Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 17:30 Maryna Bekh-Romanchuk fagnar Evrópumeistaratitli sínum með fána Úkraínu. EPA/CHRISTIAN BRUNA HIn úkraínska Maryna Bekh-Romanchuk má ekki keppa í íþrótt sinni eða öðrum íþróttum næstu fjögur árin eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Lyfjaeftirlit frjálsra íþrótta, Athletics Integrity Unit, sendi frá sér fréttatilkynningu um að hin þrítuga Bekh-Romanchuk sé nú komin í fjögurra ára bann. Bannið nær frá 13. maí á þessu ári til 12. maí 2029 eða vel fram yfir næstu Ólympíuleika. Maryna Bekh-Romanchuk 🇺🇦 has been banned for 4 years by the AIU for presence/use of testosterone!The 29-year-old is a multiple World medallist in the Long Jump and Triple Jump, where she has Personal Bests of 6.96m and 15.02m, respectively.• Out-of-competition urine test… pic.twitter.com/4I8jLS9lCG— Track & Field Gazette (@TrackGazette) August 19, 2025 Testósterón fannst í sýni Bekh-Romanchuk í lyfjaprófi sem var tekið 7. desember síðastliðinn. Það var tekið utan keppni. Bekh-Romanchuk er ein frægasta íþróttakona Úkraínu en hún hefur ekki keppt síðan í ágúst á síðasta ári. Stuttu áður en bann hennar var staðfest gaf hún út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist vera komin í leyfi og sagði að von væri á dómi sem hún væri ósátt við. Hún lýsti yfir sakleysi sínu og sagðist aldrei hafa notað ólögleg lyf. Bekh-Romantschuk varð í ellefta sæti í þrístökki kvenna á Ólympíuleikunum í París 2024. Hún á silfur í bæði þrístökki og langstökki á heimsmeistaramóti utanhúss. Hún hefur einnig unnið silfur í þrístökki á HM innanhúss. Bekh-Romantschuk varð líka Evrópumeistari þrístökki utanhúss 2022 og í þrístökki innanhúss 2021. Hún var þjóðhetja eftir sigur sinn á EM í München í ágúst 2022 en þá voru bara nokkrir mánuðir liðnir frá innrás Rússa í Úkraínu. The AIU has banned Maryna Bekh-Romanchuk (Ukraine) for 4 years from 13 May 2025 for Presence/Use of a Prohibited Substance (Testosterone). DQ results from 7 December 2024Details here: https://t.co/ZKv7jeHRwZ pic.twitter.com/tXxtbCBYR0— Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 19, 2025 Frjálsar íþróttir Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ Sjá meira
Lyfjaeftirlit frjálsra íþrótta, Athletics Integrity Unit, sendi frá sér fréttatilkynningu um að hin þrítuga Bekh-Romanchuk sé nú komin í fjögurra ára bann. Bannið nær frá 13. maí á þessu ári til 12. maí 2029 eða vel fram yfir næstu Ólympíuleika. Maryna Bekh-Romanchuk 🇺🇦 has been banned for 4 years by the AIU for presence/use of testosterone!The 29-year-old is a multiple World medallist in the Long Jump and Triple Jump, where she has Personal Bests of 6.96m and 15.02m, respectively.• Out-of-competition urine test… pic.twitter.com/4I8jLS9lCG— Track & Field Gazette (@TrackGazette) August 19, 2025 Testósterón fannst í sýni Bekh-Romanchuk í lyfjaprófi sem var tekið 7. desember síðastliðinn. Það var tekið utan keppni. Bekh-Romanchuk er ein frægasta íþróttakona Úkraínu en hún hefur ekki keppt síðan í ágúst á síðasta ári. Stuttu áður en bann hennar var staðfest gaf hún út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist vera komin í leyfi og sagði að von væri á dómi sem hún væri ósátt við. Hún lýsti yfir sakleysi sínu og sagðist aldrei hafa notað ólögleg lyf. Bekh-Romantschuk varð í ellefta sæti í þrístökki kvenna á Ólympíuleikunum í París 2024. Hún á silfur í bæði þrístökki og langstökki á heimsmeistaramóti utanhúss. Hún hefur einnig unnið silfur í þrístökki á HM innanhúss. Bekh-Romantschuk varð líka Evrópumeistari þrístökki utanhúss 2022 og í þrístökki innanhúss 2021. Hún var þjóðhetja eftir sigur sinn á EM í München í ágúst 2022 en þá voru bara nokkrir mánuðir liðnir frá innrás Rússa í Úkraínu. The AIU has banned Maryna Bekh-Romanchuk (Ukraine) for 4 years from 13 May 2025 for Presence/Use of a Prohibited Substance (Testosterone). DQ results from 7 December 2024Details here: https://t.co/ZKv7jeHRwZ pic.twitter.com/tXxtbCBYR0— Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 19, 2025
Frjálsar íþróttir Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ Sjá meira