Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 08:02 Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu. Í Vegvísi að brunabótamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf út í sumar kemur fram að vísbendingar séu um að brunabótamat á landsvísu sé vanmetið um 4-8% sökum þess að eigendur hafi ekki tilkynnt HMS um framkvæmdir, viðbætur eða viðhald fasteigna. Í sumum tilfellum er vanmatið mun meira. Reynslan í kjölfar jarðhræringanna við Grindavík sýnir þetta skýrt, en þar reyndist brunabótamat íbúðarhúsa vera vanmetið um að meðaltali 9,7%. Lögum samkvæmt er það á ábyrgð húseigenda að óska eftir endurmati á forsendum brunabótamats sé ráðist í meiriháttar framkvæmdir, viðbætur og endurbætur á húseignum. Undir þetta geta t.d. fallið endurbætur innanhúss, til að mynda á eldhúsi, baðherbergi eða á ytra byrði fasteigna á borð við viðbyggingar, pallar eða aðrar meiriháttar breytingar. Á vef HMS er hægt að fletta upp fasteignum og finna þar upplýsingar um hvenær endurmat brunabótamats fór síðast fram, ásamt upplýsingum um hvernig óska megi eftir endurmati sé tilefni til. Hefur þú kannað brunabótamat þinnar fasteignar? Miklu skiptir að brunabótamat endurspegli sem best endurstofnverð fasteignar svo það þjóni tilgangi sínum að bæta tjón, en bætur vegna bruna, náttúruhamfara og vatnsleka taka mið af brunabótamati. Brunabótamati er ætlað að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekna fasteign eftir altjón að teknu tilliti til hreinsunar brunarústa og afskrifta vegna aldurs og ástands þannig að fasteignin verði sambærileg og fyrir brunann. Brunabótamat íbúðarhúsnæðis ótengt fasteignamati Rétt er að taka fram að brunabótamat hefur ekki bein áhrif á fasteignamat eða fasteignagjöld íbúðarhúsa en kann í sumum tilfellum að hafa áhrif á fasteignamat atvinnuhúsnæðis. Gjöld sem hið opinbera leggur á samhliða brunatryggingum taka hins vegar mið af brunabótamati, en það eru verulega lágar fjárhæðir í samanburði við fasteignagjöld eða tjónið sem verður ef kemur til bruna og fasteign reynist vantryggð. Þörf á lagabreytingum – takmörkuð úrræði þó mannslífum sé ógnað Í Vegvísinum er að finna tillögur um breytingar á lögum og reglum, sem og tækniumhverfi um brunabótamat, þar sem eru ýmis tækifæri til úrbóta. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa lengi bent á að tilefni sé til að ráðast í endurskoðun á lögum um brunatryggingar sem sett voru fyrir ríflega þremur áratugum. Það snýr ekki síst að úrræðum í kringum búsetu í illa förnum húsum þar sem brunavörnum er verulega ábótavant eða í iðnaðarhúsnæði þar sem lífi íbúa getur verið stefnt í hættu vegna ófullnægjandi brunavarna. Iðgjöld vegna brunatrygginga renna að mestu til hins opinbera Í Vegvísinum kemur fram að stærstur hluti iðgjalda vegna brunatrygginga í dag renni til ríkisins í formi fimm opinberra gjalda. Um er að ræða gjald vegna náttúruhamfaratrygginga, gjald í Ofanflóðasjóð, byggingaöryggisgjald, gjald fyrir afnot af brunabótamati og tengdum kerfum sem og tímabundið gjald vegna varnargarða og hamfara. Kynntu þér málið, áður en það er um seinan Það er gríðarlegt áfall að missa heimili sitt í bruna en lífið verður ekki samt ef fólk missir heilsu eða ástvini. Sé brunabótamatið vanmetið bætist við fjárhagslegt áfall sem hægt er að koma í veg fyrir. Því skiptir miklu að skoða reglulega brunabótamat eigna sinna áður en ófyrirséð áföll dynja á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Þann 4. september næstkomandi standa SFF, HMS, Samtök iðnaðarins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ráðstefnunni Brunavarnir og öryggi til framtíðar – Samhæfð viðbrögð, lagaumgjörð og hlutverk stofnana og atvinnulífs þar sem fjallað verður um málaflokkinn frá ýmsum hliðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Slökkvilið Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu. Í Vegvísi að brunabótamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf út í sumar kemur fram að vísbendingar séu um að brunabótamat á landsvísu sé vanmetið um 4-8% sökum þess að eigendur hafi ekki tilkynnt HMS um framkvæmdir, viðbætur eða viðhald fasteigna. Í sumum tilfellum er vanmatið mun meira. Reynslan í kjölfar jarðhræringanna við Grindavík sýnir þetta skýrt, en þar reyndist brunabótamat íbúðarhúsa vera vanmetið um að meðaltali 9,7%. Lögum samkvæmt er það á ábyrgð húseigenda að óska eftir endurmati á forsendum brunabótamats sé ráðist í meiriháttar framkvæmdir, viðbætur og endurbætur á húseignum. Undir þetta geta t.d. fallið endurbætur innanhúss, til að mynda á eldhúsi, baðherbergi eða á ytra byrði fasteigna á borð við viðbyggingar, pallar eða aðrar meiriháttar breytingar. Á vef HMS er hægt að fletta upp fasteignum og finna þar upplýsingar um hvenær endurmat brunabótamats fór síðast fram, ásamt upplýsingum um hvernig óska megi eftir endurmati sé tilefni til. Hefur þú kannað brunabótamat þinnar fasteignar? Miklu skiptir að brunabótamat endurspegli sem best endurstofnverð fasteignar svo það þjóni tilgangi sínum að bæta tjón, en bætur vegna bruna, náttúruhamfara og vatnsleka taka mið af brunabótamati. Brunabótamati er ætlað að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekna fasteign eftir altjón að teknu tilliti til hreinsunar brunarústa og afskrifta vegna aldurs og ástands þannig að fasteignin verði sambærileg og fyrir brunann. Brunabótamat íbúðarhúsnæðis ótengt fasteignamati Rétt er að taka fram að brunabótamat hefur ekki bein áhrif á fasteignamat eða fasteignagjöld íbúðarhúsa en kann í sumum tilfellum að hafa áhrif á fasteignamat atvinnuhúsnæðis. Gjöld sem hið opinbera leggur á samhliða brunatryggingum taka hins vegar mið af brunabótamati, en það eru verulega lágar fjárhæðir í samanburði við fasteignagjöld eða tjónið sem verður ef kemur til bruna og fasteign reynist vantryggð. Þörf á lagabreytingum – takmörkuð úrræði þó mannslífum sé ógnað Í Vegvísinum er að finna tillögur um breytingar á lögum og reglum, sem og tækniumhverfi um brunabótamat, þar sem eru ýmis tækifæri til úrbóta. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa lengi bent á að tilefni sé til að ráðast í endurskoðun á lögum um brunatryggingar sem sett voru fyrir ríflega þremur áratugum. Það snýr ekki síst að úrræðum í kringum búsetu í illa förnum húsum þar sem brunavörnum er verulega ábótavant eða í iðnaðarhúsnæði þar sem lífi íbúa getur verið stefnt í hættu vegna ófullnægjandi brunavarna. Iðgjöld vegna brunatrygginga renna að mestu til hins opinbera Í Vegvísinum kemur fram að stærstur hluti iðgjalda vegna brunatrygginga í dag renni til ríkisins í formi fimm opinberra gjalda. Um er að ræða gjald vegna náttúruhamfaratrygginga, gjald í Ofanflóðasjóð, byggingaöryggisgjald, gjald fyrir afnot af brunabótamati og tengdum kerfum sem og tímabundið gjald vegna varnargarða og hamfara. Kynntu þér málið, áður en það er um seinan Það er gríðarlegt áfall að missa heimili sitt í bruna en lífið verður ekki samt ef fólk missir heilsu eða ástvini. Sé brunabótamatið vanmetið bætist við fjárhagslegt áfall sem hægt er að koma í veg fyrir. Því skiptir miklu að skoða reglulega brunabótamat eigna sinna áður en ófyrirséð áföll dynja á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Þann 4. september næstkomandi standa SFF, HMS, Samtök iðnaðarins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ráðstefnunni Brunavarnir og öryggi til framtíðar – Samhæfð viðbrögð, lagaumgjörð og hlutverk stofnana og atvinnulífs þar sem fjallað verður um málaflokkinn frá ýmsum hliðum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun