„Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. ágúst 2025 13:56 Höskuldur Gunnlaugsson er klár í slaginn. Vísir/Hulda Margrét „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og eftirvænting. Menn eru gíraðir og klárir í þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik liðsins við Bosníumeistara Zrinjski Mostar sem heimsækja Kópavogsvöll klukkan 17:30. Fyrri leiknum lauk 1-1 ytra þar sem þeir bosnísku jöfnuðu af vítapunktinum seint í leiknum eftir leik sem einkenndist af glimrandi fínum varnarleik Blika og virtust gestirnir ekki líklegir til afreka stærstan part. Klippa: Höskuldur spenntur fyrir leik kvöldsins „Heilt yfir spilaðist þetta eins og við lögðum þetta upp. Við vorum með reynslu frá því tveimur árum áður, þetta er hostile og erfiður útirvöllur þar sem þeir hafa náð í góð úrslit og einhvern veginn náð að stýrt tempoi og stemningu á þessum velli,“ segir Höskuldur. „Við vildum slökkva í því og að einhverju leiti vera með stjórn á leiknum upp á agaðan varnarleik með skyndisóknarmöguleikum. Heilt yfir er ekki hægt að segja annað en það hafi heppnast vel. Súrt að gefa þetta víti í lokin en það breytir því ekki að þetta eru góð úrslit á erfiðum útivelli. Nú er okkar að klára þetta á heimavelli.“ Búast megi fastlega við frábrugðnum leik þegar liðin eigast við í kvöld. Blikarnir reyni frekar að stýra leiknum meira með boltann en þeir gerðu í Bosníu. „Óumflýjanlega held ég að þetta verði öðruvísi leikur. Sökum þess að við séum yfirleitt meira með frumkvæðið á boltanum á okkar heimavelli. Það breytir klárlega sviðsmyndinni á morgun, að við stýrum ferðinni meira með boltann en á mislægum og erfiðum útivelli,“ „Í grunninn viljum við enn hafa agaðan varnarleik og þéttir saman hvar sem við erum að verjast á vellinum. Þetta eru ennþá sömu góðu leikmennirnir sem við erum að mæta, sem geta refsað. Við erum ekki að sprengja þetta í lausaloft,“ segir Höskuldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Breiðablik og Zrinjski Mostar mætast klukkan 17:30. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport Ísland og hefst útsending klukkan 17:15. Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Fyrri leiknum lauk 1-1 ytra þar sem þeir bosnísku jöfnuðu af vítapunktinum seint í leiknum eftir leik sem einkenndist af glimrandi fínum varnarleik Blika og virtust gestirnir ekki líklegir til afreka stærstan part. Klippa: Höskuldur spenntur fyrir leik kvöldsins „Heilt yfir spilaðist þetta eins og við lögðum þetta upp. Við vorum með reynslu frá því tveimur árum áður, þetta er hostile og erfiður útirvöllur þar sem þeir hafa náð í góð úrslit og einhvern veginn náð að stýrt tempoi og stemningu á þessum velli,“ segir Höskuldur. „Við vildum slökkva í því og að einhverju leiti vera með stjórn á leiknum upp á agaðan varnarleik með skyndisóknarmöguleikum. Heilt yfir er ekki hægt að segja annað en það hafi heppnast vel. Súrt að gefa þetta víti í lokin en það breytir því ekki að þetta eru góð úrslit á erfiðum útivelli. Nú er okkar að klára þetta á heimavelli.“ Búast megi fastlega við frábrugðnum leik þegar liðin eigast við í kvöld. Blikarnir reyni frekar að stýra leiknum meira með boltann en þeir gerðu í Bosníu. „Óumflýjanlega held ég að þetta verði öðruvísi leikur. Sökum þess að við séum yfirleitt meira með frumkvæðið á boltanum á okkar heimavelli. Það breytir klárlega sviðsmyndinni á morgun, að við stýrum ferðinni meira með boltann en á mislægum og erfiðum útivelli,“ „Í grunninn viljum við enn hafa agaðan varnarleik og þéttir saman hvar sem við erum að verjast á vellinum. Þetta eru ennþá sömu góðu leikmennirnir sem við erum að mæta, sem geta refsað. Við erum ekki að sprengja þetta í lausaloft,“ segir Höskuldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Breiðablik og Zrinjski Mostar mætast klukkan 17:30. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport Ísland og hefst útsending klukkan 17:15.
Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira