Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2025 10:35 Baldvin Þór Magnússon setti brautarmet í 10 km hlaupi og mætti svo í viðtali í beinni útsendingu á Vísi. Vísir Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. Baldvin á sjálfur Íslandsmetið í 10 km götuhlaupi, frá árinu 2023, er Akureyringurinn hljóp á 28:51 í Leeds á Englandi. Hann ætlaði sér að gera enn betur í gær en fékk vindinn í fangið ef svo má segja. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann næði að slá brautarmetið sem Hlynur Andrésson, nýkrýndur Íslandsmeistari í maraþoni, setti fyrir ári síðan þegar hann hljóp tíu kílómetrana á 30:24. „Ég er bara sáttur með hvernig ég framkvæmdi hlaupið í þeim aðstæðum sem mér voru gefnar,“ sagði Baldvin. „Ég reyndi að láta mér líða vel fyrri fimm kílómetrana því ég vissi að það væri vindur seinni fimm. Ég vissi ekki að það yrði alveg svona mikill vindur. Ég fann virkilega fyrir honum. En ég stóð mig vel miðað við aðstæður svo ég er bara sáttur,“ sagði Baldvin í gær en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Baldvin eftir brautarmetið „Mig langaði að hlaupa undir 28:51 sem er Íslandsmetið mitt. Það væri rosalega gaman að slá það á Íslandi. En nú er að byrja götutímabil hjá mér, þetta var fyrsta götuhlaupið, og ég er bara sáttur með hvernig formið er,“ sagði Baldvin. View this post on Instagram A post shared by LANGA - hlaðvarp (@langa_hladvarp) Þessi margfaldi Íslandsmethafi (1.500 m, 3.000 m, 5.000 m hlaup, og 5 og 10 km götuhlaup, auk 1.500 og 3.000 m innanhúss) sem oftar keppir erlendis naut sín í botn í Reykjavík í gær: „Það er mjög góð stemning. Ég veit ekki hvað það voru margir að kalla „Áfram Baldvin!“ Það var mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram,“ sagði Baldvin sem verður á Íslandi í örfáa daga en heldur svo út og stefnir á að keppa aftur í 10 km götuhlaupi í byrjun október. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sjá meira
Baldvin á sjálfur Íslandsmetið í 10 km götuhlaupi, frá árinu 2023, er Akureyringurinn hljóp á 28:51 í Leeds á Englandi. Hann ætlaði sér að gera enn betur í gær en fékk vindinn í fangið ef svo má segja. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann næði að slá brautarmetið sem Hlynur Andrésson, nýkrýndur Íslandsmeistari í maraþoni, setti fyrir ári síðan þegar hann hljóp tíu kílómetrana á 30:24. „Ég er bara sáttur með hvernig ég framkvæmdi hlaupið í þeim aðstæðum sem mér voru gefnar,“ sagði Baldvin. „Ég reyndi að láta mér líða vel fyrri fimm kílómetrana því ég vissi að það væri vindur seinni fimm. Ég vissi ekki að það yrði alveg svona mikill vindur. Ég fann virkilega fyrir honum. En ég stóð mig vel miðað við aðstæður svo ég er bara sáttur,“ sagði Baldvin í gær en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Baldvin eftir brautarmetið „Mig langaði að hlaupa undir 28:51 sem er Íslandsmetið mitt. Það væri rosalega gaman að slá það á Íslandi. En nú er að byrja götutímabil hjá mér, þetta var fyrsta götuhlaupið, og ég er bara sáttur með hvernig formið er,“ sagði Baldvin. View this post on Instagram A post shared by LANGA - hlaðvarp (@langa_hladvarp) Þessi margfaldi Íslandsmethafi (1.500 m, 3.000 m, 5.000 m hlaup, og 5 og 10 km götuhlaup, auk 1.500 og 3.000 m innanhúss) sem oftar keppir erlendis naut sín í botn í Reykjavík í gær: „Það er mjög góð stemning. Ég veit ekki hvað það voru margir að kalla „Áfram Baldvin!“ Það var mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram,“ sagði Baldvin sem verður á Íslandi í örfáa daga en heldur svo út og stefnir á að keppa aftur í 10 km götuhlaupi í byrjun október.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sjá meira
„Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31
Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47
Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31