Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 19:10 Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að þó að tilkynnt sé um aukaverkun þurfi það ekki að þýða að hún sé tengd inntöku lyfja. Margt geti spilað inn í. Vísir/Sigurjón Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Forstjórinn brýnir fyrir fólki að tilkynna aukaverkanir til stofnunarinnar. Næstum tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum. Frá því þyngdarstjórnunarlyfin Saxenda, Ozempic og Wegovy komu á markað hér á landi hafa alls 55 tilkynningar um aukaverkanir komið fram. Þar af 22 sem flokkaðar eru alvarlegar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að til að tilkynning sé skilgreind alvarlega þurfi hún að uppfylla ákveðin atriði. „Alvarleg aukaverkun þýðir að þú hefur þurft að leggjast inn á spítala eða hefur orðið fyrir alvarlegri truflun,“ segir Rúna. Alvarlegar aukaverkanir eru merktar í lit og súlan eins og hún leggur sig táknar heildarfjölda tilkynninga um aukaverkanir.vísir Sjónskerðing Meðal alvarlegra tilkynninga eru breytingar á sjón. „Við höfum fengið tilkynningu um sjónskerðingu. Ekki margar en við vekjum bara sérstaklega athygli á því,“ segir hún. En um er að ræða tilvik sem nefnast Naion. Rúna bendir á að fleira geti komið til en lyfin. „Það er t.d. hætta á sjónskerðingu og blindu þegar fólk er með sykursýki 2 og er þegar komið er í ofþyngd. Þannig að lyfin og sjúkdómurinn geta bæði haft þessi áhrif,“ segir hún. Þá hafa komið upp tilkynningar um brisbólgu. „Það er ekkert skrítið að slíkt komi upp miðað við hvernig lyfin virka,“ segir hún. Hún nefnir fleiri alvarlegar tilkynningar. „Þá hafa komið upp tilvik þar sem fólk tilkynnir um sjálfsvígshugsanir og kvíða,“ segir Rúna. Þúsundir á lyfjunum Tæplega 20 þúsund manns er á efnaskiptalyfjum til samanburðar eru 27 þúsund á ADHD lyfjum hér á landi. Langflestir greiða fyrir efnaskiptalyfin eða um 70 prósent. Hlutfallslega eru fleiri á lyfjunum hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í kökuritinu má sjá hlutfall greiðsluþáttöku ríkisins í efnaskiptalyfjum, en 6.133 manns fá þau niðurgreidd af 19.132.vísir „Tölurnar eru aðeins hærri en í löndunum í kringum okkur,“ segir hún. Varar við fölsunum Lyfjastofnun varar við fölsuðum þyngdarstjórnarlyfjum sem auglýst eru á netinu. Dæmi séu um dauðsföll eftir notkun þeirra. „Þú veist ekkert hvað er í lyfjum sem eru auglýst á netinu. Það hafa til dæmis orðið dauðsföll eftir að fólk tók inn fölsuð þyngdarstjórnunarlyf í Bretlandi,“ segir Rúna að lokum. Þyngdarstjórnunarlyf Heilsa Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Frá því þyngdarstjórnunarlyfin Saxenda, Ozempic og Wegovy komu á markað hér á landi hafa alls 55 tilkynningar um aukaverkanir komið fram. Þar af 22 sem flokkaðar eru alvarlegar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að til að tilkynning sé skilgreind alvarlega þurfi hún að uppfylla ákveðin atriði. „Alvarleg aukaverkun þýðir að þú hefur þurft að leggjast inn á spítala eða hefur orðið fyrir alvarlegri truflun,“ segir Rúna. Alvarlegar aukaverkanir eru merktar í lit og súlan eins og hún leggur sig táknar heildarfjölda tilkynninga um aukaverkanir.vísir Sjónskerðing Meðal alvarlegra tilkynninga eru breytingar á sjón. „Við höfum fengið tilkynningu um sjónskerðingu. Ekki margar en við vekjum bara sérstaklega athygli á því,“ segir hún. En um er að ræða tilvik sem nefnast Naion. Rúna bendir á að fleira geti komið til en lyfin. „Það er t.d. hætta á sjónskerðingu og blindu þegar fólk er með sykursýki 2 og er þegar komið er í ofþyngd. Þannig að lyfin og sjúkdómurinn geta bæði haft þessi áhrif,“ segir hún. Þá hafa komið upp tilkynningar um brisbólgu. „Það er ekkert skrítið að slíkt komi upp miðað við hvernig lyfin virka,“ segir hún. Hún nefnir fleiri alvarlegar tilkynningar. „Þá hafa komið upp tilvik þar sem fólk tilkynnir um sjálfsvígshugsanir og kvíða,“ segir Rúna. Þúsundir á lyfjunum Tæplega 20 þúsund manns er á efnaskiptalyfjum til samanburðar eru 27 þúsund á ADHD lyfjum hér á landi. Langflestir greiða fyrir efnaskiptalyfin eða um 70 prósent. Hlutfallslega eru fleiri á lyfjunum hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í kökuritinu má sjá hlutfall greiðsluþáttöku ríkisins í efnaskiptalyfjum, en 6.133 manns fá þau niðurgreidd af 19.132.vísir „Tölurnar eru aðeins hærri en í löndunum í kringum okkur,“ segir hún. Varar við fölsunum Lyfjastofnun varar við fölsuðum þyngdarstjórnarlyfjum sem auglýst eru á netinu. Dæmi séu um dauðsföll eftir notkun þeirra. „Þú veist ekkert hvað er í lyfjum sem eru auglýst á netinu. Það hafa til dæmis orðið dauðsföll eftir að fólk tók inn fölsuð þyngdarstjórnunarlyf í Bretlandi,“ segir Rúna að lokum.
Þyngdarstjórnunarlyf Heilsa Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira