Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Jón Þór Stefánsson skrifar 13. ágúst 2025 15:18 Héraðsdómur Reykjaness tók málið fyrir. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness vísaði á dögunum frá máli þar sem fjórmenningar voru ákærðir fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Málinu var vísað frá vegna tengsla lögreglumanns, sem var aðalrannsakandi málsins, við einstakling sem varð fyrir annarri þessara tveggja meintu árása. Annars vegar voru tveir fjórmenningana ákærðir fyrir að ráðast á mann við ótilgreinda verslun í febrúar 2023. Öðrum þeirra var gefið að sök að slá manninn með ítrekuðum höggum í höfuðið meðan hann reyndi að komast undan. Hinn var þá sagður hafa lyft manninum upp og kastað honum í jörðina og þar á eftir hafi sá fyrrnefndi sparkað í höfuð hans meðan hann lá í jörðinni. Hins vegar voru þrír þessara fjögurra sakborninga ákærðir fyrir að ráðast á annan mann á bílastæði í júlí þetta sama ár. Samkvæmt ákæru var sá sem varð fyrir árásinni í fremra farþegasæti bíls þegar hann hafi verið sleginn mörgum höggum í höfuð, meðal annars með glerflösku. Urðu áskynja þess að þeir væru tengdir Í úrskurði héraðsdóms segir að aðalmeðferð málsins hafi farið fram í lok júlí og staðið yfir í þrjá daga. Fyrstu tvo dagana hafi skýrslur verið teknar af öllum sakborningunum og öllum vitnum nema einu. Eftir annan daginn hafi verjandi eins sakborningsins ritað dómnum og öðrum sakflytjendum bréf þar sem hann sagði að verjendur hefðu orðið þess áskynja að aðalrannsakari málsins, sem hefði yfirheyrt sakborningana og vitni málsins, væri tengdur manninum sem mun hafa orðið fyrir síðari árásinni. Það hefur verið afmáð úr úrskurði héraðsdóms hvernig lögregluþjónninn og brotaþolinn tengjast nákvæmlega, en þó kemur fram að í laganna skilningi þeir séu skyldir að „öðrum lið til hliðar“. Það nær yfir nokkur víðtæk, en þó náin fjölskyldutengsl. Óheimilt að rannsaka málið Í kjölfarið fóru verjendurnir fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Saksóknari sagði í kjölfarið að hann hefði fengið þær upplýsingar frá umræddum lögregluþjóni að hann hefði upplýst yfirmann sinn um tengslin og þá sagðist hann jafnframt ekki hafa tekið skýrslu af manninum sem hann tengdist. Dómurinn tók undir með sakborningunum að lögregluþjóninum hefði verið óheimilt fyrir lögregluþjóninn að rannsaka meinta líkamsárás, jafnvel þó hann hafi upplýst yfirmann sinn um tengslin. Hann ákvað því að vísa seinni ákærunni frá dómi, og líka þeirri fyrri vegna mikilla tengsla málanna tveggja. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Annars vegar voru tveir fjórmenningana ákærðir fyrir að ráðast á mann við ótilgreinda verslun í febrúar 2023. Öðrum þeirra var gefið að sök að slá manninn með ítrekuðum höggum í höfuðið meðan hann reyndi að komast undan. Hinn var þá sagður hafa lyft manninum upp og kastað honum í jörðina og þar á eftir hafi sá fyrrnefndi sparkað í höfuð hans meðan hann lá í jörðinni. Hins vegar voru þrír þessara fjögurra sakborninga ákærðir fyrir að ráðast á annan mann á bílastæði í júlí þetta sama ár. Samkvæmt ákæru var sá sem varð fyrir árásinni í fremra farþegasæti bíls þegar hann hafi verið sleginn mörgum höggum í höfuð, meðal annars með glerflösku. Urðu áskynja þess að þeir væru tengdir Í úrskurði héraðsdóms segir að aðalmeðferð málsins hafi farið fram í lok júlí og staðið yfir í þrjá daga. Fyrstu tvo dagana hafi skýrslur verið teknar af öllum sakborningunum og öllum vitnum nema einu. Eftir annan daginn hafi verjandi eins sakborningsins ritað dómnum og öðrum sakflytjendum bréf þar sem hann sagði að verjendur hefðu orðið þess áskynja að aðalrannsakari málsins, sem hefði yfirheyrt sakborningana og vitni málsins, væri tengdur manninum sem mun hafa orðið fyrir síðari árásinni. Það hefur verið afmáð úr úrskurði héraðsdóms hvernig lögregluþjónninn og brotaþolinn tengjast nákvæmlega, en þó kemur fram að í laganna skilningi þeir séu skyldir að „öðrum lið til hliðar“. Það nær yfir nokkur víðtæk, en þó náin fjölskyldutengsl. Óheimilt að rannsaka málið Í kjölfarið fóru verjendurnir fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Saksóknari sagði í kjölfarið að hann hefði fengið þær upplýsingar frá umræddum lögregluþjóni að hann hefði upplýst yfirmann sinn um tengslin og þá sagðist hann jafnframt ekki hafa tekið skýrslu af manninum sem hann tengdist. Dómurinn tók undir með sakborningunum að lögregluþjóninum hefði verið óheimilt fyrir lögregluþjóninn að rannsaka meinta líkamsárás, jafnvel þó hann hafi upplýst yfirmann sinn um tengslin. Hann ákvað því að vísa seinni ákærunni frá dómi, og líka þeirri fyrri vegna mikilla tengsla málanna tveggja.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent