Innlent

Tals­verðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnar­firði

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Aðsend

Slökkviliði og lögreglu var tilkynnt um eld í hesthúsi í Hafnarfirði í nótt. Í dagbók lögreglunnar segir að þegar hana hafi borið að garði hafi talverður eldur verið í þaki hússins.

Á Facebook-síðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er tekið í sama streng.

„Mikill eldur var í þaki þegar fyrsti dælubíll frá Hafnarfjarðarstöðinni kom á staðinn. Aðstoð barst fljótt frá öðrum stöðvum,“ segir í færslunni.

Fram kemur að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins og að um tíma hafi verið talsverður viðbúnaður á vettvangi.

Þá segir að skemmdir eftir brunann séu talsverðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×