Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Jón Þór Stefánsson skrifar 27. ágúst 2025 17:17 Stefán Blackburn er einn þeirra sem ákærður er í málinu. Vísir/Anton Brink Læknir hjá minnismóttöku Landspítalans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þessi læknir sem mun hafa hitt Hjörleif nokkrum sinnum á síðustu árum, síðast um mánuði fyrir andlát hans, sagði Hjörleif hafa verið greindan með dæmigerða framheilabilun, sem sé nokkuð sjaldgæfur sjúkdómur. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Fólk gæti haldið að um geðsjúkdóm væri að ræða Fyrir dómi sagði umræddur læknir að einkenni Hjörleifs hefðu færst í aukana á síðustu árum. Hann sagði að einkenni sjúkdómsins væru sérstök fyrir þær sakir að utanaðkomandi einstaklingur myndi ekki endilega gruna að viðkomandi væri með heilabilun, hann myndi jafnvel halda að um alvarlegan geðsjúkdóm væri að ræða. Einkenni Hjörleifs hafi til að mynda verið persónuleikabreytingar og hömluleysi. Jafnframt hafi hann sýnt af sér sinnu- og framtaksleysi. Þá er Hjörleifur sagður alltaf hafa verið skapstór, en vegna sjúkdómsins hafi þráðurinn verið styttri en áður. Læknirinn sagði að Hjörleifur hafi, síðast þegar þau hittust, verið óviðeigandi við sig en ekki ógnandi. Auðvelt að teyma út í vitleysu Hann hafi verið farinn að leita að kynferðislegu efni á netinu og átt í samskiptum við aðrar konur, sem hafi sært eiginkonu hans. Um var að ræða hegðun sem hann hafði ekki sýnt áður. Þess má geta að sakborningarnir hafa borið um að hafa tælt Hjörleif upp í bíl með sér í svokallaðri tálbeituaðgerð þar sem þeir hafi þóst vera stúlka undir lögaldri að falast eftir einhverju kynferðislegu. Ekkja hans hafnar því. Hún telur að hann hafi verið að leitast eftir samskiptum við aðra konu þetta kvöld. Læknirinn var spurður hvort veikindi Hjörleifs hefðu verið þess eðlis að auðvelt að teyma hann út í aðstæður sem réði ekki við, eða áttaði sig ekki á. Hann hefði getað verið áhrifagjarn og mögulega auðvelt að villa á sér heimildir og leiða hann út í einhverja vitleysu. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þessi læknir sem mun hafa hitt Hjörleif nokkrum sinnum á síðustu árum, síðast um mánuði fyrir andlát hans, sagði Hjörleif hafa verið greindan með dæmigerða framheilabilun, sem sé nokkuð sjaldgæfur sjúkdómur. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Fólk gæti haldið að um geðsjúkdóm væri að ræða Fyrir dómi sagði umræddur læknir að einkenni Hjörleifs hefðu færst í aukana á síðustu árum. Hann sagði að einkenni sjúkdómsins væru sérstök fyrir þær sakir að utanaðkomandi einstaklingur myndi ekki endilega gruna að viðkomandi væri með heilabilun, hann myndi jafnvel halda að um alvarlegan geðsjúkdóm væri að ræða. Einkenni Hjörleifs hafi til að mynda verið persónuleikabreytingar og hömluleysi. Jafnframt hafi hann sýnt af sér sinnu- og framtaksleysi. Þá er Hjörleifur sagður alltaf hafa verið skapstór, en vegna sjúkdómsins hafi þráðurinn verið styttri en áður. Læknirinn sagði að Hjörleifur hafi, síðast þegar þau hittust, verið óviðeigandi við sig en ekki ógnandi. Auðvelt að teyma út í vitleysu Hann hafi verið farinn að leita að kynferðislegu efni á netinu og átt í samskiptum við aðrar konur, sem hafi sært eiginkonu hans. Um var að ræða hegðun sem hann hafði ekki sýnt áður. Þess má geta að sakborningarnir hafa borið um að hafa tælt Hjörleif upp í bíl með sér í svokallaðri tálbeituaðgerð þar sem þeir hafi þóst vera stúlka undir lögaldri að falast eftir einhverju kynferðislegu. Ekkja hans hafnar því. Hún telur að hann hafi verið að leitast eftir samskiptum við aðra konu þetta kvöld. Læknirinn var spurður hvort veikindi Hjörleifs hefðu verið þess eðlis að auðvelt að teyma hann út í aðstæður sem réði ekki við, eða áttaði sig ekki á. Hann hefði getað verið áhrifagjarn og mögulega auðvelt að villa á sér heimildir og leiða hann út í einhverja vitleysu.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent