Sárt tap gegn Dönum á HM Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2025 15:26 Ágúst Guðmundsson er markahæsti maður Íslands á HM. IHF Eftir hetjulega baráttu og að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik urðu strákarnir okkar í íslenska U19-landsliðinu í handbolta að játa sig sigraða gegn Dönum á HM í Egyptalandi í dag, 32-30. Íslensku strákarnir komu sér í 8-liða úrslitin með hádramatískum sigri gegn Spáni en urðu að lokum að játa sig sigraða gegn Dönum sem ekki hafa tapað leik á mótinu til þessa. Danmörk er nú þegar ríkjandi heimsmeistari A-landsliða og U21-landsliða, og freistar þess að fullkomna þrennuna í Egyptalandi. Ísland spilar hins vegar um 5.-8. sæti. Lengi vel leit þó út fyrir að Ísland næði að slá Dani út í dag og koma sér í undanúrslitin. Staðan var til að mynda 17-12 í hálfleik eftir frábæra byrjun íslenska liðsins sem komst meðal annars í 6-3 og 12-7. Leikhlé Dana virtist lítið hjálpa og munurinn var fimm mörk í hálfleik eins og fyrr segir. Í fyrsta sinn undir þegar þrettán mínútur voru eftir Danir komu hins vegar sterkari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Ágúst Guðmundsson hjó á hnútinn fyrir íslenska liðið og jók muninn í 18-15 en áfram héldu Danir og minnkuðu muninn í eitt mark, 19-18, þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Íslenska liðið tók þá leikhlé og skoraði mark í kjölfarið en skömmu síðar voru Danir loks búnir að jafna og komast yfir, þegar enn voru þrettán mínútur eftir. Danir komust svo mest fimm mörkum yfir, 30-25, en Íslendingar neituðu að játa sig sigraða. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk þegar enn var ein og hálf mínúta til leiksloka. Danir tóku þá leikhlé, skoruðu strax í kjölfarið og unnu að lokum sigur. Í keppni um fimmta til áttunda sæti Það verður því Danmörk sem spilar í undanúrslitum á morgun við sigurliðið úr leik Þýskalands og Ungverjalands. Ísland spilar hins vegar við tapliðið úr þeim leik og setur nú stefnuna á að ná 5. sæti mótsins. Ágúst Guðmundsson og Garðar Ingi Sindrason voru markahæstir Íslands í dag með átta mörk hvor og Dagur Árni Heimisson skoraði sex. Leikurinn var í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rDP_5Z_K07Y">watch on YouTube</a> Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Íslensku strákarnir komu sér í 8-liða úrslitin með hádramatískum sigri gegn Spáni en urðu að lokum að játa sig sigraða gegn Dönum sem ekki hafa tapað leik á mótinu til þessa. Danmörk er nú þegar ríkjandi heimsmeistari A-landsliða og U21-landsliða, og freistar þess að fullkomna þrennuna í Egyptalandi. Ísland spilar hins vegar um 5.-8. sæti. Lengi vel leit þó út fyrir að Ísland næði að slá Dani út í dag og koma sér í undanúrslitin. Staðan var til að mynda 17-12 í hálfleik eftir frábæra byrjun íslenska liðsins sem komst meðal annars í 6-3 og 12-7. Leikhlé Dana virtist lítið hjálpa og munurinn var fimm mörk í hálfleik eins og fyrr segir. Í fyrsta sinn undir þegar þrettán mínútur voru eftir Danir komu hins vegar sterkari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Ágúst Guðmundsson hjó á hnútinn fyrir íslenska liðið og jók muninn í 18-15 en áfram héldu Danir og minnkuðu muninn í eitt mark, 19-18, þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Íslenska liðið tók þá leikhlé og skoraði mark í kjölfarið en skömmu síðar voru Danir loks búnir að jafna og komast yfir, þegar enn voru þrettán mínútur eftir. Danir komust svo mest fimm mörkum yfir, 30-25, en Íslendingar neituðu að játa sig sigraða. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk þegar enn var ein og hálf mínúta til leiksloka. Danir tóku þá leikhlé, skoruðu strax í kjölfarið og unnu að lokum sigur. Í keppni um fimmta til áttunda sæti Það verður því Danmörk sem spilar í undanúrslitum á morgun við sigurliðið úr leik Þýskalands og Ungverjalands. Ísland spilar hins vegar við tapliðið úr þeim leik og setur nú stefnuna á að ná 5. sæti mótsins. Ágúst Guðmundsson og Garðar Ingi Sindrason voru markahæstir Íslands í dag með átta mörk hvor og Dagur Árni Heimisson skoraði sex. Leikurinn var í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rDP_5Z_K07Y">watch on YouTube</a>
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira