Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Jón Þór Stefánsson skrifar 14. ágúst 2025 17:00 Maðurinn sagðist hafa tekið ýmsar krókaleiðir um Hafnarfjörð. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum tónlistarmanns sem var handtekinn í Hafnarfirði að nóttu til árið 2022. Lögreglu hafði grunað að maðurinn væri að aka undir áhrifum fíkniefna, en niðurstaða úr sýnatöku var neikvæð. Maðurinn vildi meina að aðgerðir lögreglu hefðu verið ólögmætar og krafðist bóta. Atvikið sem málið varðar átti sér stað aðfaranótt sunnudags á ótilgreindum degi árið 2022. Maðurinn sem var handtekinn starfar meðal annars sem tónlistarmaður og hafði verið að spila á skemmtun þetta kvöld, og var á leiðinni þaðan akandi. Í skýrslu fyrir dómi sagðist hann hafa tekið eftir því að lögreglubíll veitti honum eftirför án þess þó að kveikja á blikkljósum. Hann hefði farið að aka krókaleiðir hingað og þangað og þrætt heilu hverfin í Hafnarfirði, en lögreglubíllinn alltaf verið fyrir aftan hann. Á endanum hafi hann fengið nóg og viljað útskýringar á þessum „eltingarleik lögreglunnar“ sem honum þótti „fullkomlega ástæðulaus“. Hann hafi lagt bílnum og um leið hefðu blá ljós lögreglunnar verið sett á. Hann hafi stigið út og tveir lögreglumenn gert það í sömu andrá. Maðurinn hafi sagt við lögreglumennina að hann vildi vita hvað gegni á. Honum þætti þetta ekki eðlilegur hluti af störfum lögreglu. Að sögn mannsins fór það öfugt ofan í annan lögreglumanninn sem hafi sagt að hann hygðist handtaka hann fyrir fíkniefnaakstur. Það hafi komið manninum spánskt fyrir sjónir sem sagðist ekki neyta fíkniefna og hefði hætt neyslu áfengis fyrir einhverjum árum. Hann vildi líka meina að ekkert í fari hans hefði bent til fíkniefnaneyslu. Hann viðurkenndi þó að hafa veri „svolítið hvass“ eða ákveðinn við lögreglumennina. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn var þá settur í handjárn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gaf þvagsýni. Líkt og áður segir var niðurstaða prófsins sú að ekki væri hægt að sjá að hann væri undir áhrifum fíkniefna, og í kjölfarið var manninum sleppt. Maðurinn taldi frelsissviptinguna hafa varað í þrjátíu til fjörutíu mínútur, en samkvæmt bókun lögreglu var hún einungist í rétt rúmt korter. Lögreglumaðurinn sem ákvað að handtaka manninn sagði fyrir dómi að hann hefði verið mjög æstur, ör og óðamála. Þá þótti honum sjáöldur augna hans benda til þess að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins var vísað til framburðar þeirra beggja, og var það mat dómsins að framkoma mannsins hefði verið þess eðlis að lögreglan gæti gert ráð fyrir því að hann væri undir áhrifum einhverra efna. Því hafi handtakan verið réttlætanleg. Maðurinn hafði krafist 600 þúsund króna í miskabætur. Ríkið var hins vegar sýknað og verður gjafsóknarkostnaður mannsins greiddur úr ríkissjóði. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað aðfaranótt sunnudags á ótilgreindum degi árið 2022. Maðurinn sem var handtekinn starfar meðal annars sem tónlistarmaður og hafði verið að spila á skemmtun þetta kvöld, og var á leiðinni þaðan akandi. Í skýrslu fyrir dómi sagðist hann hafa tekið eftir því að lögreglubíll veitti honum eftirför án þess þó að kveikja á blikkljósum. Hann hefði farið að aka krókaleiðir hingað og þangað og þrætt heilu hverfin í Hafnarfirði, en lögreglubíllinn alltaf verið fyrir aftan hann. Á endanum hafi hann fengið nóg og viljað útskýringar á þessum „eltingarleik lögreglunnar“ sem honum þótti „fullkomlega ástæðulaus“. Hann hafi lagt bílnum og um leið hefðu blá ljós lögreglunnar verið sett á. Hann hafi stigið út og tveir lögreglumenn gert það í sömu andrá. Maðurinn hafi sagt við lögreglumennina að hann vildi vita hvað gegni á. Honum þætti þetta ekki eðlilegur hluti af störfum lögreglu. Að sögn mannsins fór það öfugt ofan í annan lögreglumanninn sem hafi sagt að hann hygðist handtaka hann fyrir fíkniefnaakstur. Það hafi komið manninum spánskt fyrir sjónir sem sagðist ekki neyta fíkniefna og hefði hætt neyslu áfengis fyrir einhverjum árum. Hann vildi líka meina að ekkert í fari hans hefði bent til fíkniefnaneyslu. Hann viðurkenndi þó að hafa veri „svolítið hvass“ eða ákveðinn við lögreglumennina. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn var þá settur í handjárn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gaf þvagsýni. Líkt og áður segir var niðurstaða prófsins sú að ekki væri hægt að sjá að hann væri undir áhrifum fíkniefna, og í kjölfarið var manninum sleppt. Maðurinn taldi frelsissviptinguna hafa varað í þrjátíu til fjörutíu mínútur, en samkvæmt bókun lögreglu var hún einungist í rétt rúmt korter. Lögreglumaðurinn sem ákvað að handtaka manninn sagði fyrir dómi að hann hefði verið mjög æstur, ör og óðamála. Þá þótti honum sjáöldur augna hans benda til þess að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins var vísað til framburðar þeirra beggja, og var það mat dómsins að framkoma mannsins hefði verið þess eðlis að lögreglan gæti gert ráð fyrir því að hann væri undir áhrifum einhverra efna. Því hafi handtakan verið réttlætanleg. Maðurinn hafði krafist 600 þúsund króna í miskabætur. Ríkið var hins vegar sýknað og verður gjafsóknarkostnaður mannsins greiddur úr ríkissjóði.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent