Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 20:49 Sigurður Ingi segir það augljóst að ekki sé verið að framfylgja lögunum miðað við að leigubílaástand hafi komið upp um ári eftir að lögin voru sett. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi innviðaráðherra segist sjálfur hafa talað fyrir stöðvaskyldu leigubílstjóra, en hafi verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum, fjölmiðlum og EES við að ná frumvarpi um leigubílstjóra í gegnum þingið. Hann segir eftirlitsaðila ekki vera að framfylgja lögunum. „Þegar ég kem inn í ráðuneytið þá er þar starfshópur að störfum sem að forveri minn, Jón Gunnarsson, setti af stað sem fjallaði um að bregðast við þessum alþjóðlegu skuldbindingum okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var til viðtals um stöðu mála á leigubílamarkaðinum á Íslandi. Þar vísar hann í kröfu EES-samningsins um að leggja skyldi niður takmarknir um fjölda útgefinna leyfa til leigubílaaksturs ár hvert. Í umræddum starfshóp, sem lauk störfum árið 2017, hafi verið fulltrúar Bifreiðafélagsins Fylkis og Frama. Er hópurinn lauk störfum lagði Sigurður fram frumvarp um að fella niður fjöldatakmarkanir í leigubílastéttinni, með áherslu á að taka tillit til óska bifreiðafélaganna. „Ég lagði það frumvarp fram, það varð nú ekki að lögum,“ sagði Sigurður en það tók fjórar tilraunir að koma frumvarpinu í gegnum þingið. „Þetta frumvarp varð ekki að lögum á þessu þingi. Næst var komið Covid og ég lagði það fram fyrst og fremst til að fá frið frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, og það gerðist sama árið eftir. Í bæði skiptin tók þingið það til umfjöllunar. Þá var pressa frá Evrópu um að við þyrftum að ganga lengra og þar inni á þingi voru þingmenn sem voru að spyrja mig um þetta og vildu ganga lengra, þingmenn Viðreisnar sérstaklega, og Pírata.“ Sigurður segir að þingmenn hafi viljað fella niður stöðvaskyldu, skyldan að ökumenn leigubíla þurfi að hafa afgreiðslu á leigubílastöð sem hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu. Hann segist einnig hafa fundið fyrir slíkum þrýstingi frá fjölmiðlum. Á þeim tíma sem starfshópurinn lauk starfi sínu hafi verið mikið ástand á leigubílamarkaðinum. „Ég veit ekki hversu oft ég var spurður hvort við ætluðum að leyfa Uber og Lyft. Ég sagði að við værum ekki að búa til frumvarp fyrir Uber og Lyft heldur breyta þessum fjöldatakmörkunum. Ef að þau geta uppfyllt öll önnur skilyrði eins og hver annar. Þau eru ekki komin eins og við vitum.“ Eftirlitsaðilar hafi farið forgörðum Sigurður segir lögin, sem loks náðu í gegnum þingið árið 2022 og tóku gildi 2023, gera kröfu til þess að framkvæma þurfi bakgrunnsathugun til þess að fá leyfi til leigubílaaksturs frá Samgöngustofu auk annarra skilyrða. Hann segir að þar sem gengið hafi vel á leigubílamarkaðinum í um ár eftir að lögin voru sett hafi eitthvað farið forgörðum hjá eftirlitsaðilum, líkt og Samgöngustofu eða lögreglunni. Viltu þá meina Sigurður að það er ekki verið að framfylgja lögunum? „Það er augljóst,“ svarar Sigurður. Að Samgöngustofa og lögregla séu ekki að framfylgja þessu sem var sett í lög? „Augljóslega ekki, hvort sem það er flókið eða erfitt en það er augljóslega það sem ætti að grípa til fyrst.“ Sammála um stöðvaskylduna Sigurður segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að viðhalda ætti stöðvaskyldunni. Hún geti hjálpað til við að laga stöðuna á leigubílamarkaði á Íslandi sem sé orðin óeðlileg. Slíkri breytingu segist Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, einnig hafa talað fyrir. „Ég lagði það til við nefndina þrátt fyrir að í síðasta frumvarpinu sem var lagt fram, þá var nefndin búin að fjalla um þetta þrisvar vegna þess að þar voru aðilar sem vildu ganga lengra og voru tilbúinir að fella það niður,“ segir Sigurður. „Ég kallaði eftir því að nefndin myndi skoða það sérstaklega vegna þess að Norðurlöndin voru búin að fara í þetta ferli nokkrum árum fyrr. Það var aðeins munur á hversu langt þeir gengu, Svíar og Finnar gengu miklu lengra og þar fór allt í bál og brand.“ Leigubílar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þegar ég kem inn í ráðuneytið þá er þar starfshópur að störfum sem að forveri minn, Jón Gunnarsson, setti af stað sem fjallaði um að bregðast við þessum alþjóðlegu skuldbindingum okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var til viðtals um stöðu mála á leigubílamarkaðinum á Íslandi. Þar vísar hann í kröfu EES-samningsins um að leggja skyldi niður takmarknir um fjölda útgefinna leyfa til leigubílaaksturs ár hvert. Í umræddum starfshóp, sem lauk störfum árið 2017, hafi verið fulltrúar Bifreiðafélagsins Fylkis og Frama. Er hópurinn lauk störfum lagði Sigurður fram frumvarp um að fella niður fjöldatakmarkanir í leigubílastéttinni, með áherslu á að taka tillit til óska bifreiðafélaganna. „Ég lagði það frumvarp fram, það varð nú ekki að lögum,“ sagði Sigurður en það tók fjórar tilraunir að koma frumvarpinu í gegnum þingið. „Þetta frumvarp varð ekki að lögum á þessu þingi. Næst var komið Covid og ég lagði það fram fyrst og fremst til að fá frið frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, og það gerðist sama árið eftir. Í bæði skiptin tók þingið það til umfjöllunar. Þá var pressa frá Evrópu um að við þyrftum að ganga lengra og þar inni á þingi voru þingmenn sem voru að spyrja mig um þetta og vildu ganga lengra, þingmenn Viðreisnar sérstaklega, og Pírata.“ Sigurður segir að þingmenn hafi viljað fella niður stöðvaskyldu, skyldan að ökumenn leigubíla þurfi að hafa afgreiðslu á leigubílastöð sem hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu. Hann segist einnig hafa fundið fyrir slíkum þrýstingi frá fjölmiðlum. Á þeim tíma sem starfshópurinn lauk starfi sínu hafi verið mikið ástand á leigubílamarkaðinum. „Ég veit ekki hversu oft ég var spurður hvort við ætluðum að leyfa Uber og Lyft. Ég sagði að við værum ekki að búa til frumvarp fyrir Uber og Lyft heldur breyta þessum fjöldatakmörkunum. Ef að þau geta uppfyllt öll önnur skilyrði eins og hver annar. Þau eru ekki komin eins og við vitum.“ Eftirlitsaðilar hafi farið forgörðum Sigurður segir lögin, sem loks náðu í gegnum þingið árið 2022 og tóku gildi 2023, gera kröfu til þess að framkvæma þurfi bakgrunnsathugun til þess að fá leyfi til leigubílaaksturs frá Samgöngustofu auk annarra skilyrða. Hann segir að þar sem gengið hafi vel á leigubílamarkaðinum í um ár eftir að lögin voru sett hafi eitthvað farið forgörðum hjá eftirlitsaðilum, líkt og Samgöngustofu eða lögreglunni. Viltu þá meina Sigurður að það er ekki verið að framfylgja lögunum? „Það er augljóst,“ svarar Sigurður. Að Samgöngustofa og lögregla séu ekki að framfylgja þessu sem var sett í lög? „Augljóslega ekki, hvort sem það er flókið eða erfitt en það er augljóslega það sem ætti að grípa til fyrst.“ Sammála um stöðvaskylduna Sigurður segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að viðhalda ætti stöðvaskyldunni. Hún geti hjálpað til við að laga stöðuna á leigubílamarkaði á Íslandi sem sé orðin óeðlileg. Slíkri breytingu segist Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, einnig hafa talað fyrir. „Ég lagði það til við nefndina þrátt fyrir að í síðasta frumvarpinu sem var lagt fram, þá var nefndin búin að fjalla um þetta þrisvar vegna þess að þar voru aðilar sem vildu ganga lengra og voru tilbúinir að fella það niður,“ segir Sigurður. „Ég kallaði eftir því að nefndin myndi skoða það sérstaklega vegna þess að Norðurlöndin voru búin að fara í þetta ferli nokkrum árum fyrr. Það var aðeins munur á hversu langt þeir gengu, Svíar og Finnar gengu miklu lengra og þar fór allt í bál og brand.“
Leigubílar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira