Innlent

Ungur leikskóla­starfs­maður grunaður um kyn­ferðis­brot gegn barni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði.
Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. Visir/Viktor Freyr

Rúmlega tvítugur karlmaður var á þriðjudaginn  handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu grunaður um kynferðisbrot gegn ungu barni. Rannsókn málsins sögð er á frumstigi.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn grunaði leikskólastarfsmaður á höfuðborgarsvæðinu og barnið sem hann er grunaður um að hafa brotið á á leikskólaaldri. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort barnið sem karlmaðurinn er grunaður um að hafa brotið á hafi verið í umönnun starfsmannsins.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist gæsluvarðhalds yfir karlmanninum samkvæmt heimildum fréttastofu sem hann sætir. Þá mun lögregla hafa tekið skýrslu af nokkrum börnum í tengslum við málið en skýrslutökur yfir börnum fara yfirleitt fram í Barnahúsi.

Lögregla taldi ekki tímabært að tjá sig um málið í gær vegna þess á hvaða stigi rannsókn þess væri en hefur boðað að send verði út fréttatilkynning í dag.

Uppfært klukkan 10:51

Í tilkynningu frá lögreglu í kjölfar fréttar Vísis kemur fram að tilkynnt hafi verið um málið á þriðjudaginn og maðurinn hafi verið handtekinn í kjölfarið. Karlmaðurinn hafi á miðvikudag verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.


Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×