Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2025 09:09 Reikistefna fulltrúa á fundi Sameinuðu þjóðanna um plastmengun í Genf í Sviss sem lauk án samkomulags í dag. AP/Martial Trezzini/Keystone Fjölþjóðlegum viðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til þess að bregðast við plastmengun á jörðinni fóru út um þúfur í dag. Viðræðunum lauk án samkomulags. Olíuríki settu sig upp á móti hugmyndum um takmörk á plastframleiðslu. Viðræðurnar í Genf í Sviss höfðu staðið yfir í ellefu daga þegar þeim var slitið án samkomulags í dag. Markmið þeirra var að leggja lokahönd á fyrsta lagalega bindandi samkomulagið um aðgerðir gegn plastmengun. Þegar viðuræðunum var slitið lágu fyrir tvenn drög að samkomulagi. Ríkin 184 sem tóku þátt í viðræðunum komu sér saman um hvorug þeirra sem grundvöll áframhaldandi viðræðna. Fyrri viðræður í Suður-Kóreu í fyrra báru heldur ekki árangur. Ágreiningur ríkja heims snýst um hvort að reyna eigi að koma böndum á veldisvöxt í plastframleiðslu í heiminum og setja lagalega bindandi takmörk á notkun eiturefna við framleiðsluna, að sögn AP-fréttastofunnar. Slíkar hugmyndir hugnast olíuríkjum og plastiðnaðinum illa. Þau vilja að aþjóðlegt samkomulag um plastmengun snúist frekar um aukna endurvinnslu og bætta meðferð á úrgangi. Viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ekki sjálfbær Fulltrúar fjölda ríkja, þar á meðal Noregs, Danmerkur, Bretlands og Kanada, lýstu miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Þau drög sem hefðu verið rissuð upp væru ekki viðunandi grundvöllur samkomulags. Í drögunum voru ekki lögð til takmörk á plastframleiðslu en hins vegar viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ósjálfbær. Fyrri hugmyndir um að banna ákveðnar plastvörur voru útvatnaðar og tillögur um aðgerðir gegn eiturefnum voru fjarlægðar, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Um fjögur hundruð milljónir tonna af plasti eru framleiddar í heiminum á hverju ári um þessar mundir. Áætlað er að framleiðslan gæti aukist um sjötíu prósent fyrir árið 2040 ef ekki verður gripið í taumana. Plastmengun er stórt umhverfisvandamál en örplast, agnarsmáar leifar af plastvörum, finnast nú í dýrum og umhverfi um alla jörð. Vísbendingar hafa komið fram um að plastagnirnar geti valdið sjúkdómum í mönnum. Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Viðræðurnar í Genf í Sviss höfðu staðið yfir í ellefu daga þegar þeim var slitið án samkomulags í dag. Markmið þeirra var að leggja lokahönd á fyrsta lagalega bindandi samkomulagið um aðgerðir gegn plastmengun. Þegar viðuræðunum var slitið lágu fyrir tvenn drög að samkomulagi. Ríkin 184 sem tóku þátt í viðræðunum komu sér saman um hvorug þeirra sem grundvöll áframhaldandi viðræðna. Fyrri viðræður í Suður-Kóreu í fyrra báru heldur ekki árangur. Ágreiningur ríkja heims snýst um hvort að reyna eigi að koma böndum á veldisvöxt í plastframleiðslu í heiminum og setja lagalega bindandi takmörk á notkun eiturefna við framleiðsluna, að sögn AP-fréttastofunnar. Slíkar hugmyndir hugnast olíuríkjum og plastiðnaðinum illa. Þau vilja að aþjóðlegt samkomulag um plastmengun snúist frekar um aukna endurvinnslu og bætta meðferð á úrgangi. Viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ekki sjálfbær Fulltrúar fjölda ríkja, þar á meðal Noregs, Danmerkur, Bretlands og Kanada, lýstu miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Þau drög sem hefðu verið rissuð upp væru ekki viðunandi grundvöllur samkomulags. Í drögunum voru ekki lögð til takmörk á plastframleiðslu en hins vegar viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ósjálfbær. Fyrri hugmyndir um að banna ákveðnar plastvörur voru útvatnaðar og tillögur um aðgerðir gegn eiturefnum voru fjarlægðar, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Um fjögur hundruð milljónir tonna af plasti eru framleiddar í heiminum á hverju ári um þessar mundir. Áætlað er að framleiðslan gæti aukist um sjötíu prósent fyrir árið 2040 ef ekki verður gripið í taumana. Plastmengun er stórt umhverfisvandamál en örplast, agnarsmáar leifar af plastvörum, finnast nú í dýrum og umhverfi um alla jörð. Vísbendingar hafa komið fram um að plastagnirnar geti valdið sjúkdómum í mönnum.
Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira