Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2025 07:31 Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna hafa nú rúmlega 61 þúsund manns látið lífið frá upphafi stríðsreksturs Ísraelsmanna sem hófst í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-liða í október 2023. EPA Nær 42 prósent þeirra sem taka afstöðu telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu. Ríflega 35 prósent telja þau vera að beita sér nægilega og tæplega 23 prósent telja að þau ættu að beita sér minna. Einn af hverjum tíu tók ekki afstöðu. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallup Þar sem spurt var hver af eftirfarandi fullyrðingum væri næst skoðun viðkomandi: Ég tel að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gaza svæðinu Ég tel að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega þegar kemur að ástandinu á Gaza svæðinu Ég tel að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér minna þegar kemur að ástandinu á Gaza svæðinu Í tilkynningu frá Gallup segir að fólk undir fimmtugu telji frekar en eldra fólk að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu á meðan fólk yfir fimmtugu telji frekar að þau séu að beita sér nægilega mikið. „Íbúar höfuðborgarsvæðisins telja frekar en íbúar landsbyggðarinnar að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira á meðan íbúar landsbyggðarinnar telja frekar en höfuðborgarbúar að þau ættu að beita sér minna. Fólk með háskólapróf er líklegra en fólk með minni menntun til að telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira varðandi ástandið á Gaza. Þau sem kysu annan flokk en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis í dag telja helst að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira varðandi málefni Gaza á meðan þau sem kysu Miðflokkinn telja helst að þau ættu að beita sér minna. Meirihluti þeirra sem styðja ríkisstjórnina telur að stjórnvöld ættu að beita sér meira, eða 52% á móti einungis 9% sem telja að þau ættu að beita sér minna. Þessu er öfugt farið hjá þeim sem styðja ekki ríkisstjórnina en 47% þeirra telja að stjórnvöld ættu að beita sér minna á móti 22% þeirra sem telja að þau ættu að beita sér meira,“ segir í tilkynningunni. Gallup Um var að ræða netkönnun Gallup sem gerð var dagana 30. júlí til 10. ágúst 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.745 og þátttökuhlutfall var 45,8 prósent. Skoðanakannanir Utanríkismál Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallup Þar sem spurt var hver af eftirfarandi fullyrðingum væri næst skoðun viðkomandi: Ég tel að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gaza svæðinu Ég tel að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega þegar kemur að ástandinu á Gaza svæðinu Ég tel að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér minna þegar kemur að ástandinu á Gaza svæðinu Í tilkynningu frá Gallup segir að fólk undir fimmtugu telji frekar en eldra fólk að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu á meðan fólk yfir fimmtugu telji frekar að þau séu að beita sér nægilega mikið. „Íbúar höfuðborgarsvæðisins telja frekar en íbúar landsbyggðarinnar að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira á meðan íbúar landsbyggðarinnar telja frekar en höfuðborgarbúar að þau ættu að beita sér minna. Fólk með háskólapróf er líklegra en fólk með minni menntun til að telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira varðandi ástandið á Gaza. Þau sem kysu annan flokk en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis í dag telja helst að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira varðandi málefni Gaza á meðan þau sem kysu Miðflokkinn telja helst að þau ættu að beita sér minna. Meirihluti þeirra sem styðja ríkisstjórnina telur að stjórnvöld ættu að beita sér meira, eða 52% á móti einungis 9% sem telja að þau ættu að beita sér minna. Þessu er öfugt farið hjá þeim sem styðja ekki ríkisstjórnina en 47% þeirra telja að stjórnvöld ættu að beita sér minna á móti 22% þeirra sem telja að þau ættu að beita sér meira,“ segir í tilkynningunni. Gallup Um var að ræða netkönnun Gallup sem gerð var dagana 30. júlí til 10. ágúst 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.745 og þátttökuhlutfall var 45,8 prósent.
Skoðanakannanir Utanríkismál Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira