Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar 19. ágúst 2025 12:00 Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr Bæ, nótur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar eða frumútgáfur af fyrstu hljóðritun hljómsveitarinnar Loga. En það var annars konar fortíð og enn markverðari gripir sem tóku á móti mér í stuttri heimsókn á dögunum. Það eru ekki mörg söfn á Íslandi sem fá gesti til að staldra við strax í dyrunum og anda aðeins dýpra. Fágætissafnið í Safnahúsinu, vestan við Ráðhúsið í Vestmannaeyjum, er slíkur staður. Þar ríkir andrúmsloft sem minnir á helgidóm – safn sem sameinar íslenskan þjóðararf, listasögu og menningararf Vestmannaeyja með þeim hætti að aðkomumaður finnur strax að hér er ekkert tilviljunum háð. Á efstu hæð hússins er Byggðasafnið með margvíslegum útfærslum á sögu Eyjamanna. Á jarðhæð er Bókasafnið og í kjallaranum er Fágætissafnið. Í stafni stendur Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja frá árinu 2007. Kári er magister í íslenskum fræðum og með B.A. í heimspeki – en það sem stendur ekki á prófskírteinum er einstök einlægni hans og virðing fyrir efninu sem hann vinnur með. Hann er ekki aðeins safnvörður heldur fræðari, sögumaður og varðmaður minninganna. Fingur hans snerta af varfærni blaðsíður margra alda gamalla bóka, og málfar hans er stundum eilítið fornt líkt og gripirnir sem hann sýnir. Hann er sjálfur orðinn hluti af fágætum Eyjanna. Safnið var formlega opnað 18. maí síðastliðinn í glæsilegum nýjum sýningarsal á neðri hæð Safnahússins. Uppsetningin, verk Sigrúnar Örnu Gunnarsdóttur, er sjálf til sýnis – allt frá rakastýringu til lýsingar og skápa, útfært af nákvæmni og smekk. Kjarninn í safninu er ómetanleg bókagjöf Ágústs Einarssonar, fyrrverandi prófessors og rektors, sem gaf um 1.500 sjaldgæfar bækur í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar útgerðarmanns. Þar á meðal eru allar íslenskar útgáfur Biblíunnar, allt frá Guðbrandsbiblíu 1584 til nýjustu útgáfna. En bókakosturinn er aðeins hluti sögunnar. Á veggjum hangir eitt stærsta safn verka Jóhannesar Kjarvals. Flest verkin, 37 talsins, komu úr fórum Sigfúsar M. Johnsen, fyrrum bæjarfógeta, og hafa ekki áður verið aðgengileg almenningi. Að frumkvæði Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrverandi skólastjóra, heiðursborgara Vestmannaeyja og hvatamanns að stofnun Byggðasafnsins, ákvað Sigfús að gefa dýrgripi Kjarvals til bæjarins. Í svonefndu átthagarými prýða nokkur málverk Júlíönu Sveinsdóttur veggi. Þar eru einnig varðveitt um tvö þúsund rit og blöð um Eyjarnar, að mestu safnað af Þorsteini sjálfum. Að auki eru þar fágæt Íslandskort, allt frá 16. öld, sem nú má sjá í frumútgáfum. Fágætissafnið er ekki einungis varðveisla fortíðar – það er lifandi vitnisburður um menningarlega sjálfsmynd Eyjanna og þeirra sem hafa lagt sig fram við að varðveita hana. Þegar gengið er aftur út í sjávarloftið, með sögur safna- og sagnameistarans Kára í fersku minni, er líkt og maður hafi siglt í gegnum tíma. Augun eru enn föst við undurfögur málverk Kjarvals og gullbrúnar blaðsíður Guðbrandsbiblíunnar. Og líkast til hugsa margir það sama eftir heimsóknina: að safnið sjálft – og maðurinn sem heldur utan um það – séu fágætir dýrgripir í menningarflóru Íslands. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Söfn Gunnar Salvarsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr Bæ, nótur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar eða frumútgáfur af fyrstu hljóðritun hljómsveitarinnar Loga. En það var annars konar fortíð og enn markverðari gripir sem tóku á móti mér í stuttri heimsókn á dögunum. Það eru ekki mörg söfn á Íslandi sem fá gesti til að staldra við strax í dyrunum og anda aðeins dýpra. Fágætissafnið í Safnahúsinu, vestan við Ráðhúsið í Vestmannaeyjum, er slíkur staður. Þar ríkir andrúmsloft sem minnir á helgidóm – safn sem sameinar íslenskan þjóðararf, listasögu og menningararf Vestmannaeyja með þeim hætti að aðkomumaður finnur strax að hér er ekkert tilviljunum háð. Á efstu hæð hússins er Byggðasafnið með margvíslegum útfærslum á sögu Eyjamanna. Á jarðhæð er Bókasafnið og í kjallaranum er Fágætissafnið. Í stafni stendur Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja frá árinu 2007. Kári er magister í íslenskum fræðum og með B.A. í heimspeki – en það sem stendur ekki á prófskírteinum er einstök einlægni hans og virðing fyrir efninu sem hann vinnur með. Hann er ekki aðeins safnvörður heldur fræðari, sögumaður og varðmaður minninganna. Fingur hans snerta af varfærni blaðsíður margra alda gamalla bóka, og málfar hans er stundum eilítið fornt líkt og gripirnir sem hann sýnir. Hann er sjálfur orðinn hluti af fágætum Eyjanna. Safnið var formlega opnað 18. maí síðastliðinn í glæsilegum nýjum sýningarsal á neðri hæð Safnahússins. Uppsetningin, verk Sigrúnar Örnu Gunnarsdóttur, er sjálf til sýnis – allt frá rakastýringu til lýsingar og skápa, útfært af nákvæmni og smekk. Kjarninn í safninu er ómetanleg bókagjöf Ágústs Einarssonar, fyrrverandi prófessors og rektors, sem gaf um 1.500 sjaldgæfar bækur í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar útgerðarmanns. Þar á meðal eru allar íslenskar útgáfur Biblíunnar, allt frá Guðbrandsbiblíu 1584 til nýjustu útgáfna. En bókakosturinn er aðeins hluti sögunnar. Á veggjum hangir eitt stærsta safn verka Jóhannesar Kjarvals. Flest verkin, 37 talsins, komu úr fórum Sigfúsar M. Johnsen, fyrrum bæjarfógeta, og hafa ekki áður verið aðgengileg almenningi. Að frumkvæði Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrverandi skólastjóra, heiðursborgara Vestmannaeyja og hvatamanns að stofnun Byggðasafnsins, ákvað Sigfús að gefa dýrgripi Kjarvals til bæjarins. Í svonefndu átthagarými prýða nokkur málverk Júlíönu Sveinsdóttur veggi. Þar eru einnig varðveitt um tvö þúsund rit og blöð um Eyjarnar, að mestu safnað af Þorsteini sjálfum. Að auki eru þar fágæt Íslandskort, allt frá 16. öld, sem nú má sjá í frumútgáfum. Fágætissafnið er ekki einungis varðveisla fortíðar – það er lifandi vitnisburður um menningarlega sjálfsmynd Eyjanna og þeirra sem hafa lagt sig fram við að varðveita hana. Þegar gengið er aftur út í sjávarloftið, með sögur safna- og sagnameistarans Kára í fersku minni, er líkt og maður hafi siglt í gegnum tíma. Augun eru enn föst við undurfögur málverk Kjarvals og gullbrúnar blaðsíður Guðbrandsbiblíunnar. Og líkast til hugsa margir það sama eftir heimsóknina: að safnið sjálft – og maðurinn sem heldur utan um það – séu fágætir dýrgripir í menningarflóru Íslands. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun