Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 12:30 Halldóra Huld Ingvarsdóttir í viðtali eftir Íslandsmeistaratitilinn í dag, með soninn í fanginu. Vísir Halldóra Huld Ingvarsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn í maraþoni kvenna í dag eftir að hafa ákveðið á síðustu stundu að taka þátt. Hún eignaðist son í apríl síðastliðnum og hélt á honum í viðtali eftir að titillinn var í höfn. Halldóra þekkir það að hlaupa til sigurs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hún varð Íslandsmeistari í hálfu maraþoni fyrir ári síðan, eignaðist svo soninn Ingvar Stein 3. apríl og varð Íslandsmeistari í maraþoni í dag. „Ég er bara mjög sátt. Ég ákvað bara eiginlega í gær að fara maraþon, svo ég gat ekki sett mér nein háleit markmið. En draumurinn var að ná Íslandsmeistaratitli,“ sagði Halldóra en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Halldóra Huld Íslandsmeistari í maraþoni Fram kom í viðtalinu að hún hefði hlaupið á 3 klukkustundum og 13 mínútum. Hlauparar kvörtuðu sumir undan miklum vindi í hlaupinu en Halldóra sagði rokið ekki hafa haft of mikil áhrif: „Ekki það mikil myndi ég segja, því ég var að hlaupa þetta með tveimur geggjuðum mönnum og við skiptumst á að kljúfa vindinn. Það gerir svo mikið, og að geta peppað hvert annað áfram. Það hafði mikið að segja.“ Eins og fyrr segir er býsna stutt síðan Halldóra var á fæðingardeildinni en hún lét það ekki stöðva sig: „Þetta var klárlega meiri skipulagning en vanalega en það gekk í rauninni allt upp. Ég er umkringd geggjuðu fólki sem að var tilbúið að grípa inn í og hjálpa mér,“ sagði Halldóra sem ætlar að fagna með syninum unga: „Bara kúra með honum. Það er það sem mig langar að gera. Fá mér eitthvað mjög gott að borða og slappa af.“ Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. 23. ágúst 2025 11:46 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. 23. ágúst 2025 08:06 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Halldóra þekkir það að hlaupa til sigurs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hún varð Íslandsmeistari í hálfu maraþoni fyrir ári síðan, eignaðist svo soninn Ingvar Stein 3. apríl og varð Íslandsmeistari í maraþoni í dag. „Ég er bara mjög sátt. Ég ákvað bara eiginlega í gær að fara maraþon, svo ég gat ekki sett mér nein háleit markmið. En draumurinn var að ná Íslandsmeistaratitli,“ sagði Halldóra en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Halldóra Huld Íslandsmeistari í maraþoni Fram kom í viðtalinu að hún hefði hlaupið á 3 klukkustundum og 13 mínútum. Hlauparar kvörtuðu sumir undan miklum vindi í hlaupinu en Halldóra sagði rokið ekki hafa haft of mikil áhrif: „Ekki það mikil myndi ég segja, því ég var að hlaupa þetta með tveimur geggjuðum mönnum og við skiptumst á að kljúfa vindinn. Það gerir svo mikið, og að geta peppað hvert annað áfram. Það hafði mikið að segja.“ Eins og fyrr segir er býsna stutt síðan Halldóra var á fæðingardeildinni en hún lét það ekki stöðva sig: „Þetta var klárlega meiri skipulagning en vanalega en það gekk í rauninni allt upp. Ég er umkringd geggjuðu fólki sem að var tilbúið að grípa inn í og hjálpa mér,“ sagði Halldóra sem ætlar að fagna með syninum unga: „Bara kúra með honum. Það er það sem mig langar að gera. Fá mér eitthvað mjög gott að borða og slappa af.“
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. 23. ágúst 2025 11:46 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. 23. ágúst 2025 08:06 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. 23. ágúst 2025 11:46
Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31
Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. 23. ágúst 2025 08:06
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum