Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 25. ágúst 2025 19:21 Leikmennirnir voru með myndir af Jesse meðferðis. Mummi Lú Leikmenn KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu spiluðu með sorgarbönd í leik liðsins við Stjörnuna sem nú stendur yfir í Frostaskjóli. Þetta gerðu þeir til að minnast ungs iðkanda, Jesse Baraka Botha, tæplega tíu ára drengs sem lést úr malaríu á Landspítalanum í síðustu viku, eftir ferðalag til Úganda. Jesse Baraka Botha hefði orðið tíu ára gamall í síðustu viku en hann lést af völdum malaríu þann 18. ágúst. Hans var minnst með mínútuþögn fyrir leik KR og Stjörnunnar í dag auk þess sem leikmenn KR báru sorgarbönd. „Jesse var hjá okkur mörgum stundum og nánast á öllum leikjum. Auðvitað spilaði hann upp yngri flokkana hjá okkur samhliða Leikni. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera með stund fyrir Jesse. Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR. Hann segir að langflestir hafi vitað hver Jesse var, þar á meðal margir leikmenn KR. Jesse hafi verið tíður gestur í búningsklefann á árum áður. Fjölskylda Jesse var viðstödd.Vísir/Anton Brink Jesse greindist með malaríu eftir ferðalag til Úganda. Móðir Jesse og barnung systir hans greindust einnig en hafa verið útskrifaðar af Landspítalanum. Þær voru meðal fjölskyldu Jesse sem sóttu leikinn. Á fótboltaleiknum var einnig Sigurður Helgason, náinn fjölskylduvinur þeirra. „Hann Siggi Helga, einn harðasti KR-ingur sem þú finnur og mikill fjölskylduvinur, var mikið með Jesse og þeir fóru saman á hundruði leikja hjá KR, landsliðinu og Leikni. Jesse var mikill Liverpool-maður svo Siggi heldur minningu hans á lofti með Liverpool-trefli þótt hann sé Manchester City-maður sjálfur,“ segir Pálmi. Mínútuþögn var fyrir leikinn.Vísir/Anton Brink Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Sýnar, var viðstödd mínútuþögnina fyrir leikinn og lýsti henni sem áhrifaríkri stund. Kvennalið KR spilaði einnig með sorgarbönd til minningar Jesse þegar þær kepptu gegn Gróttu síðasta fimmtudag. Á laugardag var einnig mínútuþögn til að minnast Jesse fyrir leik Leiknis gegn ÍR í Lengjudeild karla. Margir voru viðstaddir leikinn.Vísir/Anton Brink „Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta, lék með yngri flokkum félagsins og var tíður gestur á leikjum Leiknis. Jesse verður sárt saknað,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Leiknis. KR Fótbolti Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Jesse Baraka Botha hefði orðið tíu ára gamall í síðustu viku en hann lést af völdum malaríu þann 18. ágúst. Hans var minnst með mínútuþögn fyrir leik KR og Stjörnunnar í dag auk þess sem leikmenn KR báru sorgarbönd. „Jesse var hjá okkur mörgum stundum og nánast á öllum leikjum. Auðvitað spilaði hann upp yngri flokkana hjá okkur samhliða Leikni. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera með stund fyrir Jesse. Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR. Hann segir að langflestir hafi vitað hver Jesse var, þar á meðal margir leikmenn KR. Jesse hafi verið tíður gestur í búningsklefann á árum áður. Fjölskylda Jesse var viðstödd.Vísir/Anton Brink Jesse greindist með malaríu eftir ferðalag til Úganda. Móðir Jesse og barnung systir hans greindust einnig en hafa verið útskrifaðar af Landspítalanum. Þær voru meðal fjölskyldu Jesse sem sóttu leikinn. Á fótboltaleiknum var einnig Sigurður Helgason, náinn fjölskylduvinur þeirra. „Hann Siggi Helga, einn harðasti KR-ingur sem þú finnur og mikill fjölskylduvinur, var mikið með Jesse og þeir fóru saman á hundruði leikja hjá KR, landsliðinu og Leikni. Jesse var mikill Liverpool-maður svo Siggi heldur minningu hans á lofti með Liverpool-trefli þótt hann sé Manchester City-maður sjálfur,“ segir Pálmi. Mínútuþögn var fyrir leikinn.Vísir/Anton Brink Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Sýnar, var viðstödd mínútuþögnina fyrir leikinn og lýsti henni sem áhrifaríkri stund. Kvennalið KR spilaði einnig með sorgarbönd til minningar Jesse þegar þær kepptu gegn Gróttu síðasta fimmtudag. Á laugardag var einnig mínútuþögn til að minnast Jesse fyrir leik Leiknis gegn ÍR í Lengjudeild karla. Margir voru viðstaddir leikinn.Vísir/Anton Brink „Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta, lék með yngri flokkum félagsins og var tíður gestur á leikjum Leiknis. Jesse verður sárt saknað,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Leiknis.
KR Fótbolti Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira