„Við vorum skíthræddir“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. ágúst 2025 20:21 Rúnar Kristinsson þungt hugsi á hliðarlínunni í dag. vísir/Diego „Þetta var skelfileg frammistaða, fyrri hálfleikur var sérstaklega skelfilegur en við vorum skárri í þeim seinni en það breytir því ekki að við áttum ekkert skilið í dag,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson eftir 2-0 á móti KA á Akureyri í dag. „Við vorum skíthræddir og þorðum ekki að spila fótbolta. Við fórum ekki í baráttuna, við fáum ekki eina hornspyrnu í fyrri hálfleik og eigum varla skot á mark. Stubbur í markinu þarf nánast ekki að gera neitt. Við vorum bara litlir í okkur og hræddir við að koma hingað. Við vorum gjörsamlega yfirspilaðir í fyrri hálfleik.“ Rúnar var þá spurður hvað væri að valda þessari frammistöðu. „Hræðsla við eitthvað sem ég veit ekki hvað er, ef ég hefði vitað fyrir fram að við ætluðum að vera svona hræddir í þessum leik að þá hefði ég reynt að laga það. Ég sagði við strákana áðan að ég tapaði þessum leik jafn mikið og þeir, við verðum allir að taka þetta á okkur. Við komum ekki nógu vel undirbúnir, ég taldi okkur samt vera það en andlegi þátturinn greinilega ekki nógu sterkur hjá okkur. Eins og ég segi menn voru bara skíthræddir, þorðu ekki að hafa boltann, þorðu ekki að færa hann hratt og svo þegar við fórum í pressu að þá var engin ákefð og engin trú í því. Menn voru bara fara í menn af því þeim fannst þeir þurfa að gera það þar að leiðandi voru bara risasvæði útum allt í vörninni okkar og inn á miðsvæðinu sem KA menn nýttu.“ Fram hefur ekki unnið leik síðan 5. júlí síðastliðinn, þeir gerðu þrjú jafntefli í leikjunum á eftir sigurleiknum og síðan hafa þeir tapað þremur í röð. „Þetta er eitthvað sem við erum að reyna að vinna í að bæta og laga. Í síðasta leik á móti KR áttum við mjög góða frammistöðu sem hefði átt að duga til meira en ekkert. Leikirnir þar á undan á móti Vestra og Stjörnunni voru leikir þar sem við spilum mjög vel en fáum lítið út úr sem er skelfileg niðurstaða. Við erum að spila fínan fótbolta og gera góða hluti, það er samt mikilvægt að verja markið sitt og að nýta færin sín. Það eru hlutir sem við höfum kannski gert illa í leiknum á Ísafirði og hér en í hinum gerðum við það vel. Við fengum mark á móti Stjörnunni eftir langt innkast og markið á móti KR er úr aukaspyrnu. Við þurfum bara að fá alla þætti til að vinna saman í einum og sama leiknum og þá getum við unnið fótboltaleik, þetta þarf að breytast hratt hjá okkur.“ Fram er nú í sjöunda sæti og eru fjórum stigum frá fallsæti. Deildin er samt afskaplega jöfn og einn sigurleikur hjá liðum getur breytt stöðunni hratt. „Við vissum það fyrir leikinn að við erum í fallbaráttu en á sama tíma vorum við í baráttu fyrir þennan leik að koma okkur inn í topp sex. Það er öruglega einhver möguleiki á því ennþá en við verðum að horfast í augu við það að við erum líka í fallbaráttu. Þetta snýst um að sleikja sárin, kíkja á þennan leik aftur og sjá hvað fór úrskeiðist og hvað við getum gert betu, litið á þetta heilstætt og finna lausnir.“ Besta deild karla KA Fram Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Sjá meira
„Við vorum skíthræddir og þorðum ekki að spila fótbolta. Við fórum ekki í baráttuna, við fáum ekki eina hornspyrnu í fyrri hálfleik og eigum varla skot á mark. Stubbur í markinu þarf nánast ekki að gera neitt. Við vorum bara litlir í okkur og hræddir við að koma hingað. Við vorum gjörsamlega yfirspilaðir í fyrri hálfleik.“ Rúnar var þá spurður hvað væri að valda þessari frammistöðu. „Hræðsla við eitthvað sem ég veit ekki hvað er, ef ég hefði vitað fyrir fram að við ætluðum að vera svona hræddir í þessum leik að þá hefði ég reynt að laga það. Ég sagði við strákana áðan að ég tapaði þessum leik jafn mikið og þeir, við verðum allir að taka þetta á okkur. Við komum ekki nógu vel undirbúnir, ég taldi okkur samt vera það en andlegi þátturinn greinilega ekki nógu sterkur hjá okkur. Eins og ég segi menn voru bara skíthræddir, þorðu ekki að hafa boltann, þorðu ekki að færa hann hratt og svo þegar við fórum í pressu að þá var engin ákefð og engin trú í því. Menn voru bara fara í menn af því þeim fannst þeir þurfa að gera það þar að leiðandi voru bara risasvæði útum allt í vörninni okkar og inn á miðsvæðinu sem KA menn nýttu.“ Fram hefur ekki unnið leik síðan 5. júlí síðastliðinn, þeir gerðu þrjú jafntefli í leikjunum á eftir sigurleiknum og síðan hafa þeir tapað þremur í röð. „Þetta er eitthvað sem við erum að reyna að vinna í að bæta og laga. Í síðasta leik á móti KR áttum við mjög góða frammistöðu sem hefði átt að duga til meira en ekkert. Leikirnir þar á undan á móti Vestra og Stjörnunni voru leikir þar sem við spilum mjög vel en fáum lítið út úr sem er skelfileg niðurstaða. Við erum að spila fínan fótbolta og gera góða hluti, það er samt mikilvægt að verja markið sitt og að nýta færin sín. Það eru hlutir sem við höfum kannski gert illa í leiknum á Ísafirði og hér en í hinum gerðum við það vel. Við fengum mark á móti Stjörnunni eftir langt innkast og markið á móti KR er úr aukaspyrnu. Við þurfum bara að fá alla þætti til að vinna saman í einum og sama leiknum og þá getum við unnið fótboltaleik, þetta þarf að breytast hratt hjá okkur.“ Fram er nú í sjöunda sæti og eru fjórum stigum frá fallsæti. Deildin er samt afskaplega jöfn og einn sigurleikur hjá liðum getur breytt stöðunni hratt. „Við vissum það fyrir leikinn að við erum í fallbaráttu en á sama tíma vorum við í baráttu fyrir þennan leik að koma okkur inn í topp sex. Það er öruglega einhver möguleiki á því ennþá en við verðum að horfast í augu við það að við erum líka í fallbaráttu. Þetta snýst um að sleikja sárin, kíkja á þennan leik aftur og sjá hvað fór úrskeiðist og hvað við getum gert betu, litið á þetta heilstætt og finna lausnir.“
Besta deild karla KA Fram Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Sjá meira