Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. ágúst 2025 13:25 Guðrún Aspelund, sóttvarnalækni, segir mikilvægt að fólk leiti sér ráðlegginga fyrir ferðalög þar sem moskítóflugur eru. vísir/Arnar Tæplega tíu ára drengur lést í vikunni á Landspítalanum úr malaríu en hann veiktist eftir að hafa verið á ferðalagi í Úganda með fjölskyldu sinni. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að meðaltali fjóra greinast með malaríu á hverju ári á Íslandi. Hún hvetur þá sem hyggja á ferðalög til ákveðinna svæða að leita sér ráðgjafar. Systir drengsins sem er um tveggja ára fékk einnig malaríu á Landspítalanum. Drengurinn veiktist skyndilega og lést fyrir þremur dögum á spítalanum. Malaría smitast ekki á milli manna heldur með biti moskítóflugna. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir því aðeins þá sem hafa verið á ferðalögum þar sem moskítóflugur eru geta veikst af malaríu. „Það er helst í Afríku sunnan Sahara og flest smit hér, sérstaklega síðustu ár, hafa komið þaðan. Það er einnig í öðrum löndum eins og hlutum Asíu, Kyrrahafseyjum og Haítí þannig það er ekki eingöngu þar en mest þar. Ekki sé algengt að fólk greinist með malaríu á Íslandi. „Það hafa verið ár þar sem enginn hefur greinst hér en svo er þetta svona frá einn til fjórir fimm. Síðustu ár kannski er þetta svona um fjórir að meðaltali á ári.“ Misjafnt sé hversu alvarlega fólk veikist ef það fær malaríu. „Þeir sem leita og fá meðferð jafna sig en þetta getur haft mjög hraðan gang.“ Þá leggst sjúkdómurinn þyngra á börn en fullorðna. „Börn eru sérstaklega viðkvæm og þau eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Malaría er gríðarlega algeng og það eru hundruð milljóna sem smitast af malaríu á hverju ári og mikill fjöldi sem einnig deyr af völdum malaríu. Þannig þetta er ennþá mikið vandamál. Það er verið að þróa ákveðin bóluefni sem eru til sem er hægt að nota fyrir börn á þessum stöðum en þetta eru ekki bóluefni sem eru í almennri notkun eða notuð fyrir ferðamenn. Þannig það þarf að reiða sig á almennar varnir gegn moskítóbiti sem er líka mjög mikilvægt og svo þessi lyf sem hægt er að taka í forvarnarskyni ef farið er á þessa staði.“ Þá segir Guðrún mikilvægt að fólk sem hyggi á ferðalög til ákveðinni svæða undirbúi sig vel. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Systir drengsins sem er um tveggja ára fékk einnig malaríu á Landspítalanum. Drengurinn veiktist skyndilega og lést fyrir þremur dögum á spítalanum. Malaría smitast ekki á milli manna heldur með biti moskítóflugna. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir því aðeins þá sem hafa verið á ferðalögum þar sem moskítóflugur eru geta veikst af malaríu. „Það er helst í Afríku sunnan Sahara og flest smit hér, sérstaklega síðustu ár, hafa komið þaðan. Það er einnig í öðrum löndum eins og hlutum Asíu, Kyrrahafseyjum og Haítí þannig það er ekki eingöngu þar en mest þar. Ekki sé algengt að fólk greinist með malaríu á Íslandi. „Það hafa verið ár þar sem enginn hefur greinst hér en svo er þetta svona frá einn til fjórir fimm. Síðustu ár kannski er þetta svona um fjórir að meðaltali á ári.“ Misjafnt sé hversu alvarlega fólk veikist ef það fær malaríu. „Þeir sem leita og fá meðferð jafna sig en þetta getur haft mjög hraðan gang.“ Þá leggst sjúkdómurinn þyngra á börn en fullorðna. „Börn eru sérstaklega viðkvæm og þau eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Malaría er gríðarlega algeng og það eru hundruð milljóna sem smitast af malaríu á hverju ári og mikill fjöldi sem einnig deyr af völdum malaríu. Þannig þetta er ennþá mikið vandamál. Það er verið að þróa ákveðin bóluefni sem eru til sem er hægt að nota fyrir börn á þessum stöðum en þetta eru ekki bóluefni sem eru í almennri notkun eða notuð fyrir ferðamenn. Þannig það þarf að reiða sig á almennar varnir gegn moskítóbiti sem er líka mjög mikilvægt og svo þessi lyf sem hægt er að taka í forvarnarskyni ef farið er á þessa staði.“ Þá segir Guðrún mikilvægt að fólk sem hyggi á ferðalög til ákveðinni svæða undirbúi sig vel.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira