Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2025 20:05 Það logaði vel og glatt í Bergþórshvoli í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið sjónarspil á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu – Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni, en með henni lauk fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Dagurinn í gær var stór á hátíðinni en hann byrjaði í hádeginu á bænum Völlum rétt við Hvolsvöll þar sem 99 knapar lögðu af stað ríðandi á hestum sínum í hinni eiginlegu brennureið á Gaddstaðaflatir undir forystu Hermanns Árnasonar, sem var í hlutverki Flosa úr Njálssögu í reiðinni. Hermann fékk líka það hlutverk að kveikja í Bergþórshvoli í gærkvöldi eftir að hópreiðin hafði farið inn á völlinn fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda. „Það var ofsalega gaman á Gaddstaðaflötum og mjög hátíðlegt og svona harmþrungið auðvitað líka. Það var heilmikil brenna, sem var mikið sjónarspil, eldurinn tælir,“ segir Hermann. Hermann Árnason, sem var í stóru hlutverki í gærkvöldi þegar hann kveikti í Bergþórshvoli á Gaddstaðaflötum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut Guðna Ágústssonar, forsvarsmanns hátíðarinnar og Njálufélagsins að setja samkomuna í gærkvöldi. „Ísland farsældar frón og hagsældar hrímhvíta móðir. Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best,“ sagði Guðni meðal annars. Guðni Ágústsson, forsvarsmaður Njáluhátíðarinnar í Rangárþingi og Arthur Björgvin Bollason, Njálusérfræðingur með meiru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kynnir kvöldsins er mikill sérfræðingur og áhugamaður um Brennu Njálssögu. „Ég var nú í fjögur ár umboðsmaður Njálu en Guðni skipaði umboðsmann íslenska hestsins og ég fékk að vera umboðsmaður Njálu, sem var ekki minni virðing,“ segir Arthur Björgvin Bollason Njálusérfræðingur með meiru. Það var blautt á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi en fólk lét það ekki á sig fá enda hlýtt í veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var boðið upp á víkingabardaga og allskonar fjölbreytt skemmtiatriði áður en Hermann eða hann í hlutverki Flosa kveikti í Bergþórshvoli á táknrænan hátt. Víkingar voru áberandi á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara brenna og sýningaratriði í gærkvöldi, það var líka hressilegur karlakórssöngur í boði, sem gestir kunnu vel að meta. Kæðaburður við hæfi á skemmtun gærkvöldsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Rangárþing ytra Menning Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Dagurinn í gær var stór á hátíðinni en hann byrjaði í hádeginu á bænum Völlum rétt við Hvolsvöll þar sem 99 knapar lögðu af stað ríðandi á hestum sínum í hinni eiginlegu brennureið á Gaddstaðaflatir undir forystu Hermanns Árnasonar, sem var í hlutverki Flosa úr Njálssögu í reiðinni. Hermann fékk líka það hlutverk að kveikja í Bergþórshvoli í gærkvöldi eftir að hópreiðin hafði farið inn á völlinn fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda. „Það var ofsalega gaman á Gaddstaðaflötum og mjög hátíðlegt og svona harmþrungið auðvitað líka. Það var heilmikil brenna, sem var mikið sjónarspil, eldurinn tælir,“ segir Hermann. Hermann Árnason, sem var í stóru hlutverki í gærkvöldi þegar hann kveikti í Bergþórshvoli á Gaddstaðaflötum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut Guðna Ágústssonar, forsvarsmanns hátíðarinnar og Njálufélagsins að setja samkomuna í gærkvöldi. „Ísland farsældar frón og hagsældar hrímhvíta móðir. Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best,“ sagði Guðni meðal annars. Guðni Ágústsson, forsvarsmaður Njáluhátíðarinnar í Rangárþingi og Arthur Björgvin Bollason, Njálusérfræðingur með meiru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kynnir kvöldsins er mikill sérfræðingur og áhugamaður um Brennu Njálssögu. „Ég var nú í fjögur ár umboðsmaður Njálu en Guðni skipaði umboðsmann íslenska hestsins og ég fékk að vera umboðsmaður Njálu, sem var ekki minni virðing,“ segir Arthur Björgvin Bollason Njálusérfræðingur með meiru. Það var blautt á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi en fólk lét það ekki á sig fá enda hlýtt í veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var boðið upp á víkingabardaga og allskonar fjölbreytt skemmtiatriði áður en Hermann eða hann í hlutverki Flosa kveikti í Bergþórshvoli á táknrænan hátt. Víkingar voru áberandi á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara brenna og sýningaratriði í gærkvöldi, það var líka hressilegur karlakórssöngur í boði, sem gestir kunnu vel að meta. Kæðaburður við hæfi á skemmtun gærkvöldsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Menning Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira