Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 21:44 Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. Vísir/Vilhelm Annar fjórðungur þessa árs var sá besti í sögu líftæknifyrirtækisins Alvotech. Fyrri hluta ársins varð yfir tvö hundruð prósenta aukning á tekjum af sölu lyfja, samanborið við sama tímabil í fyrra. Fyrirtækið birti í dag uppgjör fyrir fyrri hluta ársins en þar komur fram að tekjur af sölu lyfja voru 204,7 milljónir dala. Það samsvarar rúmum 25 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar 65,9 milljónir dala eða um átta milljarðar króna. Í uppgjörinu segir að annar fjórðungur ársins hafi verið sá besti í sögu Alvotech. Félagið átti þann 30. júní 151,5 milljónir dala í lausu fé og heildarskuldir þess voru 1,1 milljarður dala. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar hér á vef Alvotech. Uppgjörið verður kynnt af stjórnendum félagsins á morgun og verður hægt að hlusta á þá kynningu í beinni. „Alvotech náði góðum árangri á fyrri helmingi ársins, þar sem tekjur af lyfjasölu jukust um meira en 200 prósent við sama tíma í fyrra. Þá var annar ársfjórðungur besti fjórðungur í sögu félagsins hvað varðar handbært fé frá rekstri. Nýir samningar um markaðssetningu sem kynntir voru á síðasta ársfjórðungi endurspegla vel þau miklu verðmæti sem fólgin eru í lyfjunum sem við erum að þróa,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech, í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins. „Með kaupum á rannsóknarstarfsemi Xbrane í Svíþjóð getum við svo sett enn meiri kraft í lyfjaþróunina. Við viljum halda utan um alla þætti í þróun og framleiðslu hliðstæðnanna og eru kaupin í byrjun júlí á starfsemi Ivers-Lee, sem sérhæfir sig í pökkun lyfja, liður í því.“ Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn Alvotech hafi á fyrri hluta ársins gert tvo samninga um aukið samstarf við Advanz Pharma um markaðssetningu í Evrópu á fjórum líftæknilyfjahliðstæðum sem eru í þróun. Þá var einnig gerður samningur við Dr. Reddy‘s Laboratories Ltd. um þróun, framleiðslu og markaðssetningu á fyrirhugaðri hliðstæðu en samningurinn felur í sér að félögin muni deila kostnaði og ábyrgð á þróun og framleiðslu hliðstæðunnar. Einnig var lokið við kaup á rannsóknarstarfsemi líftæknifyrirtækisins Xbrane í Stokkhólmi og lyfjahugviti tengdu fyrirhugaðri hliðstæðu við líftæknilyfið Cimzia. Þá sömdu forsvarsmenn félagsins við lánveitendur um að lækka vexti á langtímaskuldum og lækkar vaxtakostnaður Alvotech á fyrstu tólf mánuðunum eftir vaxtalækkunina um rúmar 8,2 milljónir dala. Það samsvarar um einum milljarði króna. Alvotech Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Fyrirtækið birti í dag uppgjör fyrir fyrri hluta ársins en þar komur fram að tekjur af sölu lyfja voru 204,7 milljónir dala. Það samsvarar rúmum 25 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar 65,9 milljónir dala eða um átta milljarðar króna. Í uppgjörinu segir að annar fjórðungur ársins hafi verið sá besti í sögu Alvotech. Félagið átti þann 30. júní 151,5 milljónir dala í lausu fé og heildarskuldir þess voru 1,1 milljarður dala. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar hér á vef Alvotech. Uppgjörið verður kynnt af stjórnendum félagsins á morgun og verður hægt að hlusta á þá kynningu í beinni. „Alvotech náði góðum árangri á fyrri helmingi ársins, þar sem tekjur af lyfjasölu jukust um meira en 200 prósent við sama tíma í fyrra. Þá var annar ársfjórðungur besti fjórðungur í sögu félagsins hvað varðar handbært fé frá rekstri. Nýir samningar um markaðssetningu sem kynntir voru á síðasta ársfjórðungi endurspegla vel þau miklu verðmæti sem fólgin eru í lyfjunum sem við erum að þróa,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech, í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins. „Með kaupum á rannsóknarstarfsemi Xbrane í Svíþjóð getum við svo sett enn meiri kraft í lyfjaþróunina. Við viljum halda utan um alla þætti í þróun og framleiðslu hliðstæðnanna og eru kaupin í byrjun júlí á starfsemi Ivers-Lee, sem sérhæfir sig í pökkun lyfja, liður í því.“ Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn Alvotech hafi á fyrri hluta ársins gert tvo samninga um aukið samstarf við Advanz Pharma um markaðssetningu í Evrópu á fjórum líftæknilyfjahliðstæðum sem eru í þróun. Þá var einnig gerður samningur við Dr. Reddy‘s Laboratories Ltd. um þróun, framleiðslu og markaðssetningu á fyrirhugaðri hliðstæðu en samningurinn felur í sér að félögin muni deila kostnaði og ábyrgð á þróun og framleiðslu hliðstæðunnar. Einnig var lokið við kaup á rannsóknarstarfsemi líftæknifyrirtækisins Xbrane í Stokkhólmi og lyfjahugviti tengdu fyrirhugaðri hliðstæðu við líftæknilyfið Cimzia. Þá sömdu forsvarsmenn félagsins við lánveitendur um að lækka vexti á langtímaskuldum og lækkar vaxtakostnaður Alvotech á fyrstu tólf mánuðunum eftir vaxtalækkunina um rúmar 8,2 milljónir dala. Það samsvarar um einum milljarði króna.
Alvotech Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira