Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2025 11:15 Hjólagæslan er opin frá 8 til miðnættis í kvöld. Aðsend Reiðhjólabændur bjóða í ár upp á vöktuð hjólastæði í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu á móti Þjóðleikhúsinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, segir þetta gert til að hvetja fólk til að koma á hjóli í bæinn í dag á Menningarnótt. Fólk þarf að koma með eigin lás. Sjálfboðaliðar frá félaginu voru mættir klukkan átta í morgun í bílastæðahúsið og munu standa vaktina þar til miðnættis. Formlegri dagskrá menningarnætur lýkur um klukkan 22 í kvöld. „Það eru nokkrir tugir hjóla hérna núna og ég á von á því að þeim fjölgi nokkur hratt eftir um klukkutíma þegar formleg dagskrá hefst,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir í hjólageymslunni í morgun. Tugir voru mættir snemma með hjólin. Aðsend Hann segir nóg pláss í bílastæðahúsinu sem sé ekki í notkun í dag fyrir bíla vegna götulokana á svæðinu. „Við höfum heyrt af því, í gegnum Reiðhjólabændur, að fólk hafi veigrað sér við því að fara hjólandi í miðbæinn af því þeim finnst þau ekki geta gengið frá hjólunum á öruggan hátt,“ segir Birgir og að félagið hafi því stungið upp á þessu við borgina. Hann segir borgina hafa gefið leyfi fyrir notkun á neðstu hæð bílastæðahússins og því verði félagið þar í dag. Verði mikil nýting á þjónustunni muni þau færa sig á efri hæðar bílastæðahússins líka. Ekki margir öruggir staðir í miðbænum fyrir hjól „Það eru margir staðir til að geyma hjól með öruggum hætti í miðbænum og á svona fjölmennum viðburði getur maður ekki treyst á það, þegar maður leggur af stað úr úthverfinu, að það verði laust í stæði á þessum fáu stöðum sem eru,“ segir Birgir og nefnir hjólastæði Bikekeep sem dæmi. „Fólk kemur með sinn eigin lás, læsir hjólinu og við höfum svo auga með því. Við skráum hjólin líka hjá okkur,“ segir Birgir. Auk þess séu sjálfboðaliðar með á staðnum verkfæri og pumpu og ef fólk vill láta kíkja á hjólið og dytta að því geti sjálfboðaliðar gert það fyrir lágt gjald. Þessi fjölskylda kom saman á hjóli í miðbæinn í morgun. Aðsend Birgir býst við því að vera á staðnum í allan dag en sjálfboðaliðar í félaginu munu skipta með sér vöktum og mæti tvo tíma í senn. Hvetja fólk til að hjóla Hvað varðar hjólageymslu í miðbænum hvetur Birgir, og félagið, borgina til að fjölga hjólastæðum almennt en einnig á mannmörgum viðburðum að skoða hvort hægt sé að koma upp færanlegum hjólastæðum í gámum til dæmis. „Það myndi hvetja fólk til að koma hjólandi í bæinn. Það er gott að koma hjólandi núna. Það eru götulokanir og öðruvísi tímar á strætó auk þess sem vagninn getur verið fullur á álagstímum.“ Hann segir vaktaða hjólastæði í dag vonandi upphafið að einhverju sem svo heldur áfram á næstu stóru viðburðum borgarinnar. „Við endurtökum þetta að ári ef það er stemning fyrir því.“ Menningarnótt Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Sjálfboðaliðar frá félaginu voru mættir klukkan átta í morgun í bílastæðahúsið og munu standa vaktina þar til miðnættis. Formlegri dagskrá menningarnætur lýkur um klukkan 22 í kvöld. „Það eru nokkrir tugir hjóla hérna núna og ég á von á því að þeim fjölgi nokkur hratt eftir um klukkutíma þegar formleg dagskrá hefst,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir í hjólageymslunni í morgun. Tugir voru mættir snemma með hjólin. Aðsend Hann segir nóg pláss í bílastæðahúsinu sem sé ekki í notkun í dag fyrir bíla vegna götulokana á svæðinu. „Við höfum heyrt af því, í gegnum Reiðhjólabændur, að fólk hafi veigrað sér við því að fara hjólandi í miðbæinn af því þeim finnst þau ekki geta gengið frá hjólunum á öruggan hátt,“ segir Birgir og að félagið hafi því stungið upp á þessu við borgina. Hann segir borgina hafa gefið leyfi fyrir notkun á neðstu hæð bílastæðahússins og því verði félagið þar í dag. Verði mikil nýting á þjónustunni muni þau færa sig á efri hæðar bílastæðahússins líka. Ekki margir öruggir staðir í miðbænum fyrir hjól „Það eru margir staðir til að geyma hjól með öruggum hætti í miðbænum og á svona fjölmennum viðburði getur maður ekki treyst á það, þegar maður leggur af stað úr úthverfinu, að það verði laust í stæði á þessum fáu stöðum sem eru,“ segir Birgir og nefnir hjólastæði Bikekeep sem dæmi. „Fólk kemur með sinn eigin lás, læsir hjólinu og við höfum svo auga með því. Við skráum hjólin líka hjá okkur,“ segir Birgir. Auk þess séu sjálfboðaliðar með á staðnum verkfæri og pumpu og ef fólk vill láta kíkja á hjólið og dytta að því geti sjálfboðaliðar gert það fyrir lágt gjald. Þessi fjölskylda kom saman á hjóli í miðbæinn í morgun. Aðsend Birgir býst við því að vera á staðnum í allan dag en sjálfboðaliðar í félaginu munu skipta með sér vöktum og mæti tvo tíma í senn. Hvetja fólk til að hjóla Hvað varðar hjólageymslu í miðbænum hvetur Birgir, og félagið, borgina til að fjölga hjólastæðum almennt en einnig á mannmörgum viðburðum að skoða hvort hægt sé að koma upp færanlegum hjólastæðum í gámum til dæmis. „Það myndi hvetja fólk til að koma hjólandi í bæinn. Það er gott að koma hjólandi núna. Það eru götulokanir og öðruvísi tímar á strætó auk þess sem vagninn getur verið fullur á álagstímum.“ Hann segir vaktaða hjólastæði í dag vonandi upphafið að einhverju sem svo heldur áfram á næstu stóru viðburðum borgarinnar. „Við endurtökum þetta að ári ef það er stemning fyrir því.“
Menningarnótt Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda