Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2025 21:27 Tryggvi Hlinason var stigahæstur hjá Íslandi gegn Portúgal. Serhat Cagdas/Anadolu Agency via Getty Images Ísland tapaði naumlega, 83-79 gegn Portúgal í æfingaleik fyrir Evrópumótið í körfubolta. Ísland byrjaði leikinn vel og tók tíu stiga forystu strax í upphafi en var fljótt að missa hana frá sér. Leikurinn jafnaðist út en Ísland leiddi mest allan fyrri hálfleik og var þremur stigum yfir þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 45-42 fyrir Íslandi. Ísland missti svo forystuna í þriðja leikhluta og var lent fimm stigum á eftir Portúgal fyrir fjórða leikhlutann en var ekki lengi að jafna og gera lokamínúturnar spennandi. Strákunum okkar tókst að komast aftur yfir en þeir náðu ekki halda út til enda. Tryggvi Hlinason missti boltann, Haukur Helgi Pálsson klikkaði á þriggja stiga skoti og Elvar Már Friðriksson átti misheppnað sneiðskot á síðustu tveimur mínútunum. Á meðan setti Portúgal sín skot og víti ofan í til að tryggja sigurinn, lokatölur 83-79. Tryggvi Hlinason leiddi stigasöfnunina og frákastabaráttuna með 16 stig og 8 fráköst. Martin Hermannsson fylgdi honum eftir með 13 stig og 9 stoðsendingar, margar hverjar mjög glæsilegar. Maður leiksins var hins vegar bandaríski Portúgalinn Travante Williams, með 21 stig og 6 stolna bolta. Allir þrettán leikmenn Íslands tóku þátt í leiknum en Kári Jónsson og Sigtryggur Arnar Björnsson spiluðu aðeins um tvær mínútur hvor. Aðeins tólf leikmenn fara á lokamótið og talið er að valið verði milli þeirra tveggja. Förinni er nú haldið heim til Íslands áður en leiðin liggur til Litáen þann 21. ágúst í síðasta æfingaleikinn. Þaðan verður haldið til Katowice í Póllandi. Evrópumótið sjálft hefst þar þann 27. ágúst, fyrsti leikur Íslands verður gegn Ísrael degi síðar. Körfubolti Landslið karla í körfubolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Ísland byrjaði leikinn vel og tók tíu stiga forystu strax í upphafi en var fljótt að missa hana frá sér. Leikurinn jafnaðist út en Ísland leiddi mest allan fyrri hálfleik og var þremur stigum yfir þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 45-42 fyrir Íslandi. Ísland missti svo forystuna í þriðja leikhluta og var lent fimm stigum á eftir Portúgal fyrir fjórða leikhlutann en var ekki lengi að jafna og gera lokamínúturnar spennandi. Strákunum okkar tókst að komast aftur yfir en þeir náðu ekki halda út til enda. Tryggvi Hlinason missti boltann, Haukur Helgi Pálsson klikkaði á þriggja stiga skoti og Elvar Már Friðriksson átti misheppnað sneiðskot á síðustu tveimur mínútunum. Á meðan setti Portúgal sín skot og víti ofan í til að tryggja sigurinn, lokatölur 83-79. Tryggvi Hlinason leiddi stigasöfnunina og frákastabaráttuna með 16 stig og 8 fráköst. Martin Hermannsson fylgdi honum eftir með 13 stig og 9 stoðsendingar, margar hverjar mjög glæsilegar. Maður leiksins var hins vegar bandaríski Portúgalinn Travante Williams, með 21 stig og 6 stolna bolta. Allir þrettán leikmenn Íslands tóku þátt í leiknum en Kári Jónsson og Sigtryggur Arnar Björnsson spiluðu aðeins um tvær mínútur hvor. Aðeins tólf leikmenn fara á lokamótið og talið er að valið verði milli þeirra tveggja. Förinni er nú haldið heim til Íslands áður en leiðin liggur til Litáen þann 21. ágúst í síðasta æfingaleikinn. Þaðan verður haldið til Katowice í Póllandi. Evrópumótið sjálft hefst þar þann 27. ágúst, fyrsti leikur Íslands verður gegn Ísrael degi síðar.
Körfubolti Landslið karla í körfubolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum