Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. ágúst 2025 11:00 Atvik málsins eru sögð hafa átt sér stað á Akureyri. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu og rán sem hann á að hafa framið á Akureyri fyrir tveimur árum. Hann er grunaður um að bjóða manni að gista heima hjá sér, en meina honum síðan að fara og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé vegna fíkniefnaskuldar. Meint frelsissvipting mun hafa átt sér stað í byrjun mars 2023, á heimili meints árásarmanns á Akureyri. Ógnað með hníf, skærum og sprautunálum Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að árásarmaðurinn hafi boðið manninum, þeim sem varð fyrir árásinni, að gista. Maðurinn hafi komið á heimilið um tíuleytið umræddan morgun, en þá á árásarmaðurinn að hafa haldið því ítrekað fram að hann skuldaði óþekktum erlendum karlmönnum peninga sem hann yrði að greiða samstundis. Hann hafi því meinað manninum að fara út. Árásarmaðurinn er sagður hafa tekið af honum Iphone-snjallsíma, tvær MacBook-fartölvur, Playstation tölvu og tvær fjarstýringar í stíl. Hann er sagður hafa ógnað manninum með hníf, skærum og sprautunálum og skipað honum að greiða sér eina milljón króna. Bundinn með límbandi Í ákærunni segir að árásarmaðurinn hafi gefið hinum færi á að hringja í föður sinn í því skyni að afla fjármunina. Hann hafi verið neyddur til að segja föður sínum að hann sætti hótunum um ofbeldi af hendi erlendra manna myndi hann ekki greiða fíkniefnaskuldina undir eins. Honum var sagt að faðir hans yrði að leggja inn á hann peninga. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa bundið hinn í stól og bundið fyrir munninn á honum með límbandið. Síðan hafi árásarmaðurinn slegið og sparkað í hann. Síðan hafi hann losað manninn úr stólnum og látið hann sitja á gólfinu þar sem hann hafi fengið vatn úr skál á gólfinu. Héraðsdómur Norðurlands-eystra mun dæma í málinu.Vísir/Vilhelm Að lokum hafi óþekktur erlendur maður komið inn í íbúðina til að innheimta umrædda skuld. Fram kemur að maðurinn hafi ekki komist úr íbúðinni fyrr en um klukkan sex um kvöldið. Þá hafði hann verið í íbúðinni í um átta klukkustundir. Grunaður um brot gegn valdstjórninni Meintur árásarmaður er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Hann er sagður hafa sagt við lögreglumann sem var við skyldustörf að hann vissi hvar hann ætti heima. Það atvik mun hafa átt sér stað nokkrum dögum síðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Lögreglumál Dómsmál Akureyri Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Hann er grunaður um að bjóða manni að gista heima hjá sér, en meina honum síðan að fara og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé vegna fíkniefnaskuldar. Meint frelsissvipting mun hafa átt sér stað í byrjun mars 2023, á heimili meints árásarmanns á Akureyri. Ógnað með hníf, skærum og sprautunálum Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að árásarmaðurinn hafi boðið manninum, þeim sem varð fyrir árásinni, að gista. Maðurinn hafi komið á heimilið um tíuleytið umræddan morgun, en þá á árásarmaðurinn að hafa haldið því ítrekað fram að hann skuldaði óþekktum erlendum karlmönnum peninga sem hann yrði að greiða samstundis. Hann hafi því meinað manninum að fara út. Árásarmaðurinn er sagður hafa tekið af honum Iphone-snjallsíma, tvær MacBook-fartölvur, Playstation tölvu og tvær fjarstýringar í stíl. Hann er sagður hafa ógnað manninum með hníf, skærum og sprautunálum og skipað honum að greiða sér eina milljón króna. Bundinn með límbandi Í ákærunni segir að árásarmaðurinn hafi gefið hinum færi á að hringja í föður sinn í því skyni að afla fjármunina. Hann hafi verið neyddur til að segja föður sínum að hann sætti hótunum um ofbeldi af hendi erlendra manna myndi hann ekki greiða fíkniefnaskuldina undir eins. Honum var sagt að faðir hans yrði að leggja inn á hann peninga. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa bundið hinn í stól og bundið fyrir munninn á honum með límbandið. Síðan hafi árásarmaðurinn slegið og sparkað í hann. Síðan hafi hann losað manninn úr stólnum og látið hann sitja á gólfinu þar sem hann hafi fengið vatn úr skál á gólfinu. Héraðsdómur Norðurlands-eystra mun dæma í málinu.Vísir/Vilhelm Að lokum hafi óþekktur erlendur maður komið inn í íbúðina til að innheimta umrædda skuld. Fram kemur að maðurinn hafi ekki komist úr íbúðinni fyrr en um klukkan sex um kvöldið. Þá hafði hann verið í íbúðinni í um átta klukkustundir. Grunaður um brot gegn valdstjórninni Meintur árásarmaður er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Hann er sagður hafa sagt við lögreglumann sem var við skyldustörf að hann vissi hvar hann ætti heima. Það atvik mun hafa átt sér stað nokkrum dögum síðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra.
Lögreglumál Dómsmál Akureyri Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira