Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2025 11:15 Hjólagæslan er opin frá 8 til miðnættis í kvöld. Aðsend Reiðhjólabændur bjóða í ár upp á vöktuð hjólastæði í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu á móti Þjóðleikhúsinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, segir þetta gert til að hvetja fólk til að koma á hjóli í bæinn í dag á Menningarnótt. Fólk þarf að koma með eigin lás. Sjálfboðaliðar frá félaginu voru mættir klukkan átta í morgun í bílastæðahúsið og munu standa vaktina þar til miðnættis. Formlegri dagskrá menningarnætur lýkur um klukkan 22 í kvöld. „Það eru nokkrir tugir hjóla hérna núna og ég á von á því að þeim fjölgi nokkur hratt eftir um klukkutíma þegar formleg dagskrá hefst,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir í hjólageymslunni í morgun. Tugir voru mættir snemma með hjólin. Aðsend Hann segir nóg pláss í bílastæðahúsinu sem sé ekki í notkun í dag fyrir bíla vegna götulokana á svæðinu. „Við höfum heyrt af því, í gegnum Reiðhjólabændur, að fólk hafi veigrað sér við því að fara hjólandi í miðbæinn af því þeim finnst þau ekki geta gengið frá hjólunum á öruggan hátt,“ segir Birgir og að félagið hafi því stungið upp á þessu við borgina. Hann segir borgina hafa gefið leyfi fyrir notkun á neðstu hæð bílastæðahússins og því verði félagið þar í dag. Verði mikil nýting á þjónustunni muni þau færa sig á efri hæðar bílastæðahússins líka. Ekki margir öruggir staðir í miðbænum fyrir hjól „Það eru margir staðir til að geyma hjól með öruggum hætti í miðbænum og á svona fjölmennum viðburði getur maður ekki treyst á það, þegar maður leggur af stað úr úthverfinu, að það verði laust í stæði á þessum fáu stöðum sem eru,“ segir Birgir og nefnir hjólastæði Bikekeep sem dæmi. „Fólk kemur með sinn eigin lás, læsir hjólinu og við höfum svo auga með því. Við skráum hjólin líka hjá okkur,“ segir Birgir. Auk þess séu sjálfboðaliðar með á staðnum verkfæri og pumpu og ef fólk vill láta kíkja á hjólið og dytta að því geti sjálfboðaliðar gert það fyrir lágt gjald. Þessi fjölskylda kom saman á hjóli í miðbæinn í morgun. Aðsend Birgir býst við því að vera á staðnum í allan dag en sjálfboðaliðar í félaginu munu skipta með sér vöktum og mæti tvo tíma í senn. Hvetja fólk til að hjóla Hvað varðar hjólageymslu í miðbænum hvetur Birgir, og félagið, borgina til að fjölga hjólastæðum almennt en einnig á mannmörgum viðburðum að skoða hvort hægt sé að koma upp færanlegum hjólastæðum í gámum til dæmis. „Það myndi hvetja fólk til að koma hjólandi í bæinn. Það er gott að koma hjólandi núna. Það eru götulokanir og öðruvísi tímar á strætó auk þess sem vagninn getur verið fullur á álagstímum.“ Hann segir vaktaða hjólastæði í dag vonandi upphafið að einhverju sem svo heldur áfram á næstu stóru viðburðum borgarinnar. „Við endurtökum þetta að ári ef það er stemning fyrir því.“ Menningarnótt Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Sjálfboðaliðar frá félaginu voru mættir klukkan átta í morgun í bílastæðahúsið og munu standa vaktina þar til miðnættis. Formlegri dagskrá menningarnætur lýkur um klukkan 22 í kvöld. „Það eru nokkrir tugir hjóla hérna núna og ég á von á því að þeim fjölgi nokkur hratt eftir um klukkutíma þegar formleg dagskrá hefst,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir í hjólageymslunni í morgun. Tugir voru mættir snemma með hjólin. Aðsend Hann segir nóg pláss í bílastæðahúsinu sem sé ekki í notkun í dag fyrir bíla vegna götulokana á svæðinu. „Við höfum heyrt af því, í gegnum Reiðhjólabændur, að fólk hafi veigrað sér við því að fara hjólandi í miðbæinn af því þeim finnst þau ekki geta gengið frá hjólunum á öruggan hátt,“ segir Birgir og að félagið hafi því stungið upp á þessu við borgina. Hann segir borgina hafa gefið leyfi fyrir notkun á neðstu hæð bílastæðahússins og því verði félagið þar í dag. Verði mikil nýting á þjónustunni muni þau færa sig á efri hæðar bílastæðahússins líka. Ekki margir öruggir staðir í miðbænum fyrir hjól „Það eru margir staðir til að geyma hjól með öruggum hætti í miðbænum og á svona fjölmennum viðburði getur maður ekki treyst á það, þegar maður leggur af stað úr úthverfinu, að það verði laust í stæði á þessum fáu stöðum sem eru,“ segir Birgir og nefnir hjólastæði Bikekeep sem dæmi. „Fólk kemur með sinn eigin lás, læsir hjólinu og við höfum svo auga með því. Við skráum hjólin líka hjá okkur,“ segir Birgir. Auk þess séu sjálfboðaliðar með á staðnum verkfæri og pumpu og ef fólk vill láta kíkja á hjólið og dytta að því geti sjálfboðaliðar gert það fyrir lágt gjald. Þessi fjölskylda kom saman á hjóli í miðbæinn í morgun. Aðsend Birgir býst við því að vera á staðnum í allan dag en sjálfboðaliðar í félaginu munu skipta með sér vöktum og mæti tvo tíma í senn. Hvetja fólk til að hjóla Hvað varðar hjólageymslu í miðbænum hvetur Birgir, og félagið, borgina til að fjölga hjólastæðum almennt en einnig á mannmörgum viðburðum að skoða hvort hægt sé að koma upp færanlegum hjólastæðum í gámum til dæmis. „Það myndi hvetja fólk til að koma hjólandi í bæinn. Það er gott að koma hjólandi núna. Það eru götulokanir og öðruvísi tímar á strætó auk þess sem vagninn getur verið fullur á álagstímum.“ Hann segir vaktaða hjólastæði í dag vonandi upphafið að einhverju sem svo heldur áfram á næstu stóru viðburðum borgarinnar. „Við endurtökum þetta að ári ef það er stemning fyrir því.“
Menningarnótt Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira