Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 28. ágúst 2025 07:32 Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) birtist áhugaverð samantekt á þróun húsnæðisbóta og leiguverðs.[1] Þar kemur fram að hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði er nú orðið hér um bil það sama og í júlí 2023, þrátt fyrir að húsnæðisbætur hafi verið hækkaðar um 25% í júní 2024. Með öðrum orðum þá bætti bótahækkunin hag leigjenda aðeins til skamms tíma og hafa áhrifin gengið til baka á einu ári vegna leiguverðshækkana í kjölfarið. Mynd 1 úr skýrslu HMS (ágúst 2025): Áhrif hærri húsnæðisbóta frá 2024 hafa nú gengið til baka vegna hækkunar leiguverðs Umsvifamikið bótakerfi stækkað Húsnæðisbætur hækkuðu um fjórðung þann 1. júní 2024 og var sú hækkun hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til að styðja við gerð kjarasamninga það ár. Yfirlýst markmið hækkunarinnar var að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda. Áætlaður kostnaður við hækkunina nam 2,5 ma.kr., en heildarkostnaður við húsnæðisbætur er áætlaður 11,5 ma.kr. á þessu ári. Í skýrslu HMS kemur fram að árið 2024 hafi stofnunin greitt út húsnæðisbætur til 21.000 heimila. Í lok árs voru tæplega 22.000 leigusamningar skráðir hjá HMS, svo húsnæðisbótakerfið nær til stórs hluta leigumarkaðarins.[2] Skilyrði útvíkkuð gegn ráðleggingum AGS Auk hækkunar húsnæðisbóta voru tekju- og eignaviðmið jafnframt útvíkkuð. Í júlí síðastliðnum voru 150 umsóknir um húsnæðisbætur samþykktar sem hefði verið hafnað fyrir lagabreytinguna vegna hárra tekna eða mikilla eigna.[3] Þessi útvíkkun á tekju- og eignaviðmiðum, sem fjölgaði húsnæðisbótaþegum á Íslandi, gengur í berhögg við ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í sérstakri skýrslu sem stofnunin gerði um húsnæðismarkaðinn á Íslandi.[4] Þar segir að skilvirkara væri að beina húsnæðisstuðningi til betur afmarkaðs hóps. Í því samhengi bendir AGS á að um 20% af húsnæðisbótum á Íslandi renna til fólks í 5. og 6. tekjutíund, þ.e. um eða yfir millitekjum og segir tækifæri til afmarka stuðninginn betur þannig að hann nýtist helst tekjulágum heimilum. Framangreind útvíkkun fjölgaði fyrst og fremst bótaþegum í efri tekjutíundum og vann þannig gegn ráðleggingum AGS. Útvíkkun þynnir út ábata þeirra tekjulægstu Það á ekki að koma á óvart að hækkun húsnæðisbóta og útvíkkun tekju- og eignaviðmiða hafi ekki bætt hag leigjenda til lengri tíma litið. Ef stuðningur er veittur til verulegs hlutfalls kaupenda á markaði þar sem framboð breytist lítið nema yfir lengri tíma, líkt og raunin er á leigumarkaði, mun stuðningurinn leiða til verðhækkana. Hækkanirnar orsakast af því að leiguíbúðum hefur ekki fjölgað, en mögulegir leigjendur fá hærri bætur en áður og eru því í stöðu til að greiða hærra verð. Þeir sem helst hagnast á skammsýnni stefnu líkt og hér um ræðir eru því leigusalar frekar en leigjendur og stefnubreytingin skilaði þannig ekki tilætluðum árangri. Raunverulegar umbætur sitja á hakanum Lítið hefur bólað á umbótum, líkt og aukinni skilvirkni í stjórnsýslu húsnæðis- og byggingamála, sem raunverulega geta stuðlað að auknu framboði og þar með betri kjörum fyrir leigjendur. Lesendur hafa eflaust tekið eftir að höfundur er hrifinn af ráðleggingum AGS í húsnæðismálum, en stofnunin hefur sagt að allt kapp ætti að vera lagt á að auka framleiðni í byggingargeiranum með umbótum í stjórnsýslu og lagalegri umgjörð hans. Þar má nefna aðgerðir líkt og að einfalda og skýra regluverk í kringum skipulag, létta á stjórnsýslubyrði, stytta leiðina að útgáfu byggingarleyfa og færa leyfisveitingar og eftirlit undir sama hatt, sem hefur gefist vel erlendis.[5] Gott er að muna að peningar leysa ekki allan vanda, heldur er yfirleitt þörf á að horfa heildstætt á hlutina og hugsa mörg skref fram í tímann, áður en að veski skattgreiðenda er opnað. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs. [1] Mánaðarskýrsla HMS frá því í ágúst. Slóð: https://hms.is/skyrslur/manadarskyrsla-agust-25 [2] Fjöldi leigusamninga í lok árs segir ekki alla söguna hér, þar sem ætla má að einhverjir hafi aðeins þegið bætur hluta úr ári og gera má ráð fyrir því að einhver hluti leigusamninga sé óskráður. [3] Mánaðarskýrsla HMS frá því í ágúst. Slóð: https://hms.is/skyrslur/manadarskyrsla-agust-25 [4] Skýrsla AGS um húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Slóð: https://www.imf.org/en/Publications/CR/Issues/2022/06/27/Iceland-Selected-Issues-519998 [5]Skýrsla AGS um stöðu íslenska hagkerfisins frá 2022. Slóð: https://www.imf.org/en/Publications/CR/Issues/2022/06/27/Iceland-2022-Article-IV-Consultation-Press-Release-and-Staff-Report-519993 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) birtist áhugaverð samantekt á þróun húsnæðisbóta og leiguverðs.[1] Þar kemur fram að hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði er nú orðið hér um bil það sama og í júlí 2023, þrátt fyrir að húsnæðisbætur hafi verið hækkaðar um 25% í júní 2024. Með öðrum orðum þá bætti bótahækkunin hag leigjenda aðeins til skamms tíma og hafa áhrifin gengið til baka á einu ári vegna leiguverðshækkana í kjölfarið. Mynd 1 úr skýrslu HMS (ágúst 2025): Áhrif hærri húsnæðisbóta frá 2024 hafa nú gengið til baka vegna hækkunar leiguverðs Umsvifamikið bótakerfi stækkað Húsnæðisbætur hækkuðu um fjórðung þann 1. júní 2024 og var sú hækkun hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til að styðja við gerð kjarasamninga það ár. Yfirlýst markmið hækkunarinnar var að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda. Áætlaður kostnaður við hækkunina nam 2,5 ma.kr., en heildarkostnaður við húsnæðisbætur er áætlaður 11,5 ma.kr. á þessu ári. Í skýrslu HMS kemur fram að árið 2024 hafi stofnunin greitt út húsnæðisbætur til 21.000 heimila. Í lok árs voru tæplega 22.000 leigusamningar skráðir hjá HMS, svo húsnæðisbótakerfið nær til stórs hluta leigumarkaðarins.[2] Skilyrði útvíkkuð gegn ráðleggingum AGS Auk hækkunar húsnæðisbóta voru tekju- og eignaviðmið jafnframt útvíkkuð. Í júlí síðastliðnum voru 150 umsóknir um húsnæðisbætur samþykktar sem hefði verið hafnað fyrir lagabreytinguna vegna hárra tekna eða mikilla eigna.[3] Þessi útvíkkun á tekju- og eignaviðmiðum, sem fjölgaði húsnæðisbótaþegum á Íslandi, gengur í berhögg við ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í sérstakri skýrslu sem stofnunin gerði um húsnæðismarkaðinn á Íslandi.[4] Þar segir að skilvirkara væri að beina húsnæðisstuðningi til betur afmarkaðs hóps. Í því samhengi bendir AGS á að um 20% af húsnæðisbótum á Íslandi renna til fólks í 5. og 6. tekjutíund, þ.e. um eða yfir millitekjum og segir tækifæri til afmarka stuðninginn betur þannig að hann nýtist helst tekjulágum heimilum. Framangreind útvíkkun fjölgaði fyrst og fremst bótaþegum í efri tekjutíundum og vann þannig gegn ráðleggingum AGS. Útvíkkun þynnir út ábata þeirra tekjulægstu Það á ekki að koma á óvart að hækkun húsnæðisbóta og útvíkkun tekju- og eignaviðmiða hafi ekki bætt hag leigjenda til lengri tíma litið. Ef stuðningur er veittur til verulegs hlutfalls kaupenda á markaði þar sem framboð breytist lítið nema yfir lengri tíma, líkt og raunin er á leigumarkaði, mun stuðningurinn leiða til verðhækkana. Hækkanirnar orsakast af því að leiguíbúðum hefur ekki fjölgað, en mögulegir leigjendur fá hærri bætur en áður og eru því í stöðu til að greiða hærra verð. Þeir sem helst hagnast á skammsýnni stefnu líkt og hér um ræðir eru því leigusalar frekar en leigjendur og stefnubreytingin skilaði þannig ekki tilætluðum árangri. Raunverulegar umbætur sitja á hakanum Lítið hefur bólað á umbótum, líkt og aukinni skilvirkni í stjórnsýslu húsnæðis- og byggingamála, sem raunverulega geta stuðlað að auknu framboði og þar með betri kjörum fyrir leigjendur. Lesendur hafa eflaust tekið eftir að höfundur er hrifinn af ráðleggingum AGS í húsnæðismálum, en stofnunin hefur sagt að allt kapp ætti að vera lagt á að auka framleiðni í byggingargeiranum með umbótum í stjórnsýslu og lagalegri umgjörð hans. Þar má nefna aðgerðir líkt og að einfalda og skýra regluverk í kringum skipulag, létta á stjórnsýslubyrði, stytta leiðina að útgáfu byggingarleyfa og færa leyfisveitingar og eftirlit undir sama hatt, sem hefur gefist vel erlendis.[5] Gott er að muna að peningar leysa ekki allan vanda, heldur er yfirleitt þörf á að horfa heildstætt á hlutina og hugsa mörg skref fram í tímann, áður en að veski skattgreiðenda er opnað. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs. [1] Mánaðarskýrsla HMS frá því í ágúst. Slóð: https://hms.is/skyrslur/manadarskyrsla-agust-25 [2] Fjöldi leigusamninga í lok árs segir ekki alla söguna hér, þar sem ætla má að einhverjir hafi aðeins þegið bætur hluta úr ári og gera má ráð fyrir því að einhver hluti leigusamninga sé óskráður. [3] Mánaðarskýrsla HMS frá því í ágúst. Slóð: https://hms.is/skyrslur/manadarskyrsla-agust-25 [4] Skýrsla AGS um húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Slóð: https://www.imf.org/en/Publications/CR/Issues/2022/06/27/Iceland-Selected-Issues-519998 [5]Skýrsla AGS um stöðu íslenska hagkerfisins frá 2022. Slóð: https://www.imf.org/en/Publications/CR/Issues/2022/06/27/Iceland-2022-Article-IV-Consultation-Press-Release-and-Staff-Report-519993
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun