Körfubolti

Strákarnir ekki fengið neinar hótanir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Martin Hermannsson og félagar í körfuboltalandsliðinu eru með fókus á leiknum gegn Ísrael.
Martin Hermannsson og félagar í körfuboltalandsliðinu eru með fókus á leiknum gegn Ísrael. vísir/hulda margrét

Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM í körfubolta á morgun gegn Ísrael en ýmislegt hefur gengið á í aðdraganda leiksins.

Meðal annars var skorað á liðið að mæta ekki til leiks en af því verður ekki. KKÍ sagði í yfirlýsingu fyrir mót að sambandið hefði beitt sér fyrir því að Ísrael yrði sett í keppnisbann en fékk ekki mikinn hljómgrunn við þeirri hugmynd.

Mikil og ströng öryggisgæsla er í kringum lið Ísraels hér í Katowice og voru einhver mótmæli fyrir utan hótel liðsins í morgun. Að sama skapi hafa leikmenn Ísraels almennt verið beðnir um að láta lítið fyrir sér fara.

Ísraelska liðið er á hóteli með Slóvenum og Frökkum og það er ekkert hægðarmál að komast þangað inn. Íslenska liðið datt aftur á móti í lukkupottinn og er á hóteli með Póllandi og þar er engin öryggisgæsla og allt heimilislegt.

Við hittum leikmenn liðsins á hóteli þeirra í morgun og var góður andi í liðinu og virtist fátt trufla okkar menn sem létu vel af sér.

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik gekk í gegnum ýmislegt fyrir sinn leik gegn Ísrael fyrr á árinu og fengu leikmenn meðal annars send skilaboð og hótanir. Strákarnir í körfuboltalandsliðinu sögðust ekki hafa lent í neinu slíku í aðdraganda leiksins á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×