Körfubolti

EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hita­bylgju

Sindri Sverrisson skrifar
Valur Páll í leddaranum góða sem verður líklega ekki notaður aftur í Katowice. Henry Birgir skilur ekkert í þessari vitleysu.
Valur Páll í leddaranum góða sem verður líklega ekki notaður aftur í Katowice. Henry Birgir skilur ekkert í þessari vitleysu. vísir/hulda margrét

EM í körfubolta, EuroBasket, hefst á morgun og fyrsti þáttur af EM í dag er lentur frá Katowice.

Henry Birgir Gunnarsson, Valur Páll Eiríksson, Sigurður Már Davíðsson tökumaður og Hulda Margrét Óladóttir ljósmyndari eru teymi Sýnar í Katowice og munu færa ykkur allt það helsta frá mótinu.

Í fyrsta þætti af EM í dag er farið um víðan völl. Meðal annars rætt af hverju í ósköpunum Valur Páll hafi tekið leðurjakka með sér í hitabylgjuna í Póllandi.

Henry Birgir var á EM í handbolta á þessum sama stað fyrir níu árum og sagðist þá aldrei aftur ætla til Katowice sem honum fannst vera versta borg í heimi. Ætli hann hafi skipt um skoðun?

Okkar menn hittu strákana okkar í morgun og segja okkur allt það helsta frá Fan Zone í Katowice sem opnar formlega á morgun.

Klippa: EM í dag: Fyrsti þáttur

Ísland spilar við Ísrael klukkan 12.00 á morgun og verður fylgst með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×