Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 10:31 Dagur Benediktsson vann hálfmaraþonið og var að sjálfsögðu í Vestratreyju eftir bikarmeistaratitilinn í gærkvöld. vísir/Viktor Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. Keppnin er í beinni útsendingu á Vísi sem hægt er að fylgjast með í greininni hér að neðan. Fjórum sekúndum á undan og stefnir á ÓL Dagur náði að losa sig frá þéttum pakka hlaupara á síðustu metrunum og kom í mark á 01:12:52 klukkutíma, eða aðeins fjórum sekúndum á undan Daníel Ágústssyni. Jón Kristófer Sturluson, Tom Pavis og Kristján Svanur Eymundsson voru einnig afar skammt á eftir. „Þetta er bara sæluvíma. Svo langt fram fyrir úr markmiðunum sem ég hafði sett mér. Þetta er bara draumur,“ sagði Dagur sem er þekktari sem skíðagöngukappi en er greinilega margt til lista lagt. Hann hljóp til sigurs eins og sveitungar hans að vestan spiluðu til sigurs í Mjólkurbikarnum í fótbolta í gær, einmitt klæddur í Vestratreyju. Dagur segir skíðaæfingarnar hjálpa í hlaupunum: „Það fylgir þessu. Æfingarnar skila sér. Núna er bara stefnan sett á Ólympíuleikana. Það er bara næsta markmið og þetta er bara undirbúningur fyrir það,“ sagði Dagur kokhraustur. En hvað var hann að hugsa á þessum æsispennandi lokaspretti? „Þetta snýst svo mikið um hausinn. Ljúga að sjálfum sér eins mikið og maður getur. Eitt skref í viðbót. Ég gat eiginlega ekkert hugsað í lokin en hafði bara trú á að ég væri að fara frá honum í staðinn fyrir að hann væri að fara frá mér. Bara blekkja mig þannig síðustu tvo kílómetrana og það virkaði. Ég viðurkenni það alveg að ég var fyrir aftan hópinn í svona 15-16 kílómetra og það hjálpaði smá að hvíla sig í mótvindinum. Ég vissi að ég ætti smá inni í lokin og þetta er bara geðveikt sætt,“ sagði Dagur. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Keppnin er í beinni útsendingu á Vísi sem hægt er að fylgjast með í greininni hér að neðan. Fjórum sekúndum á undan og stefnir á ÓL Dagur náði að losa sig frá þéttum pakka hlaupara á síðustu metrunum og kom í mark á 01:12:52 klukkutíma, eða aðeins fjórum sekúndum á undan Daníel Ágústssyni. Jón Kristófer Sturluson, Tom Pavis og Kristján Svanur Eymundsson voru einnig afar skammt á eftir. „Þetta er bara sæluvíma. Svo langt fram fyrir úr markmiðunum sem ég hafði sett mér. Þetta er bara draumur,“ sagði Dagur sem er þekktari sem skíðagöngukappi en er greinilega margt til lista lagt. Hann hljóp til sigurs eins og sveitungar hans að vestan spiluðu til sigurs í Mjólkurbikarnum í fótbolta í gær, einmitt klæddur í Vestratreyju. Dagur segir skíðaæfingarnar hjálpa í hlaupunum: „Það fylgir þessu. Æfingarnar skila sér. Núna er bara stefnan sett á Ólympíuleikana. Það er bara næsta markmið og þetta er bara undirbúningur fyrir það,“ sagði Dagur kokhraustur. En hvað var hann að hugsa á þessum æsispennandi lokaspretti? „Þetta snýst svo mikið um hausinn. Ljúga að sjálfum sér eins mikið og maður getur. Eitt skref í viðbót. Ég gat eiginlega ekkert hugsað í lokin en hafði bara trú á að ég væri að fara frá honum í staðinn fyrir að hann væri að fara frá mér. Bara blekkja mig þannig síðustu tvo kílómetrana og það virkaði. Ég viðurkenni það alveg að ég var fyrir aftan hópinn í svona 15-16 kílómetra og það hjálpaði smá að hvíla sig í mótvindinum. Ég vissi að ég ætti smá inni í lokin og þetta er bara geðveikt sætt,“ sagði Dagur.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum