Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 06:22 Candelaria Rivas kom fyrsta í mark en hljóp ekki alveg í þessum venjulega klæðnaði. Instagram Candelaria Rivas er orðin að þjóðhetju í Mexíkó eftir óvænt afrek sitt í ofurhlaupi í sumar. Rivas er mexíkanskur frumbyggi og ættbálkur hennar er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og ótrúlegt úthald. Það sannaði hún heldur betur í þessu hlaupi. Sigur hennar í Canyon Ultra maraþoninu fyrr í sumar vakti vissulega athygli en hún kláraði þá þetta 63 kílómetra ofurhlaup á sjö klukkutímum og 34 mínútu og kom fyrst kvenna í mark. Svo fréttist af því að þetta hafi verið hennar fyrsta hlaup á ævinni en svo kom líklega mesta afrek hennar fram í dagsljósið. View this post on Instagram A post shared by TOGETHXR (@togethxr) Mexíkanska blaðið El Universal sagði frá því að Rivas hefði gengið á keppnisstað og það var löng leið. Hún var fjórtán klukkutíma á leiðinni frá Guadalupe y Calvo til Guachochi þar sem keppnin fór fram. Hún átti heima í litlu fjallaþorpi og þetta var eina leiðin til að geta tekið þátt í hlaupinu. Það er eitt að hlaupa hraðar en allir aðrir keppendur en að geta það eftir fjórtán tíma upphitun er eitthvað allt annað. Rivas og ættbálkur hennar stunda langhlaup að kappi sem hluti af þeirra hefð og venjum en þau stunda veiðar á fótum. Þar er markmiðið að elta bráðina þar til að hún örmagnast og eins og gefur að skilja þá þarf veiðimaðurinn að vera í afar góðu formi til að ná því. Afrek Rivas vakti mikla lukku og þekktir íþróttamenn mexíkönsku þjóðarinnar hafa fagnað því með því að færa henni peningagjafir. Hnefaleikakappinn Canelo Alvarex, NFL hlauparinn Isiah Pacheco og fleiri gáfu henni santals meira en þrjár milljónir dollara eða 368 milljónir króna. Þegar hún fékk eina milljón dollara og tilfinningaríkt bréf að auki frá Pacheco þá fór hún að gráta. „Enginn hefur komið svona vel fram við mig áður,“ sagði Candelaria Rivas. Hlaup Mexíkó Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Rivas er mexíkanskur frumbyggi og ættbálkur hennar er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og ótrúlegt úthald. Það sannaði hún heldur betur í þessu hlaupi. Sigur hennar í Canyon Ultra maraþoninu fyrr í sumar vakti vissulega athygli en hún kláraði þá þetta 63 kílómetra ofurhlaup á sjö klukkutímum og 34 mínútu og kom fyrst kvenna í mark. Svo fréttist af því að þetta hafi verið hennar fyrsta hlaup á ævinni en svo kom líklega mesta afrek hennar fram í dagsljósið. View this post on Instagram A post shared by TOGETHXR (@togethxr) Mexíkanska blaðið El Universal sagði frá því að Rivas hefði gengið á keppnisstað og það var löng leið. Hún var fjórtán klukkutíma á leiðinni frá Guadalupe y Calvo til Guachochi þar sem keppnin fór fram. Hún átti heima í litlu fjallaþorpi og þetta var eina leiðin til að geta tekið þátt í hlaupinu. Það er eitt að hlaupa hraðar en allir aðrir keppendur en að geta það eftir fjórtán tíma upphitun er eitthvað allt annað. Rivas og ættbálkur hennar stunda langhlaup að kappi sem hluti af þeirra hefð og venjum en þau stunda veiðar á fótum. Þar er markmiðið að elta bráðina þar til að hún örmagnast og eins og gefur að skilja þá þarf veiðimaðurinn að vera í afar góðu formi til að ná því. Afrek Rivas vakti mikla lukku og þekktir íþróttamenn mexíkönsku þjóðarinnar hafa fagnað því með því að færa henni peningagjafir. Hnefaleikakappinn Canelo Alvarex, NFL hlauparinn Isiah Pacheco og fleiri gáfu henni santals meira en þrjár milljónir dollara eða 368 milljónir króna. Þegar hún fékk eina milljón dollara og tilfinningaríkt bréf að auki frá Pacheco þá fór hún að gráta. „Enginn hefur komið svona vel fram við mig áður,“ sagði Candelaria Rivas.
Hlaup Mexíkó Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira