Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2025 11:11 Shakira þegar hún flutti lagið „Waka waka“ í Jóhannesarborg daginn fyrir opnunarleik HM árið 2010. Viðlagið var fengið beint úr þá tæplega aldarfjórðungsgömlu afrísku lagi. Vísir/EPA Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna. Í visku sinni ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA að fá hvíta Kólumbíukonu til þess að semja og flytja lag heimsmeistaramótsins árið 2010, þess fyrsta sem haldið var í Afríku. Sambandið gerði það þó að skilyrði að hún yrði að vinna með afrískum tónlistarmönnum. Shakira skilaði inn laginu „Waka Waka“ sem sló rækilega í gegn víða um heim. Áður en mótið hófst þurfti hún þó að gera sátt við kamerúnsku hljómsveitina Zangalewa en viðlag „Waka Waka“ var tekið beint upp úr lagi sveitarinnar frá 1986. FIFA og Sony Music, útgefandi lagsins, héldu því fram á sínum tíma að „allur ágóði“ af laginu rynni til verkefnis um að reisa tuttugu fótboltamiðstöðvar fyrir lýðheilsu, menntun og knattspyrnu í Afríku auk annarra afrískra góðgerðasamtaka. Rannsóknarblaðamennskumiðillinn Josimar sem sérhæfir sig í knattspyrnu segir að vinsældir lagsins hafi leitt til þess að miðstöðvarnar hafi risið á aðeins fjórum árum. Síðan þá hafi ágóðinn af tugum milljóna áhorfa, hlustana og niðurhala á laginu horfið. Hvorki FIFA, Sony Music né umboðsmenn Shakiru svöruðu spurningum miðilsins um hvert höfundaréttargreiðslur vegna lagsins hefðu farið frá 2014. Shakira og framleiðandinn fá meirihlutann þrátt fyrir að hafa ekki samið viðlagið Samkvæmt heimildum Josimar fékk Zangalewa, hljómsveitin sem Shakira og framleiðandi hennar stálu viðlaginu af, þriðjung af útgáfutekjum lagsins. Sjö manna afrísk hljómsveit, Freshlyground, sem spilaði á upptöku af laginu og kom fram við upphaf HM með Shakiru fékk fjögur prósent í sinn hlut. Framleiðandi Shakiru fékk sveitina til að spila inn á lagið til að uppfylla skilyrði FIFA um að afrískir tónlistarmenn ættu þátt í því. Rúm 39 prósent teknanna eru hins vegar sagðar hafa farið til Shakiru sjálfrar og rúm 23 prósent til framleiðanda hennar, Johns Hill, þótt hvorugt þeirra hafi samið viðlagið sem er þekktasta einkenni lagsins. Lagið sé enn fimmta vinsælasta lag Shakiru á tónlistarveitunni Spotify með milljarða spilana. Suðurafríska viðskiptablaðið Currency áætlaði nýlega að tekjur af laginu undanfarin ár næmu um níu milljónum dollara, jafnvirði meira en 1,1 milljarðs íslenskra króna. Tónlist Fótbolti Suður-Afríka Tengdar fréttir Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. 20. nóvember 2023 10:41 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Í visku sinni ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA að fá hvíta Kólumbíukonu til þess að semja og flytja lag heimsmeistaramótsins árið 2010, þess fyrsta sem haldið var í Afríku. Sambandið gerði það þó að skilyrði að hún yrði að vinna með afrískum tónlistarmönnum. Shakira skilaði inn laginu „Waka Waka“ sem sló rækilega í gegn víða um heim. Áður en mótið hófst þurfti hún þó að gera sátt við kamerúnsku hljómsveitina Zangalewa en viðlag „Waka Waka“ var tekið beint upp úr lagi sveitarinnar frá 1986. FIFA og Sony Music, útgefandi lagsins, héldu því fram á sínum tíma að „allur ágóði“ af laginu rynni til verkefnis um að reisa tuttugu fótboltamiðstöðvar fyrir lýðheilsu, menntun og knattspyrnu í Afríku auk annarra afrískra góðgerðasamtaka. Rannsóknarblaðamennskumiðillinn Josimar sem sérhæfir sig í knattspyrnu segir að vinsældir lagsins hafi leitt til þess að miðstöðvarnar hafi risið á aðeins fjórum árum. Síðan þá hafi ágóðinn af tugum milljóna áhorfa, hlustana og niðurhala á laginu horfið. Hvorki FIFA, Sony Music né umboðsmenn Shakiru svöruðu spurningum miðilsins um hvert höfundaréttargreiðslur vegna lagsins hefðu farið frá 2014. Shakira og framleiðandinn fá meirihlutann þrátt fyrir að hafa ekki samið viðlagið Samkvæmt heimildum Josimar fékk Zangalewa, hljómsveitin sem Shakira og framleiðandi hennar stálu viðlaginu af, þriðjung af útgáfutekjum lagsins. Sjö manna afrísk hljómsveit, Freshlyground, sem spilaði á upptöku af laginu og kom fram við upphaf HM með Shakiru fékk fjögur prósent í sinn hlut. Framleiðandi Shakiru fékk sveitina til að spila inn á lagið til að uppfylla skilyrði FIFA um að afrískir tónlistarmenn ættu þátt í því. Rúm 39 prósent teknanna eru hins vegar sagðar hafa farið til Shakiru sjálfrar og rúm 23 prósent til framleiðanda hennar, Johns Hill, þótt hvorugt þeirra hafi samið viðlagið sem er þekktasta einkenni lagsins. Lagið sé enn fimmta vinsælasta lag Shakiru á tónlistarveitunni Spotify með milljarða spilana. Suðurafríska viðskiptablaðið Currency áætlaði nýlega að tekjur af laginu undanfarin ár næmu um níu milljónum dollara, jafnvirði meira en 1,1 milljarðs íslenskra króna.
Tónlist Fótbolti Suður-Afríka Tengdar fréttir Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. 20. nóvember 2023 10:41 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. 20. nóvember 2023 10:41