Íslenski boltinn

Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í kvöld.
Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í kvöld. vísir/Diego

Stjarnan sigraði KR á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar eftir föst leikatriði.

„Það var fínt að skora tvö mörk í dag eftir hornspyrnu, það var gaman. Við vorum ekki góðir í dag. Ég var mjög ósáttur með spilamennskuna. Við tökum þessa þrjá punkta, sterka punkta og förum brosandi heim,“ sagði Örvar Eggertsson, markaskorari Stjörnunnar, eftir leikinn í dag.

Með sigrinum í dag lyfti Stjarnan sér upp fyrir Breiðablik í 3. sætið. Góðu gengi Stjörnunnar heldur því áfram og er liðið að blanda sér í titilbaráttuna.

„Næsti leikur er við KA og við hugsum bara um hann. Við tökum einn leik í einu og hugsum um okkur sjálfa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×