Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar 25. ágúst 2025 14:32 Gary í Indiana fylki í Bandaríkjunum er dæmi um borg sem hefur upplifað algjört íbúa hrun. Áður fyrr var þetta fjölbreytt borg með heilbrigðu samfélagi, sterkri millistétt og bjartri framtíðarsýn. Í dag er hún hins vegar orðin að stað þar sem atvinnutækifæri eru nánast engin, framtíðin svört, og margir íbúar búa þar einungis vegna þess að þeir hafa ekki efni á að flytja burt. Hvað olli þessu hruni? Gary var eitt af helstu miðstöðvum stálframleiðslu í heiminum. Á hápunkti atvinnuþróunar starfaði 30.000 af 178.000 íbúum borgarana í þeim geira. En á sjöunda til níunda áratugnum flutti framleiðslan að miklu leyti til annarra landa og sú atvinna hvarf. Þetta bitnaði ekki aðeins á þeim sem störfuðu beint við framleiðsluna, heldur á öllu samfélaginu. Fjöldi fyrirtækja sem veittu framleiðslunni þjónustu, bæði beint og óbeint, missti viðskiptin, og peningastreymið inn í staðbundið hagkerfi þornaði upp. Á Íslandi hafa Vestfirðir staðið frammi fyrir svipuðum áskorunum: samdráttur í atvinnustarfsemi, brottflutningur íbúaog hætta á að samfélög veikist. Sem betur fer virðist sem Vestfirðir muni ekki verða fyrir sömu örlögum og Gary. Á síðustu árum hefur orðið mikil endurreisn í staðbundnu hagkerfi, að mestu leyti vegna fiskeldis. Fyrir tveimur vikum heimsóttum við, hópur frá Ungum Framsóknarmönnum fyrirtækið Arnarlax, sem rekur sjókvíaeldi í Arnarfirði og víðar á Vestfjörðum. Bæði umfang framleiðslunnar og metnaðarfull framtíðarmarkmið kom okkur skemmtilega á óvart. Arnarlax og önnur fiskeldisfyrirtæki eru einmitt það sem íslenska landsbyggðin þarf: fyrirtæki sem skapa störf á svæðum þar sem fá eða engin önnur atvinnutækifæri eru til staðar. Áhrif stórra atvinnurekenda, eins og Arnarlax, ná langt út fyrir raðir launafólks og eigenda. Þeir skapa eftirspurn sem nær til margra stoðgreina. Í byggingariðnaði eykst þörfin fyrir nýju húsnæði og endurbætur á eldri fasteignum. Í þjónustugeiranum fjölgar viðskiptum hjá verslunum, veitingastöðum og ýmiss konar þjónustufyrirtækjum. Á sviði samgangna og innviða kallar aukin starfsemi á bættar samgöngur, hafnir og flutningaþjónustu. Þegar fleiri flytja á svæðið hækkar fasteignaverð, sem í mörgum tilfellum er jákvætt fyrir landsbyggðina. Á Vestfjörðum hefur fasteignaverð oft verið lægra en byggingarkostnaður nýrra húsa. Það hefur gert það hagkvæmt að byggja og dregið úr viðhaldi eldri húsa, þar sem eigendur gátu ekki endurfjármagnað framkvæmdir sem kostuðu meira en húsið var metið á. Hækkandi fasteignaverð á Vestfjörðum hefur nú snúið þessari þróun við. Það er orðin raunhæfur hvati til að byggja og halda við húsum. Arnarlax hefur til að mynda byggt fasteign sem seldist yfir kostnaðarverði, sem er afrek miðað við markaðsaðstæður svæðisins fyrir örfáum árum. Saga Gary, Indiana sýnir okkur hvað gerist þegar samfélög missa atvinnugreinina sem heldur þeim uppi. Það leiðir til fólksflótta, hnignunar og brostinnar framtíðar. Vestfirðir eru sönnun þess að hægt er að snúa þessari þróun við ef gripið er til aðgerða á réttum tíma. Með nýjum atvinnugreinum eins og fiskeldi, fjárfestingu í innviðum og stuðningi við frumkvöðla má skapa störf sem halda íbúum á svæðinu og laða nýja að. Við megum ekki láta landsbyggðina veslast upp. Hvert nýtt starf, hver nýbygging og hver ný fjárfesting er skref í átt að sterkari, sjálfbærri framtíð fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar. Verndum landsbyggðina, sköpum störf og tryggjum framtíð landsins! Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Gary í Indiana fylki í Bandaríkjunum er dæmi um borg sem hefur upplifað algjört íbúa hrun. Áður fyrr var þetta fjölbreytt borg með heilbrigðu samfélagi, sterkri millistétt og bjartri framtíðarsýn. Í dag er hún hins vegar orðin að stað þar sem atvinnutækifæri eru nánast engin, framtíðin svört, og margir íbúar búa þar einungis vegna þess að þeir hafa ekki efni á að flytja burt. Hvað olli þessu hruni? Gary var eitt af helstu miðstöðvum stálframleiðslu í heiminum. Á hápunkti atvinnuþróunar starfaði 30.000 af 178.000 íbúum borgarana í þeim geira. En á sjöunda til níunda áratugnum flutti framleiðslan að miklu leyti til annarra landa og sú atvinna hvarf. Þetta bitnaði ekki aðeins á þeim sem störfuðu beint við framleiðsluna, heldur á öllu samfélaginu. Fjöldi fyrirtækja sem veittu framleiðslunni þjónustu, bæði beint og óbeint, missti viðskiptin, og peningastreymið inn í staðbundið hagkerfi þornaði upp. Á Íslandi hafa Vestfirðir staðið frammi fyrir svipuðum áskorunum: samdráttur í atvinnustarfsemi, brottflutningur íbúaog hætta á að samfélög veikist. Sem betur fer virðist sem Vestfirðir muni ekki verða fyrir sömu örlögum og Gary. Á síðustu árum hefur orðið mikil endurreisn í staðbundnu hagkerfi, að mestu leyti vegna fiskeldis. Fyrir tveimur vikum heimsóttum við, hópur frá Ungum Framsóknarmönnum fyrirtækið Arnarlax, sem rekur sjókvíaeldi í Arnarfirði og víðar á Vestfjörðum. Bæði umfang framleiðslunnar og metnaðarfull framtíðarmarkmið kom okkur skemmtilega á óvart. Arnarlax og önnur fiskeldisfyrirtæki eru einmitt það sem íslenska landsbyggðin þarf: fyrirtæki sem skapa störf á svæðum þar sem fá eða engin önnur atvinnutækifæri eru til staðar. Áhrif stórra atvinnurekenda, eins og Arnarlax, ná langt út fyrir raðir launafólks og eigenda. Þeir skapa eftirspurn sem nær til margra stoðgreina. Í byggingariðnaði eykst þörfin fyrir nýju húsnæði og endurbætur á eldri fasteignum. Í þjónustugeiranum fjölgar viðskiptum hjá verslunum, veitingastöðum og ýmiss konar þjónustufyrirtækjum. Á sviði samgangna og innviða kallar aukin starfsemi á bættar samgöngur, hafnir og flutningaþjónustu. Þegar fleiri flytja á svæðið hækkar fasteignaverð, sem í mörgum tilfellum er jákvætt fyrir landsbyggðina. Á Vestfjörðum hefur fasteignaverð oft verið lægra en byggingarkostnaður nýrra húsa. Það hefur gert það hagkvæmt að byggja og dregið úr viðhaldi eldri húsa, þar sem eigendur gátu ekki endurfjármagnað framkvæmdir sem kostuðu meira en húsið var metið á. Hækkandi fasteignaverð á Vestfjörðum hefur nú snúið þessari þróun við. Það er orðin raunhæfur hvati til að byggja og halda við húsum. Arnarlax hefur til að mynda byggt fasteign sem seldist yfir kostnaðarverði, sem er afrek miðað við markaðsaðstæður svæðisins fyrir örfáum árum. Saga Gary, Indiana sýnir okkur hvað gerist þegar samfélög missa atvinnugreinina sem heldur þeim uppi. Það leiðir til fólksflótta, hnignunar og brostinnar framtíðar. Vestfirðir eru sönnun þess að hægt er að snúa þessari þróun við ef gripið er til aðgerða á réttum tíma. Með nýjum atvinnugreinum eins og fiskeldi, fjárfestingu í innviðum og stuðningi við frumkvöðla má skapa störf sem halda íbúum á svæðinu og laða nýja að. Við megum ekki láta landsbyggðina veslast upp. Hvert nýtt starf, hver nýbygging og hver ný fjárfesting er skref í átt að sterkari, sjálfbærri framtíð fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar. Verndum landsbyggðina, sköpum störf og tryggjum framtíð landsins! Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar