Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2025 14:52 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar. Vísir/Arnar Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í Arctic fish fyrir um tvo milljarða króna í hlutafjáraukningu félagsins. Félagið hefur boðað hlutafjáraukninguna til þess að bæta eiginfjárhlutfall sitt, en félagið tapaði um 637 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. Arctic fish, sem er að mestu í eigu norska fiskeldisrisans Mowi og Síldarvinnslunnar, birti í gær uppgjör fyrir fyrri hluta ársins. Í tilkynningu félagsins til Euronext kauphallarinnar í Noregi segir að framleiðsla hafi gengið vel á tímabilinu en á sama tíma hafi markaðsaðstæður verið erfiðar vegna lágs markaðsverðs lax. Slátruðu miklu meira en töpuðu samt Félagið hafi slátrað 2.020 tonnum á tímabilinu, samanborið við 1.275 tonn á sama tímabili í fyrra. Það gerir 58 prósenta aukningu milli ára. Aftur á móti hafi afkoma félagsins verið neikvæð um 2,19 evrur á hvert slátrað kíló. Það gerir tap upp á 637 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, miðað við gengi dagsins í dag. Auka hlutafé til að uppfylla skilyrði lánasamninga Þá segir í tilkynningunni frá fyrirhugaðri hlutafjáraukningu upp á 35 milljónir evra, eða um fimm milljarða króna. Henni sé ætlað að bæta eiginfjárstöðu félagsins til þess að koma í veg fyrir gjaldfellingu lána félagsins. Gjaldfellingarákvæði tengd eiginfjárhlutfalli sé að finna í lánasamningum félagsins en ekki afkomutengd. Í tilkynningunni segir að tveir stærstu hlutahafar félagsins, Mowi sem fer með 51,8 prósenta hlut, og Síldavinnslan sem fer með 34,19 prósenta hlut, hafi þegar gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir öllum hlutunum í samræmi við eignarhlutfall og á dagslokagengi félagsins í gær, 31,8 norskum krónum á hlut. Í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallar segir þannig að félagið muni skrá sig fyrir 40 prósentum hlutanna fyrir samtals fjórtán milljónir evra. Það gerir rétt rúmlega tvo milljarða króna. Síldarvinnslan keypti upphaflega 34,19 prósenta hlut í Arctic fish árið 2022 á genginu 100 norskar krónur á hlut. Fiskeldi Síldarvinnslan Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Arctic fish, sem er að mestu í eigu norska fiskeldisrisans Mowi og Síldarvinnslunnar, birti í gær uppgjör fyrir fyrri hluta ársins. Í tilkynningu félagsins til Euronext kauphallarinnar í Noregi segir að framleiðsla hafi gengið vel á tímabilinu en á sama tíma hafi markaðsaðstæður verið erfiðar vegna lágs markaðsverðs lax. Slátruðu miklu meira en töpuðu samt Félagið hafi slátrað 2.020 tonnum á tímabilinu, samanborið við 1.275 tonn á sama tímabili í fyrra. Það gerir 58 prósenta aukningu milli ára. Aftur á móti hafi afkoma félagsins verið neikvæð um 2,19 evrur á hvert slátrað kíló. Það gerir tap upp á 637 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, miðað við gengi dagsins í dag. Auka hlutafé til að uppfylla skilyrði lánasamninga Þá segir í tilkynningunni frá fyrirhugaðri hlutafjáraukningu upp á 35 milljónir evra, eða um fimm milljarða króna. Henni sé ætlað að bæta eiginfjárstöðu félagsins til þess að koma í veg fyrir gjaldfellingu lána félagsins. Gjaldfellingarákvæði tengd eiginfjárhlutfalli sé að finna í lánasamningum félagsins en ekki afkomutengd. Í tilkynningunni segir að tveir stærstu hlutahafar félagsins, Mowi sem fer með 51,8 prósenta hlut, og Síldavinnslan sem fer með 34,19 prósenta hlut, hafi þegar gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir öllum hlutunum í samræmi við eignarhlutfall og á dagslokagengi félagsins í gær, 31,8 norskum krónum á hlut. Í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallar segir þannig að félagið muni skrá sig fyrir 40 prósentum hlutanna fyrir samtals fjórtán milljónir evra. Það gerir rétt rúmlega tvo milljarða króna. Síldarvinnslan keypti upphaflega 34,19 prósenta hlut í Arctic fish árið 2022 á genginu 100 norskar krónur á hlut.
Fiskeldi Síldarvinnslan Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04