Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2025 10:28 Lögregluþjónar í þingsal í Texas í gær. Þeir hafa fylgt þingmönnum Demókrataflokksins eftir. AP/Eric Gay Demókratar á ríkisþingi í Texas sneru aftur heim í gærkvöldi og þurfa nú að sæta eftirliti lögregluþjóna, svo þeir flýi ekki aftur og svo Repúblikanar geti gert mjög umdeildar breytingar á kjördæmum ríkjanna. Rúmlega fimmtíu ríkisþingmenn Demókrataflokksins höfðu flúið Texas til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu samþykkt frumvarp um breytt kjördæmi í ríkinu sem markvisst er ætlað að fækka kjördæmum sem Demókratar þykja líklegir til að sigra í og þar með fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um fimm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur þrýst á Repúblikana í fleiri ríkjum að gera svipaðar breytingar, með því markmið að bæta stöðu flokksins fyrir þingkosningar á næsta ári og tryggja að Demókratar nái ekki meirihluta í fulltrúadeildinni, eins og hefur oft gerst í þingkosningum á miðju kjörtímabili forseta. Demókratar hafa hótað því að grípa til sambærilegra aðgerða í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn en Repúblikanar hafa yfirhöndina. Eftir að þingmennirnir flúðu Texas gáfu Repúblikanar út handtökuskipanir á hendur þeim og reyndu að bola minnst einum þingmanni úr sæti sínu, svo eitthvað sé nefnt. Sérstökum þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, kallaði til lauk á föstudaginn og sneru margir af Demókrötunum því aftur í gær, samkvæmt Texas Tribune. Nógu margir til að hægt væri að kalla saman þing á nýjan leik en hundrað þingmenn af 150 þarf til að þingfundur sé lögmætur. Abbott kallaði þá strax þingmenn saman aftur og greip til aðgerða til að koma í veg fyrir að Demókratar geti flúið á nýjan leik. Stuðningsmenn Demókrata fögnuðu þeim í gær.AP/Stephen Spillman Meðal annars er þeim fylgt eftir af lögregluþjónum í þinghúsinu og þeir hafa einnig verið þvingaðir til að samþykkja eftirlit, vilji þeir fara út úr þingsal. Einn þingmaður neitaði, samkvæmt AP fréttaveitunni, og var í þingsal í alla nótt. Lögregluþjónar hafa beðið eftir þingmönnum fyrir utan skrifstofur þeirra og einn segir lögregluþjón, sem hafði varið mestum deginum á sófa inn á skrifstofu hennar, hafa elt hana heim. Hann elti hana líka í hádegismat og fylgdi henni eftir þegar hún fór á klósettið. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Rúmlega fimmtíu ríkisþingmenn Demókrataflokksins höfðu flúið Texas til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu samþykkt frumvarp um breytt kjördæmi í ríkinu sem markvisst er ætlað að fækka kjördæmum sem Demókratar þykja líklegir til að sigra í og þar með fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um fimm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur þrýst á Repúblikana í fleiri ríkjum að gera svipaðar breytingar, með því markmið að bæta stöðu flokksins fyrir þingkosningar á næsta ári og tryggja að Demókratar nái ekki meirihluta í fulltrúadeildinni, eins og hefur oft gerst í þingkosningum á miðju kjörtímabili forseta. Demókratar hafa hótað því að grípa til sambærilegra aðgerða í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn en Repúblikanar hafa yfirhöndina. Eftir að þingmennirnir flúðu Texas gáfu Repúblikanar út handtökuskipanir á hendur þeim og reyndu að bola minnst einum þingmanni úr sæti sínu, svo eitthvað sé nefnt. Sérstökum þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, kallaði til lauk á föstudaginn og sneru margir af Demókrötunum því aftur í gær, samkvæmt Texas Tribune. Nógu margir til að hægt væri að kalla saman þing á nýjan leik en hundrað þingmenn af 150 þarf til að þingfundur sé lögmætur. Abbott kallaði þá strax þingmenn saman aftur og greip til aðgerða til að koma í veg fyrir að Demókratar geti flúið á nýjan leik. Stuðningsmenn Demókrata fögnuðu þeim í gær.AP/Stephen Spillman Meðal annars er þeim fylgt eftir af lögregluþjónum í þinghúsinu og þeir hafa einnig verið þvingaðir til að samþykkja eftirlit, vilji þeir fara út úr þingsal. Einn þingmaður neitaði, samkvæmt AP fréttaveitunni, og var í þingsal í alla nótt. Lögregluþjónar hafa beðið eftir þingmönnum fyrir utan skrifstofur þeirra og einn segir lögregluþjón, sem hafði varið mestum deginum á sófa inn á skrifstofu hennar, hafa elt hana heim. Hann elti hana líka í hádegismat og fylgdi henni eftir þegar hún fór á klósettið.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira