„Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 19:00 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Bjarni Formaður Eflingar segir ekki fræðilegan möguleika fyrir félagsfólk Eflingar að komast inn á húsnæðismarkaðinn og ömurlegt sé að hærra leiguverð éti upp hækkun húsnæðisbóta. Hún segir takmörkun á skammtímaleigu vera þá aðgerð sem slá muni hraðast á misræmi framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði. Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun kemur fram að áhrif hærri húsnæðisbóta séu horfin vegna hækkunar á leiguverði. Breytingar á lögum um húsnæðisbetur tóku gildi 1. júní í fyrra og hækkuðu grunnfjárhæðir þá um fjórðung. Lagabreytingarnar voru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar tengdar kjarasamningsgerð á síðasta ári. Hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði hækkaði eftir lagabreytingar þar sem bætur hækkuðu á síðasta ári. Nú er það nánast það sama og fyrir lagabreytingu.Vísir „Þetta er auðvitað ömurlegt. Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst er að stjórnvöld hafa ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að svona lagað geti nokkurn tíman gerst,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í kvöldfréttum Sýnar. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum“ Árið 2022, þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu sagði Kristrún Frostadóttir núverandi forsætisráðherra að leigusalar myndu hirða hækkun húsnæðisbóta ef ekki yrði sett bremsa á hækkun leiguverðs. Leigubremsa er eitt af þeim úrræðum sem Sólveig Anna vill sjá að gripið verði til. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum. Það sem þarf að gera það er mjög skýrt fyrir okkur í Eflingu. Það þarf að byrja á að takmarka verulega skammtímaleigu eins og Airbnb, það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi á milli framboðs og eftirspurnar sem auðvitað heldur þessum leigumarkaði jafn veikum og hann er.“ Þá segir hún stóran hluta vandans vera það húsnæði sem hafi verið byggt og í raun sé ekki fræðilegur möguleiki fyrir Eflingarfólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ráðast þurfi í verulega húsnæðisuppbyggingu fyrir tekjulægri hópa. „Það fólk er einfaldlega fast í klóm á leigusölum. Jafnvel 70% af ráðstöfunartekjum þessa fólks rennur beint í vasann á leigusölum. Þau geta ekki lagt fyrir, þau geta ekki safnað fyrir íbúð. Jafnvel þó þau geti það þá eru takmörkin sem sett hafa verið og þetta hávaxtastig sem Seðlabankinn viðheldur sem gerir það að verkum að þau komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn.“ Húnn segir að stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að axla ábyrgð. „Við í verkalýðshreyfingunni höfum axlað ábyrgð, við höfum samið um hófstillta kjarasamninga, við sömdum um þessar auknu húsnæðisbætur. Við höfum lagt fram aftur og aftur og aftur mjög einfaldar tillögur. Það er einfaldlega kominn tími á að stjórnvöld og opinberir aðilar axli ábyrgð.“ Setur traust sitt á þingmenn með bakgrunn í verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna bindur vonir við að þingmenn sem koma úr verkalýðshreyfingunni geti lagt sín lóð á vogarskálarnar svo árangur náist. Hún nefnir sérstaklega Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og fyrrum formann VR og Kristján Þórð Snæbjarnarson sem áður var forseti Alþýðusambandsins en er nú þingmaður Samfylkingar. „Ragnar Þór hefur verið mikill baráttumaður fyrir hagsmunum þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem hafa verið fórnarlömb þessa ástands. Hann leiðir sérstakan húsnæðishóp á vegum stjórnvalda. Ég bind vonir við það að vegna hans miklu innsýnar í þennan málaflokk þá geti hann barist fyrir því á vettvangi stjórnvalda að árangur náist.“ Húsnæðismál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun kemur fram að áhrif hærri húsnæðisbóta séu horfin vegna hækkunar á leiguverði. Breytingar á lögum um húsnæðisbetur tóku gildi 1. júní í fyrra og hækkuðu grunnfjárhæðir þá um fjórðung. Lagabreytingarnar voru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar tengdar kjarasamningsgerð á síðasta ári. Hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði hækkaði eftir lagabreytingar þar sem bætur hækkuðu á síðasta ári. Nú er það nánast það sama og fyrir lagabreytingu.Vísir „Þetta er auðvitað ömurlegt. Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst er að stjórnvöld hafa ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að svona lagað geti nokkurn tíman gerst,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í kvöldfréttum Sýnar. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum“ Árið 2022, þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu sagði Kristrún Frostadóttir núverandi forsætisráðherra að leigusalar myndu hirða hækkun húsnæðisbóta ef ekki yrði sett bremsa á hækkun leiguverðs. Leigubremsa er eitt af þeim úrræðum sem Sólveig Anna vill sjá að gripið verði til. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum. Það sem þarf að gera það er mjög skýrt fyrir okkur í Eflingu. Það þarf að byrja á að takmarka verulega skammtímaleigu eins og Airbnb, það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi á milli framboðs og eftirspurnar sem auðvitað heldur þessum leigumarkaði jafn veikum og hann er.“ Þá segir hún stóran hluta vandans vera það húsnæði sem hafi verið byggt og í raun sé ekki fræðilegur möguleiki fyrir Eflingarfólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ráðast þurfi í verulega húsnæðisuppbyggingu fyrir tekjulægri hópa. „Það fólk er einfaldlega fast í klóm á leigusölum. Jafnvel 70% af ráðstöfunartekjum þessa fólks rennur beint í vasann á leigusölum. Þau geta ekki lagt fyrir, þau geta ekki safnað fyrir íbúð. Jafnvel þó þau geti það þá eru takmörkin sem sett hafa verið og þetta hávaxtastig sem Seðlabankinn viðheldur sem gerir það að verkum að þau komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn.“ Húnn segir að stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að axla ábyrgð. „Við í verkalýðshreyfingunni höfum axlað ábyrgð, við höfum samið um hófstillta kjarasamninga, við sömdum um þessar auknu húsnæðisbætur. Við höfum lagt fram aftur og aftur og aftur mjög einfaldar tillögur. Það er einfaldlega kominn tími á að stjórnvöld og opinberir aðilar axli ábyrgð.“ Setur traust sitt á þingmenn með bakgrunn í verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna bindur vonir við að þingmenn sem koma úr verkalýðshreyfingunni geti lagt sín lóð á vogarskálarnar svo árangur náist. Hún nefnir sérstaklega Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og fyrrum formann VR og Kristján Þórð Snæbjarnarson sem áður var forseti Alþýðusambandsins en er nú þingmaður Samfylkingar. „Ragnar Þór hefur verið mikill baráttumaður fyrir hagsmunum þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem hafa verið fórnarlömb þessa ástands. Hann leiðir sérstakan húsnæðishóp á vegum stjórnvalda. Ég bind vonir við það að vegna hans miklu innsýnar í þennan málaflokk þá geti hann barist fyrir því á vettvangi stjórnvalda að árangur náist.“
Húsnæðismál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira