Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2025 09:17 Kafari leitar að steinaldarminjum á botni Árósaflóa, vopnaður nokkurs konar neðansjávarryksugu. AP/Søren Christian Bech Steinverkfæri, örvaroddar og dýrabein eru á meðal þess sem kafarar hafa fundið í leifum steinaldarbyggðar á botni Árósaflóa í Danmörku í sumar. Byggðin fór á kaf þegar sjávarstaða hækkaði hratt eftir síðustu ísöld. Uppgröfturinn er hluti af alþjóðlegu verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar til þess að kortleggja hafsbotninn í Eystrasalti og Norðursjó. Markmið þess er að finna mannabyggðir frá miðri steinöld og kanna landsvæði sem fór undir sjó fyrir þúsundum ára. Flestar mannvistarleifar frá steinöld sem hafa fundist í Danmörku til þessa hafa verið inni í landi. Minjarnar sem fundust í Árósaflóa í sumar voru á um átta metra dýpi rétt utan við ströndina. „Hér erum við í raun og veru með gamla strandlengju. Við erum með byggð sem var beint við strandlengjuna. Við erum að reyna að komast að því hér hvernig lífið var í strandbyggðum,“ segir Peter Moe Astrup, danskur fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum við Árósar, við AP-fréttastofuna. Eins og tíminn hafi stöðvast Sjávarstaða hækkaði hratt þegar síðustu ísöld sleppti. Jöklar sem þökktu stóran hluta norðurhvels bráðnuðu og áætlað er að yfirborð sjávar hafi hækkað um um það bil tvo metra á öld fyrir um 8.500 árum, að sögn Moe Astrup. Við þessar breytingar fóru mannabyggðir á steinöld undir vatn og fólk færði sig lengra upp á land. Minjarnar sem það skildi eftir sig eru vel varðveittar. „Þetta er eins og tímahylki. Þegar sjávarstaðan hækkaði var allt varðveitt í súrefnislausu umhverfi. Tíminn bara stöðvaðist,“ segir fornleifafræðingurinn. Vísindamaður skoðar trjábol sem fór undir sjó fyrir um 8.500 árum í smásjá á safni í Árósum í Danmörku.AP/James Brooks Til viðbótar við það sem hefur þegar fundist á hafsbotninum vonast vísindamennirnir til þess að finna skutla, króka eða aðrar leifar um fiskveiðar frá þessum forsögulega tíma. Varpar ljósi á hvernig sjávarstaða hækkaði Rannsóknirnar varpa einnig frekara ljósi á hvernig sjávarstaðan hækkaði við lok síðustu ísaldar. Vísindamennirnir nota leifar af trjám sem finnast á hafsbotninum og trjáhringi þeirra til þess að áætla hvenær trén drápust þegar þau fóru undir vatn með mikilli nákvæmni. Þetta hefur ekki síst þýðingu nú þegar sjávarstaða á jörðinni hækkar aftur, nú vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Áætlað er að hún nemi um 4,3 sentímetrum á áratug að meðaltali og mun aðeins hækka hraðar eftir því sem stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram. Peter Moe Astrup, fornleifafræðingur, skoðar agnarsmátt dýrabein sem fannst í leifum steinaldarbyggðar á hafsbotni við Árósa.AP/James Brooks Tímabil ísalda og hlýskeiða á jörðinni síðustu 2,6 milljón árin orsakast af náttúrulegum sveiflum í sporbraut og möndulhalla jarðar auk vaggi í snúningsási hennar. Þessar sveiflur, sem eru nefndar Mílankovitsjsveiflur, hafa áhrif á dreifingu sólarljóss og þannig á loftslag jarðar á tímaskala sem er mældur í allt frá tugum þúsunda og upp í hundruð þúsunda ára. Danmörk Fornminjar Loftslagsmál Hafið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Uppgröfturinn er hluti af alþjóðlegu verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar til þess að kortleggja hafsbotninn í Eystrasalti og Norðursjó. Markmið þess er að finna mannabyggðir frá miðri steinöld og kanna landsvæði sem fór undir sjó fyrir þúsundum ára. Flestar mannvistarleifar frá steinöld sem hafa fundist í Danmörku til þessa hafa verið inni í landi. Minjarnar sem fundust í Árósaflóa í sumar voru á um átta metra dýpi rétt utan við ströndina. „Hér erum við í raun og veru með gamla strandlengju. Við erum með byggð sem var beint við strandlengjuna. Við erum að reyna að komast að því hér hvernig lífið var í strandbyggðum,“ segir Peter Moe Astrup, danskur fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum við Árósar, við AP-fréttastofuna. Eins og tíminn hafi stöðvast Sjávarstaða hækkaði hratt þegar síðustu ísöld sleppti. Jöklar sem þökktu stóran hluta norðurhvels bráðnuðu og áætlað er að yfirborð sjávar hafi hækkað um um það bil tvo metra á öld fyrir um 8.500 árum, að sögn Moe Astrup. Við þessar breytingar fóru mannabyggðir á steinöld undir vatn og fólk færði sig lengra upp á land. Minjarnar sem það skildi eftir sig eru vel varðveittar. „Þetta er eins og tímahylki. Þegar sjávarstaðan hækkaði var allt varðveitt í súrefnislausu umhverfi. Tíminn bara stöðvaðist,“ segir fornleifafræðingurinn. Vísindamaður skoðar trjábol sem fór undir sjó fyrir um 8.500 árum í smásjá á safni í Árósum í Danmörku.AP/James Brooks Til viðbótar við það sem hefur þegar fundist á hafsbotninum vonast vísindamennirnir til þess að finna skutla, króka eða aðrar leifar um fiskveiðar frá þessum forsögulega tíma. Varpar ljósi á hvernig sjávarstaða hækkaði Rannsóknirnar varpa einnig frekara ljósi á hvernig sjávarstaðan hækkaði við lok síðustu ísaldar. Vísindamennirnir nota leifar af trjám sem finnast á hafsbotninum og trjáhringi þeirra til þess að áætla hvenær trén drápust þegar þau fóru undir vatn með mikilli nákvæmni. Þetta hefur ekki síst þýðingu nú þegar sjávarstaða á jörðinni hækkar aftur, nú vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Áætlað er að hún nemi um 4,3 sentímetrum á áratug að meðaltali og mun aðeins hækka hraðar eftir því sem stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram. Peter Moe Astrup, fornleifafræðingur, skoðar agnarsmátt dýrabein sem fannst í leifum steinaldarbyggðar á hafsbotni við Árósa.AP/James Brooks Tímabil ísalda og hlýskeiða á jörðinni síðustu 2,6 milljón árin orsakast af náttúrulegum sveiflum í sporbraut og möndulhalla jarðar auk vaggi í snúningsási hennar. Þessar sveiflur, sem eru nefndar Mílankovitsjsveiflur, hafa áhrif á dreifingu sólarljóss og þannig á loftslag jarðar á tímaskala sem er mældur í allt frá tugum þúsunda og upp í hundruð þúsunda ára.
Danmörk Fornminjar Loftslagsmál Hafið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“