Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. ágúst 2025 13:25 Guðrún Aspelund, sóttvarnalækni, segir mikilvægt að fólk leiti sér ráðlegginga fyrir ferðalög þar sem moskítóflugur eru. vísir/Arnar Tæplega tíu ára drengur lést í vikunni á Landspítalanum úr malaríu en hann veiktist eftir að hafa verið á ferðalagi í Úganda með fjölskyldu sinni. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að meðaltali fjóra greinast með malaríu á hverju ári á Íslandi. Hún hvetur þá sem hyggja á ferðalög til ákveðinna svæða að leita sér ráðgjafar. Systir drengsins sem er um tveggja ára fékk einnig malaríu á Landspítalanum. Drengurinn veiktist skyndilega og lést fyrir þremur dögum á spítalanum. Malaría smitast ekki á milli manna heldur með biti moskítóflugna. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir því aðeins þá sem hafa verið á ferðalögum þar sem moskítóflugur eru geta veikst af malaríu. „Það er helst í Afríku sunnan Sahara og flest smit hér, sérstaklega síðustu ár, hafa komið þaðan. Það er einnig í öðrum löndum eins og hlutum Asíu, Kyrrahafseyjum og Haítí þannig það er ekki eingöngu þar en mest þar. Ekki sé algengt að fólk greinist með malaríu á Íslandi. „Það hafa verið ár þar sem enginn hefur greinst hér en svo er þetta svona frá einn til fjórir fimm. Síðustu ár kannski er þetta svona um fjórir að meðaltali á ári.“ Misjafnt sé hversu alvarlega fólk veikist ef það fær malaríu. „Þeir sem leita og fá meðferð jafna sig en þetta getur haft mjög hraðan gang.“ Þá leggst sjúkdómurinn þyngra á börn en fullorðna. „Börn eru sérstaklega viðkvæm og þau eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Malaría er gríðarlega algeng og það eru hundruð milljóna sem smitast af malaríu á hverju ári og mikill fjöldi sem einnig deyr af völdum malaríu. Þannig þetta er ennþá mikið vandamál. Það er verið að þróa ákveðin bóluefni sem eru til sem er hægt að nota fyrir börn á þessum stöðum en þetta eru ekki bóluefni sem eru í almennri notkun eða notuð fyrir ferðamenn. Þannig það þarf að reiða sig á almennar varnir gegn moskítóbiti sem er líka mjög mikilvægt og svo þessi lyf sem hægt er að taka í forvarnarskyni ef farið er á þessa staði.“ Þá segir Guðrún mikilvægt að fólk sem hyggi á ferðalög til ákveðinni svæða undirbúi sig vel. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Systir drengsins sem er um tveggja ára fékk einnig malaríu á Landspítalanum. Drengurinn veiktist skyndilega og lést fyrir þremur dögum á spítalanum. Malaría smitast ekki á milli manna heldur með biti moskítóflugna. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir því aðeins þá sem hafa verið á ferðalögum þar sem moskítóflugur eru geta veikst af malaríu. „Það er helst í Afríku sunnan Sahara og flest smit hér, sérstaklega síðustu ár, hafa komið þaðan. Það er einnig í öðrum löndum eins og hlutum Asíu, Kyrrahafseyjum og Haítí þannig það er ekki eingöngu þar en mest þar. Ekki sé algengt að fólk greinist með malaríu á Íslandi. „Það hafa verið ár þar sem enginn hefur greinst hér en svo er þetta svona frá einn til fjórir fimm. Síðustu ár kannski er þetta svona um fjórir að meðaltali á ári.“ Misjafnt sé hversu alvarlega fólk veikist ef það fær malaríu. „Þeir sem leita og fá meðferð jafna sig en þetta getur haft mjög hraðan gang.“ Þá leggst sjúkdómurinn þyngra á börn en fullorðna. „Börn eru sérstaklega viðkvæm og þau eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Malaría er gríðarlega algeng og það eru hundruð milljóna sem smitast af malaríu á hverju ári og mikill fjöldi sem einnig deyr af völdum malaríu. Þannig þetta er ennþá mikið vandamál. Það er verið að þróa ákveðin bóluefni sem eru til sem er hægt að nota fyrir börn á þessum stöðum en þetta eru ekki bóluefni sem eru í almennri notkun eða notuð fyrir ferðamenn. Þannig það þarf að reiða sig á almennar varnir gegn moskítóbiti sem er líka mjög mikilvægt og svo þessi lyf sem hægt er að taka í forvarnarskyni ef farið er á þessa staði.“ Þá segir Guðrún mikilvægt að fólk sem hyggi á ferðalög til ákveðinni svæða undirbúi sig vel.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira