„Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. ágúst 2025 22:31 Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu og Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minna á að foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. Vísir/Stefán Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. Reykjavíkurborg stendur fyrir herferð sem ber heiti Verum klár sem er hluti af stærra átaki sem miðar að því að auka samstarf við foreldra og efla forvarnarfræðslu til ungmenna og sporna þannig við neikvæðri þróun hvað varðar áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldi meðal barna. Of mörg mál þrátt fyrir herferð og átak Herferðin var í gangi fyrir Menningarnótt og sérstakt átak á sjálfri hátíðinni þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva var á vaktinni með lögreglu til að finna og koma í veg fyrir unglingadrykkju. En allt kom fyrir ekki og of mörg mál komu upp, eins og síðustu ár þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ungmennum vegna ölvunar. „Við urðum vör við að mjög margir unglingar voru að drekka annars konar gos og fela brúsa fyrir okkur. Við höfðum þá afskipti af þeim og helltum áfenginu niður ef slíkur grunur kom upp,“ segir Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu. Unnar segir að alls hafi á annað hundrað mál komið upp hjá lögreglu á Menningarnótt og stór hluti af því hafi verið vegna drykkju ungmenna. „Unglingadrykkja virðist vera orðin norm, fyrir nokkrum árum þótti þetta bara ekkert sniðugt. Þau eru svona 14-15 ára þessi stærsti kjarni sem er byrjaður að drekka en svo erum við að sjá ölvuð börn alveg niður í tólf ára aldur,“ segir hann. Drekka oft við verslunarkjarna Algengt er að ungmenni hópist saman við verslunarmiðstöðvar þar sem eru reglulegar almenningssamgöngur og búðir eru opnar fram á kvöld. Lögregla hvetur fólk að láta sig vita ef það ef það verður vart við slíkt. „Það sem fólk getur gert er að hringja í síma 112 og láta vita af því að börn séu að neyta áfengis og þá reynum við að koma á staðinn og grípa inn í ef við höfum tök á,“ segir Unnar. Foreldrar þurfi að vakna Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minnir á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. „Ef einhver á að vakna, vegna þessarar þróunar, þá eru það foreldrar. Þeir eiga að halda vel utan um börnin sín og fylgjast með hvað þau eru að gera, hverjir vinir þeirra eru og hvar þau eru stödd. Foreldrar þurfa að leggja áherslu á samveru með börnum sínum og fylgja þeim eftir, líka þegar farið er á hátíðir eins og Menningarnótt og aðrar í svipuðum dúr,“ segir Guðrún Halla. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Áfengi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Reykjavíkurborg stendur fyrir herferð sem ber heiti Verum klár sem er hluti af stærra átaki sem miðar að því að auka samstarf við foreldra og efla forvarnarfræðslu til ungmenna og sporna þannig við neikvæðri þróun hvað varðar áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldi meðal barna. Of mörg mál þrátt fyrir herferð og átak Herferðin var í gangi fyrir Menningarnótt og sérstakt átak á sjálfri hátíðinni þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva var á vaktinni með lögreglu til að finna og koma í veg fyrir unglingadrykkju. En allt kom fyrir ekki og of mörg mál komu upp, eins og síðustu ár þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ungmennum vegna ölvunar. „Við urðum vör við að mjög margir unglingar voru að drekka annars konar gos og fela brúsa fyrir okkur. Við höfðum þá afskipti af þeim og helltum áfenginu niður ef slíkur grunur kom upp,“ segir Unnar Þór Bjarnason, verkefnastjóri samfélagslögreglu. Unnar segir að alls hafi á annað hundrað mál komið upp hjá lögreglu á Menningarnótt og stór hluti af því hafi verið vegna drykkju ungmenna. „Unglingadrykkja virðist vera orðin norm, fyrir nokkrum árum þótti þetta bara ekkert sniðugt. Þau eru svona 14-15 ára þessi stærsti kjarni sem er byrjaður að drekka en svo erum við að sjá ölvuð börn alveg niður í tólf ára aldur,“ segir hann. Drekka oft við verslunarkjarna Algengt er að ungmenni hópist saman við verslunarmiðstöðvar þar sem eru reglulegar almenningssamgöngur og búðir eru opnar fram á kvöld. Lögregla hvetur fólk að láta sig vita ef það ef það verður vart við slíkt. „Það sem fólk getur gert er að hringja í síma 112 og láta vita af því að börn séu að neyta áfengis og þá reynum við að koma á staðinn og grípa inn í ef við höfum tök á,“ segir Unnar. Foreldrar þurfi að vakna Guðrún Halla Jónsdóttir forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar minnir á að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum að 18 ára aldri og eigi að fylgjast með þeim. „Ef einhver á að vakna, vegna þessarar þróunar, þá eru það foreldrar. Þeir eiga að halda vel utan um börnin sín og fylgjast með hvað þau eru að gera, hverjir vinir þeirra eru og hvar þau eru stödd. Foreldrar þurfa að leggja áherslu á samveru með börnum sínum og fylgja þeim eftir, líka þegar farið er á hátíðir eins og Menningarnótt og aðrar í svipuðum dúr,“ segir Guðrún Halla.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Áfengi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira