetta svolítil barátta ég neita því ekki.“ Magnús Orri bendir á að mikil breyting gæti orðið ef vegurinn yrði hækkaður „Við erum ekki að tala um malbikaðan veg upp á hálendi heldur hins vegar að honum sé vel sinnt. Það væri ákjósanlegt ef Kjölur myndi standa aðeins upp úr sínu umhverfi. Hann er í raun og veru að stofni til niðurgrafinn ýtuslóð og það veldur því að fyrsti snjór á Kili sest í veginn og síðasti snjór á Kili fer úr veginum og það veldur miklu álagi. Við myndum svo gjarnan vilja sjá einhverjar vegabætur þar sem malarvegurinn yrði betur úr garði gerður fyrir þá fjölmörgu sem eru að koma upp eftir. Því við lítum svo á að þú átt ekki að þurfa að eiga stóran jeppa til að koma upp á hálendi Íslands.“
Vegagerð Ferðalög Ferðaþjónusta Hrunamannahreppur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira