Sport

Sló fjöru­tíu ára gamalt móts­met

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlynur Andrésson er Íslandsmethafi í tíu kílómetra hlaupi.
Hlynur Andrésson er Íslandsmethafi í tíu kílómetra hlaupi. frí

Hlynur Andrésson varð í dag Íslandsmeistari í tíu kílómetra hlaupi og sló fjörutíu ára gamalt mótsmet.

Hlynur kom í mark á 29:51,01 mínútum og bætti um leið mótsmet frá 1985 sem var 30:50,8 mínútur.

Í 2. sæti varð Stefán Kári Smárason en hann kom í mark á 31:51,98 mínútum og bætti sig um hálfa mínútu.

Stefán Pálsson varð þriðji á 33:05,55 mínútum en hann hljóp sitt fyrsta keppnishlaup í tíu kílómetrum á braut í dag.

Íris Dóra Snorradóttir var eini keppandinn í kvennaflokki. Hún hljóp á 36:28,00 mínútum og bætti sinn persónulega árangur um fimm sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×