Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 17:40 Margrét Tryggvadóttir er formaður stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Rithöfundasamband Íslands sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun um hugsanlega misnotkun hljóðbókarfyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu. Formaður sambandsins segir Storytel hafa forgangsraðað sínu eigin efni á kostnað annarra bókmenntaverka. Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn. Í kvörtuninni, sem dagsett er 5. febrúar 2025, óskar lögmaður Rithöfundasambands Íslands eftir því að Samkeppniseftirlitið rannsaki hugsanlega misnotkun fyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu sinni. Í dag barst fréttatilkynning frá Samkeppniseftirlitinu um að hefja á formlega rannsókn á hendur fyrirtækisins Storytel. „Það er þannig að eftir að Storytel kom inn á okkar litla viðkvæma bókamarkað sem er svo lítill að það má eiginlega ekkert út af bregða þá hefur rosalega mikið breyst. Markaðurinn í heild hefur stækkað, Storytel er að hluta til viðbót en það sem hefur gerst er að bóksala hefur minnkað mjög mikið, sérstaklega til einkanota,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður stjórnar Rithöfundarsambands Íslands, í samtali við fréttastofu. „Verð hefur staðið í stað og tekjur höfunda og útgefanda hafa hríðfallið. Við höfundar erum að fá kannski tíu prósent af því sem við fáum fyrir hvert streymi miðað við eintakasölu.“ Erfið samningsstaða rithöfunda Margrét segir íslenska rithöfunda ekki í neinni stöðu til semja um greiðslur fyrir bækurnar sínar á hljóðbókaformi heldur sjái útgefendur þeirra um samningaviðræðurnar. „Svo flækist myndin því að Storytel er líka útgefandi og það eru sumir sem eru bara þar en við erum ekki að móta okkar samninga,“ segir hún. „Við þetta er ekki hægt að una og sérstaklega ekki þar sem þar er bara eitt fyrirtæki á markaðinum og það er ekkert hægt að semja. Það er ekki hægt að fara yfir málin og það er bara vísað á að þessu sé öllu stjórnað frá Svíþjóð og þið eruð bara heppin að fá okkur og alls konar svona.“ Í kvörtuninni segir að þrátt fyrir að kostnaðurinn við að taka upp hljóðbók og undirbúa fyrir streymi sé lítill miðað við kostnaðinn við hefðbundna bókaútgáfu eða ritun bókmennta. Hins vegar borgi það sig ekki að sniðganga Storytel þar sem sniðgangan hafi bein áhrif á kynningu efnis höfundanna í smáforriti og þar af leiðandi hlustanir. Forgangsraði sínu eigin efni Í kvörtuninni segir einnig að Storytel virðist frekar forgangsraða hljóðbókum sem gefnar eru út á þeirra vegum heldur en bókum frá öðrum útgáfum. „Hafa félögin fullyrt þetta sjálf og sagst hafa gert tilraunir með tvo titla eftir sama höfund sem talinn var vel þekktur, þar sem titillinn sem var markaðssettur af Storytel/Storyside með góðri framsetningu í appinu fékk 20-falda hlustun miðað við hinn titilinn sem var ekki markaðssettur með sama hætti,“ segir í kvörtuninni. „Þetta er kannski meginatriðið í okkar kvörtun og það að þegar fyrirtæki eru í markaðsráðandi stöðu, og þetta er bara eina hljóðbókaveitan á Íslandi, þá verður hið opinbera að bera ábyrgð á því að leikreglur séu sanngjarnar. Þannig að allir geti dafnað á markaðinum,“ segir Margrét. Rannsóknin ákveðin viðurkenning Margrét segir það ákveðna viðurkenningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn, þó að engin niðurstaða liggi enn fyrir. „Við vorum búin að safna gögnum og byggja þetta upp en við erum hérna ánægð með að vera tekin alvarlega,“ segir hún. „En svo kom það líka á óvart hvað þetta er stórt því þeir ætla í samstarf við Svíana og móðurfélagið er líka undir. Þar erum við kannski í betri stöðu en systurfélög okkar á Norðurlöndunum því þar eru ef til vill tvær til þrjár og jafnvel fleiri streymisveitur starfandi en hér er bara ein.“ Bókaútgáfa Samkeppnismál Storytel Bókmenntir Tengdar fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. 7. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Í kvörtuninni, sem dagsett er 5. febrúar 2025, óskar lögmaður Rithöfundasambands Íslands eftir því að Samkeppniseftirlitið rannsaki hugsanlega misnotkun fyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu sinni. Í dag barst fréttatilkynning frá Samkeppniseftirlitinu um að hefja á formlega rannsókn á hendur fyrirtækisins Storytel. „Það er þannig að eftir að Storytel kom inn á okkar litla viðkvæma bókamarkað sem er svo lítill að það má eiginlega ekkert út af bregða þá hefur rosalega mikið breyst. Markaðurinn í heild hefur stækkað, Storytel er að hluta til viðbót en það sem hefur gerst er að bóksala hefur minnkað mjög mikið, sérstaklega til einkanota,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður stjórnar Rithöfundarsambands Íslands, í samtali við fréttastofu. „Verð hefur staðið í stað og tekjur höfunda og útgefanda hafa hríðfallið. Við höfundar erum að fá kannski tíu prósent af því sem við fáum fyrir hvert streymi miðað við eintakasölu.“ Erfið samningsstaða rithöfunda Margrét segir íslenska rithöfunda ekki í neinni stöðu til semja um greiðslur fyrir bækurnar sínar á hljóðbókaformi heldur sjái útgefendur þeirra um samningaviðræðurnar. „Svo flækist myndin því að Storytel er líka útgefandi og það eru sumir sem eru bara þar en við erum ekki að móta okkar samninga,“ segir hún. „Við þetta er ekki hægt að una og sérstaklega ekki þar sem þar er bara eitt fyrirtæki á markaðinum og það er ekkert hægt að semja. Það er ekki hægt að fara yfir málin og það er bara vísað á að þessu sé öllu stjórnað frá Svíþjóð og þið eruð bara heppin að fá okkur og alls konar svona.“ Í kvörtuninni segir að þrátt fyrir að kostnaðurinn við að taka upp hljóðbók og undirbúa fyrir streymi sé lítill miðað við kostnaðinn við hefðbundna bókaútgáfu eða ritun bókmennta. Hins vegar borgi það sig ekki að sniðganga Storytel þar sem sniðgangan hafi bein áhrif á kynningu efnis höfundanna í smáforriti og þar af leiðandi hlustanir. Forgangsraði sínu eigin efni Í kvörtuninni segir einnig að Storytel virðist frekar forgangsraða hljóðbókum sem gefnar eru út á þeirra vegum heldur en bókum frá öðrum útgáfum. „Hafa félögin fullyrt þetta sjálf og sagst hafa gert tilraunir með tvo titla eftir sama höfund sem talinn var vel þekktur, þar sem titillinn sem var markaðssettur af Storytel/Storyside með góðri framsetningu í appinu fékk 20-falda hlustun miðað við hinn titilinn sem var ekki markaðssettur með sama hætti,“ segir í kvörtuninni. „Þetta er kannski meginatriðið í okkar kvörtun og það að þegar fyrirtæki eru í markaðsráðandi stöðu, og þetta er bara eina hljóðbókaveitan á Íslandi, þá verður hið opinbera að bera ábyrgð á því að leikreglur séu sanngjarnar. Þannig að allir geti dafnað á markaðinum,“ segir Margrét. Rannsóknin ákveðin viðurkenning Margrét segir það ákveðna viðurkenningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn, þó að engin niðurstaða liggi enn fyrir. „Við vorum búin að safna gögnum og byggja þetta upp en við erum hérna ánægð með að vera tekin alvarlega,“ segir hún. „En svo kom það líka á óvart hvað þetta er stórt því þeir ætla í samstarf við Svíana og móðurfélagið er líka undir. Þar erum við kannski í betri stöðu en systurfélög okkar á Norðurlöndunum því þar eru ef til vill tvær til þrjár og jafnvel fleiri streymisveitur starfandi en hér er bara ein.“
Bókaútgáfa Samkeppnismál Storytel Bókmenntir Tengdar fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. 7. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. 7. nóvember 2024 07:01